Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2019 09:30 Viðfangsefnin í mörgum af víðlesnustu viðskiptafréttum ársins voru fjölbreytt og óvænt. Vísir/Vilhelm/Hjalti Nýr Seðlabankastjóri og hríðlækkandi stýrivextir, kjaradeilur og stóraukið atvinnuleysi, loðnubrestur og kúvendingar hjá stærstu útgerðarfélögum landsins, gjörbreytt fjölmiðlalandslag með sameiningu þriggja miðla, brotthvarf verðlaunaðra veitingastaða og kleinuhringjakeðja, flugfélög, áhrifavaldar, Grái listinn og gjaldþrot. Það var skammt stórra högga á milli í viðskiptalífinu árið 2019. Í þessari stuttu yfirferð verður ekki lagt mat á það hvaða viðskiptafréttir á liðnu ári voru stærstar, mikilvægastar eða mest afhjúpandi. Hér verður það áhugi sem ræður för; hvað þótti lesendum Vísis áhugverðast, eftirtektarverðast eða beinlínis skemmtilegast á viðskiptaárinu sem er að líða? Annað árið í röð reyndust það vera fréttir af flugi sem þóttu helst tíðindum sæta. Skyldi engan undra; ekki aðeins eru flugsamgöngur nauðsynlegar eyjaskeggjum nyrst í ballarhafi heldur hefur ferðamennska unnið sér sess sem undirstöðugrein í íslensku atvinnulífi. Í fyrra voru það fréttir af hnignun flugfélaga sem þóttu markverðastar - í ár var það endastöðin. Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, reyndi hvað hann gat til að bjarga flugfélaginu. Þrátt fyrir andvökunætur og ótal símtöl tókst það ekki.Vísir/vilhelm Gjaldþrotið WOWhugaverðast Morgunn 28. mars var ekki eins og hver annar fimmtudagsmorgunn. Þegar fréttamenn mættu til vinnu fyrir allar aldir beið þeirra orðsending frá upplýsingafulltrúa WOW air. Dagana áður höfðu borist stopular fréttir af tilraunum WOW-liða til að næla sér í fimm milljarða króna innspýtingu, kyrrsetningu flugvéla félagsins og viðræðum við kröfuhafa um að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafarnir féllust á breytinguna, tveimur dögum fyrir orðsendinguna, og héldu því margir að WOW væri komið fyrir vind. Það runnu þó tvær grímur á margan fréttamanninn þegar hann las orðsendinguna: Tekin hafði verið ákvörðun um nóttina að fresta öllu fyrirhuguðu flugi WOW air meðan „félagið væri á lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu.“ Ekkert sérstaklega traustvekjandi. Hundruð farþega voru þegar komin út í Leifsstöð á leið í morgunflug, bíðandi frekari fregna. WOW lofaði þeim klukkan níu. WOW tórði þó aðeins til 8:20. Þegar tilkynning um endalokin birtist samtímis á vef WOW og Samgöngustofu fór allt á fullt, í raun má segja að það sé ekki enn búið að vinda ofan af atburðum fimmtudagsmorgunsins 28. mars. Ekki aðeins var blásið til aukafréttatíma í hádeginu og tugir WOW-frétta birtar á Vísi þennan sama dag heldur hefur mátt greina fjólubláa slikju í mörgum af fyrirferðamestu viðskiptafréttunum allar götur síðan. Hvort sem það var stærsta einstaka hópuppsögn sögunnar, niðurskurður í ferðaþjónustunni, stapp við skiptastjóra eða fyrirhuguð, hugsanleg, möguleg flugfélög - WOW var alltumlykjandi. Enda fór það svo að Vísisvaktin sem gerði upp eftirköstin af falli flugfélagsins, WOW air heyrir sögunni til, reyndist mest lesna viðskiptafrétt ársins. Starfsmenn Arion voru í eldlínunni í ár, meira að segja í bókstaflegri merkingu þegar leyniskyttur komu sér fyrir á þökum í Borgartúni vegna komu varaforseta Bandaríkjanna.vísir/vilhelm Bank'í ofninum Það er því kannski ekki nema von að viðskiptabanki WOW hafi einnig verið fyrirferðarmikill á liðnu ári. Ofan á útlánaólukku Arion banka; í formi tveggja gjaldþrota flugfélaga og meingallaðrar kísilverksmiðju, bættist vesen hjá Valitor, tíð stjórnendaskipti, afkomuviðvaranir og nýr bankastjóri. Allt athyglisvert í sjálfu sér en kemst þó ekki með tærnar þar sem hausttiltekt bankans er með hælana. Eins og margar lægðir á haustin gerði þessi boð á undan sér. Ekki aðeins hafði því verið lekið í Mannlíf að heljarinnar uppstokkun væri yfirvofandi í bankanum heldur vildu ýmsir starfsmenn meina að hún hafi verið væntanleg allt frá fyrsta tölvupósti nýja bankastjórans. „Við þurfum ekki að vera stærsti bankinn,“ skrifaði Benedikt Gíslason í pósti sínum til starfsmanna um sumarið, sem hafði þá fækkað um 50 á nokkrum mánuðum. Plásturinn var síðan rifinn af í lok september: Skipulagsbreytingar kynntar. Hundrað sagt upp störfum. Auk stærstu hópuppsagnar bankastarfsmanna síðan í hruninu var samdægurs tilkynnt að tólf hefðu verið látnir taka pokann sinn hjá fyrrnefndu Valitor og 20 hjá Íslandsbanka. Daginn áður hafði 87 flugmönnum Icelandair verið sparkað vegna margumtalaðrar kyrrsetningar Boeing MAX-þotanna, sem engan endi virðist ætla að taka. Rúmlega 200 manns misstu því vinnuna á tæpum sólarhring í septemberlok. Það voru þó fleiri fyrirtæki en bankar og flugfélög sem þurftu að taka til í rekstrinum. Sumum tókst það og lifðu lengur, öðrum ekki og lögðu upp laupana. Hér á eftir verður stiklað á stóru um þrengingarnar hjá íslenskum fyrirtækjum á árinu sem er að líða. Rétt eins og Íslendingar röðuðu í sig vínarbrauðslengjum röðuðu þær sér á topplistann yfir mest lesnu viðskiptafréttir ársins.aðsend Bakkelsi, bókanir og bílstjórar Hvorki meira né minna en 9 af 10 víðlesnustu viðskiptafréttunum á Vísi á árinu tengjast niðurskurði, gjaldþroti eða samdrætti með einum eða öðrum hætti. Sú sem eftir stendur kom úr óvæntri átt, stutt frétt um að Bakarameistarinn hafi þurft að innkalla vínarbrauðslengjur vegna aðskotahlutar. Kannski eru það vinsældir vínarbrauðslengjunnar sem skýra þennan mikla áhuga eða sú staðreynd um að Bakarameistarinn bað fólk um að skila bakkelsinu. Ætla má að fáir hafa geta orðið við þeim tilmælum, enda voru lengjurnar innkallaðar seinni partinn þegar flestir eru búnir að sporðrenna þeim. Bakkelsi kom jafnframt við sögu við Týsgötu í upphafi árs. Þar skellti kaffihúsið C is for Cookie í lás eftir níu ára rekstur. Þrátt fyrir að kaffihúsið hafi verið lítið vakti lokun þess mikla athygli, leigan hækkaði um rúm 100 prósent á milli mánaða og því ekki forsendur fyrir áframhaldandi rekstri. Í samtali við Vísi sögðu eigendur hússins að fyrri leiga hafi verið langt undir því sem gekk og gerðist á svæðinu í kringum Óðinstorg. Allir hafi verið sammála um að leigan þyrfti að hækka en ekki hafi fundist lausn sem eigendur kaffihússins gátu sætt sig við. Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland sagði upp ellefu starfsmönnum í sumar og annað starfsfólk var látið taka á sig launalækkun. Um var að ræða viðbrögð fyrirtækisins við falli WOW air - fjólubláa slikjan, þið munið. Það eitt og sér telst þó varla til mikilla tíðinda enda hafa ótal ferðaþjónustufyrirtæki þurft að aðlagast breyttum veruleika eftir hvarf lággjaldaflugfélagsins. Það sem gerði aðhaldsaðgerðirnir athyglisverðar var arðgreiðsla eiganda Guide to Iceland. Eftir að hafa hagnast um 795 milljónir króna í fyrra ákvað stjórn félagsins að greiða 563 milljónir í arð, þar af runnu 55 prósent í vasa stjórnarformannsins. Ingólfur Abrahim Shahin fékk því rúmlega 300 milljóna arðgreiðslu fyrir síðasta ár, eftir að hafa einnig fengið 300 milljóna arðgreiðslu árið þar áður. Töldu margir þar hafa keyrt um þverbak. Talandi um akstur, bílstjórar hjá Ölgerðinni voru meðal þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem stóðu frammi fyrir þremur valkostum í upphafi mánaðar. Þeir skyldu skipta um stéttarfélag, vinna eftir öðrum kjarasamningi eða fá reisupassann. Ölgerðin sagði ákvörðunina vera samræmingaraðgerð, aðrir sögðu hana vera afarkost. Kjaramál Ölgerðarfólks vöktu mikla athygli og var kallað eftir sniðgöngu fyrirtækisins. Þannig sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, að hann ætlaði sér ekki að versla við Ölgerðina fyrr en fyrirtækið bæri ábyrgð. „Vona að þeir tapa sem mestu um jólin,“ sagði Jón Þór sem mun því líklega ekki bjóða upp á malt og appelsín yfir hátíðarnar. Arnar Gunnlaugsson og Aron Einar Gunnlaugsson höfðu viðkomu í viðskiptafréttum á árinu.Vísir/vilhelm Þekktir fyrir sín þrumuskot Þó svo að um þúsund félög séu að meðaltali tekin til gjaldþrotaskipta á ári fanga aðeins nokkur þeirra athygli fólks. Ætla má að það sé vegna þess að á bakvið kennitölurnar eru einstaklingar af holdi og blóði, sumir þekktari en aðrir. Í tilfelli ársins 2019 voru það núverandi og fyrrverandi fótboltakempur sem röðuðu sér efst á leslistann: Annar þeirra varð gjaldþrota, hinn fór fram á gjaldþrot. Eftir að hafa raðað inn mörkum á knattspyrnuvöllum ákvað Arnar Bergmann Gunnlaugsson að hasla sér völl í viðskiptalífinu. Arnar og tvíburabróðir hans, Bjarki, voru um tíma umsvifamiklir á fasteignamarkaðinum og áttu þeir meðal annars þátt í stofnum leigufélagsins Heimavalla, þar sem knattspyrnumenn eru jú yfirleitt sterkastir. En eins og á vellinum getur staðan breyst fljótt: Bjarki var úrskurðaður gjaldþrota um mitt ár 2015, Arnar um mitt ár 2019. Þeir eru þó hvorugir af baki dottnir og hefur Arnar þannig getið sér gott orð sem þjálfari karlaliðs Víkings í knattspyrnu. Spilað leiftrandi sóknarbolta undir flóðljósunum í Fossvogi. Hinn viðskiptaþenkjandi knattspyrnumaðurinn er þekktari fyrir öflugan varnarleik: „Samstarfið endaði í raun eins illa og það hafði getað, ekki bara með árangurslítilli innheimtu og málaferlum heldur einnig vinslitum. Þetta var og er leiðindamál sem sýnir manni hvað er raunverulega lagt að veði þegar vinir fara saman út í viðskipti.“ Svona komst landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson að orði í sjálfsævisögu sinni sem kom út undir lok síðasta árs. Þar vísaði hann til viðskipta þeirra hjóna við Kolfinnu Von Arnardóttur og Björn Inga Hrafnsson í tengslum við fjárfestingu í íslenska fatamerkinu JÖR. Aron Einar og eiginkona hans, Kristbjörg Jónsdóttir, töldu sig hlunnfarin í viðskiptunum, sögðust ekki hafa fengið endurgreitt samkvæmt samningum og kvörtuðu undan upplýsingaskorti. Kolfinna Von svaraði ævisöguskrifunum og sagðist hafa reynt að bera klæði á vopnin; veitt allar upplýsingar og heilt yfir staðið vel að málum. Aron Einar var á öðru máli. Hann krafðist þess að Kolfinna Von yrði úrskurðuð gjaldþrota, eins og Vísir greindi frá í upphafi árs og Kolfinna staðfesti svo með einlægum skrifum sínum síðar um daginn. „[É]g hef alltaf verið svolítið gamaldags með það að telja vináttuna verðmætari en peninga og tók nærri mér að deilur um fjármuni hefðu áhrif á gamla vináttu,“ skrifaði Kolfinna, bersýnilega sár með það hvernig málin höfðu þróast. Annar brattur, hinn fúll Sömu sorgarsögu er ekki að segja af gjaldþroti fjallgöngugarpsins Johns Snorra Sigurjónssonar, sem lagði K2 að fótum sér fyrir tveimur árum síðan. Rúmlega 10 árum áður, góðærisárið mikla 2007, hafði hann gerst ábyrgðarmaður fyrir fyrirtæki sem hann tengdist í verktakabransanum. Þessi lán urðu honum að endingu að falli, hann var úrskurðaður gjaldþrota í sumar - og var hinn fegnasti eins og hann lýsti í samtali við Vísi. Eftir áralangt stapp við bankann sinn andaði hann loksins léttar, eflaust svipuð tilfinning og að anda að sér fersku fjallaloftinu eftir barning upp brattar hlíðar eins og John Snorri þekkir betur en flestir. Það mátti greina örlítinn annan tón í viðbrögðum athafnamannsins Engilberts Runólfssonar eftir að það spurðist út að héraðssaksóknari væri með viðskiptagjörninga hans til skoðunar. Hann hét því að leysa frá skjóðunni á sínum forsendum, losna undan öllum óhróðrinum sem hann sagði fjölmiðla hafa dreift um sig. Release me, eins og nafni hans Humperdinck söng hér um árið. Að því er fréttastofa kemst næst hefur Engilbert ekki enn gert það - en Engilbert sagðist ætla að láta allt flakka á vefsíðunni sinni, áhrifavaldur.is, sem er þó ekki enn komin í loftið. Undir þínum áhrifum Fréttir af öðrum áhrifavöldum náðu þó miklu flugi á árinu. Hlutskipti þessarar sístækkandi stéttar er þó æði mismunandi ef marka má fréttir síðasta árs. Sumar möluðu gull á meðan aðrar komust í kast við lögin. Allt þótti þetta smellsins virði. Byrjum á þeim sem sköruðu fram úr - og hvar er betra að hefja leik en á þeim sem höfðu mest upp úr samfélagsmiðlastörfum sínum. Með útgáfu tekjublaðanna í haust varð ljóst að áhrifamesti áhrifavaldurinn, í krónum talið í það minnsta, var Snorri Rafnsson eða veiðimaðurinn Vargurinn. Hann var með næstum 1,5 milljónir króna í tekjur á mánuði samkvæmt tekjublöðunum, sem lesendur Vísis lásu spjaldanna á milli, en þar var litið til útvarsskyldra tekna árið 2018. Í níunda sæti listans yfir tekjuhæstu áhrifastjörnurnar var Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör. Tekjur hans voru sagðar nema um 370 þúsund krónum á mánuði - sem er álíka mikið og hann fékk fyrir að ganga í skræpóttri peysu eitt síðsumarkvöld. „Klárlega besta markaðsstönt ársins,“ eins og álitsgjafi komst að orði um gulu og grænu Olíspeysuna sem Herrann skartaði í Garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt. Fyrir það tók hann 300 þúsund og sé litið til áhuga á tónleikunum og uppátæki rapparans virðist Olís hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Það ætti þó ekki að koma lesendum á óvart að Hnetusmjörið rukki vel fyrir „plöggið“ enda „setur hann orkudrykk á Instagram og tekur 100 þúsund fyrir það,“ eins og skáldið orti. Það er þó ekki tekið út með sældinni að vera áhrifavaldur, að mati áhrifavalda. Fyrirtæki drekkja þér í hvers kyns varningi; íþróttafötum, snyrtivörum eða Grammvænum kökum, þannig að það verður vart þverfótað í edikfægðri íbúðinni. „Hvernig í ósköpunum á að ég færa gefins kassa af Nocco inn í skattframtalið?“ spurðu stjörnurnar sig og Ríkisskattstjóri svaraði. Í annað sinn á rúmu ári ráku áhrifavaldar sig á það að samstarf er ekkert grín. Ef það er ekki stundað samkvæmt þessum reglum hér er Neytendastofu að mæta. Í fyrra fengu Fanney Ingvarsdóttir og Svana Lovísa Kristjánsdóttir á baukinni, í ár voru það Sólrún Diego og Tinna Alavis. Allar þóttu þær fara á svig við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með færslum sínum, sem sagðar voru duldar auglýsingar. Haldi þær áfram að bjóða fylgjendum sínum upp á slíkt geta þær átt von á sektum. Ekki vænkaðist hagur áhrifavalda þegar ein helsta tekjulind þeirra, áningarstaðurinn Þrastalundur í Grímsnesi, skipti um eigendur í upphafi árs. Með nýjum eigendum fylgdu nýjar áherslur; nýr matseðlill, lægra vöruverð og engir áhrifavaldar. Myndum af brönsborðandi samfélagsmiðlastjörnum, horfandi munúðarfullum augum yfir Sogið, hefur því fækkað hraðar en auglýsingum Íslandsbanka í karllægum fjölmiðlum. Höfuðstöðvar Íslandsbanka, sem standa við stærsta reðurtákn landsins.Vísir/vilhelm Kall tímans Það er ekki hægt að skauta yfir viðskiptaárið án þess að drepa stuttlega á þessu óvæntasta fjaðrafoki ársins. „[V]ið forðumst að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylla herbergið aðeins af karlmönnum,“ skrifaði samskiptastjóri bankans í stuttum pistli á Vísi, Vísir fylgdi því eftir með viðtali við samskiptastjórann og fjandinn var laus. Samfélagsmiðlar loguðu og fjölmiðlar voru undirlagðir fréttum af nýrri innkaupastefnu Íslandsbanka - í svona viku, áður en allir fóru að einbeita sér að öðru. Rétt á meðan stormurinn stóð yfir voru karlmenn þó yfirlýsingaglaðir. Sniðganga, öfgafemínismi og „ætlar Íslandsbanki þá að hætta að þjónusta útgerðarfélög og dekkjaverkstæði?“ var fyrirferðamikið á kaffistofum landsins. Ráðherrar og þingmenn blönduðu sér í málið; þótti þetta ýmist hræsni eða hetjudáð. Fjármálaráðherra þótti útspilið umhugsunarvert. „Ef menn ætla að gera það [jafnrétti] að aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðin tvískinnungur í því að ætla að gera það bara á útgjaldahliðinni en ekki tekjuhliðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson úr pontu Alþingis. Ekki er að sjá að Íslandsbanki hafi tekið orð fjármálaráðherra til sín eða að nokkur hafi skaðast vegna þessa meinta karlhaturs bankans.Hér að neðan má svo sjá hluta af þeim fréttum sem fönguðu hvað mesta athygli lesenda á síðasta ári, sem ekki hefur enn tekist að drepa á í þessari stuttu yfirferð. Fréttir ársins 2019 Tengdar fréttir Kona innkölluð vegna heilabilunar BL Hyundai, sem starfrækir verslun í Kauptúni í Garðabæ, mun þurfa að innkalla 66 bifreiðar af gerðinni KONA EV. 11. janúar 2019 10:10 Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08 Fengu uppsagnarbréf með páskaegginu frá Bernhard Meirihluta starfsmanna Bernhard ehf. var sagt upp í liðinni viku í tengslum við kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard sem fer með Honda umboðið á Íslandi. 23. apríl 2019 15:25 KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00 Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. 18. febrúar 2019 23:15 „Viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi“ Friðrik Atli Guðmundsson, umsjónarmaður Hluthafa.com, segir undirbúning Hluthafa.com hafa staðið yfir í rúma viku. 15. apríl 2019 10:27 Fékk sex milljarða kröfu vegna bílaláns Hákoni Erni Bergmann brá nokkuð í brún þegar honum barst rúmlega sex milljarða krafa frá Arion banka fyrr í vikunni. 12. apríl 2019 12:08 Lykilbragðefni Bláa Opalsins finnst ekki Þrátt fyrir viðamiklar umleitanir eru aðstandendur Nóa Siríus svartsýnir á að Blár Opal fari aftur í framleiðslu hjá sælgætisfyrirtækinu. 13. febrúar 2019 11:30 Var látin hugleiða í miðju atvinnuviðtali Kristín Hrefna Halldórsdóttir hefur verið í tæknigeiranum síðustu ár og segir að konur þurfi meira að sanna sig þar heldur en karlar. 27. október 2019 07:00 Þórarinn opnar veitingastað Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. 10. október 2019 10:30 Segist ekki hafa þekkt dóttur ráðherra þegar hann var skipaður stjórnarformaður Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. 27. júní 2019 12:15 Brá þegar hann áttaði sig á mistökum ASÍ Mistök við verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ urðu þess valdandi að vefverslunin Boxið.is var sögð dýrasta matvöruverslunin á netinu, sem reyndist ekki rétt. 24. október 2019 20:50 Ráðleggur Íslendingum að fara varlega í fasteignakaupum á Spáni Ómar Sigurðsson, skipstjóri, ráðleggur Íslendingum að fara varlega ætli fólk að kaupa sér fasteign á Spáni. Að ýmsu sé að hyggja og helst þurfi maður að eiga að lágmarki 60 prósent af eigin fé ætli maður sér að kaupa húsnæði á Spáni. 19. júní 2019 08:30 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Nýr Seðlabankastjóri og hríðlækkandi stýrivextir, kjaradeilur og stóraukið atvinnuleysi, loðnubrestur og kúvendingar hjá stærstu útgerðarfélögum landsins, gjörbreytt fjölmiðlalandslag með sameiningu þriggja miðla, brotthvarf verðlaunaðra veitingastaða og kleinuhringjakeðja, flugfélög, áhrifavaldar, Grái listinn og gjaldþrot. Það var skammt stórra högga á milli í viðskiptalífinu árið 2019. Í þessari stuttu yfirferð verður ekki lagt mat á það hvaða viðskiptafréttir á liðnu ári voru stærstar, mikilvægastar eða mest afhjúpandi. Hér verður það áhugi sem ræður för; hvað þótti lesendum Vísis áhugverðast, eftirtektarverðast eða beinlínis skemmtilegast á viðskiptaárinu sem er að líða? Annað árið í röð reyndust það vera fréttir af flugi sem þóttu helst tíðindum sæta. Skyldi engan undra; ekki aðeins eru flugsamgöngur nauðsynlegar eyjaskeggjum nyrst í ballarhafi heldur hefur ferðamennska unnið sér sess sem undirstöðugrein í íslensku atvinnulífi. Í fyrra voru það fréttir af hnignun flugfélaga sem þóttu markverðastar - í ár var það endastöðin. Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, reyndi hvað hann gat til að bjarga flugfélaginu. Þrátt fyrir andvökunætur og ótal símtöl tókst það ekki.Vísir/vilhelm Gjaldþrotið WOWhugaverðast Morgunn 28. mars var ekki eins og hver annar fimmtudagsmorgunn. Þegar fréttamenn mættu til vinnu fyrir allar aldir beið þeirra orðsending frá upplýsingafulltrúa WOW air. Dagana áður höfðu borist stopular fréttir af tilraunum WOW-liða til að næla sér í fimm milljarða króna innspýtingu, kyrrsetningu flugvéla félagsins og viðræðum við kröfuhafa um að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafarnir féllust á breytinguna, tveimur dögum fyrir orðsendinguna, og héldu því margir að WOW væri komið fyrir vind. Það runnu þó tvær grímur á margan fréttamanninn þegar hann las orðsendinguna: Tekin hafði verið ákvörðun um nóttina að fresta öllu fyrirhuguðu flugi WOW air meðan „félagið væri á lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu.“ Ekkert sérstaklega traustvekjandi. Hundruð farþega voru þegar komin út í Leifsstöð á leið í morgunflug, bíðandi frekari fregna. WOW lofaði þeim klukkan níu. WOW tórði þó aðeins til 8:20. Þegar tilkynning um endalokin birtist samtímis á vef WOW og Samgöngustofu fór allt á fullt, í raun má segja að það sé ekki enn búið að vinda ofan af atburðum fimmtudagsmorgunsins 28. mars. Ekki aðeins var blásið til aukafréttatíma í hádeginu og tugir WOW-frétta birtar á Vísi þennan sama dag heldur hefur mátt greina fjólubláa slikju í mörgum af fyrirferðamestu viðskiptafréttunum allar götur síðan. Hvort sem það var stærsta einstaka hópuppsögn sögunnar, niðurskurður í ferðaþjónustunni, stapp við skiptastjóra eða fyrirhuguð, hugsanleg, möguleg flugfélög - WOW var alltumlykjandi. Enda fór það svo að Vísisvaktin sem gerði upp eftirköstin af falli flugfélagsins, WOW air heyrir sögunni til, reyndist mest lesna viðskiptafrétt ársins. Starfsmenn Arion voru í eldlínunni í ár, meira að segja í bókstaflegri merkingu þegar leyniskyttur komu sér fyrir á þökum í Borgartúni vegna komu varaforseta Bandaríkjanna.vísir/vilhelm Bank'í ofninum Það er því kannski ekki nema von að viðskiptabanki WOW hafi einnig verið fyrirferðarmikill á liðnu ári. Ofan á útlánaólukku Arion banka; í formi tveggja gjaldþrota flugfélaga og meingallaðrar kísilverksmiðju, bættist vesen hjá Valitor, tíð stjórnendaskipti, afkomuviðvaranir og nýr bankastjóri. Allt athyglisvert í sjálfu sér en kemst þó ekki með tærnar þar sem hausttiltekt bankans er með hælana. Eins og margar lægðir á haustin gerði þessi boð á undan sér. Ekki aðeins hafði því verið lekið í Mannlíf að heljarinnar uppstokkun væri yfirvofandi í bankanum heldur vildu ýmsir starfsmenn meina að hún hafi verið væntanleg allt frá fyrsta tölvupósti nýja bankastjórans. „Við þurfum ekki að vera stærsti bankinn,“ skrifaði Benedikt Gíslason í pósti sínum til starfsmanna um sumarið, sem hafði þá fækkað um 50 á nokkrum mánuðum. Plásturinn var síðan rifinn af í lok september: Skipulagsbreytingar kynntar. Hundrað sagt upp störfum. Auk stærstu hópuppsagnar bankastarfsmanna síðan í hruninu var samdægurs tilkynnt að tólf hefðu verið látnir taka pokann sinn hjá fyrrnefndu Valitor og 20 hjá Íslandsbanka. Daginn áður hafði 87 flugmönnum Icelandair verið sparkað vegna margumtalaðrar kyrrsetningar Boeing MAX-þotanna, sem engan endi virðist ætla að taka. Rúmlega 200 manns misstu því vinnuna á tæpum sólarhring í septemberlok. Það voru þó fleiri fyrirtæki en bankar og flugfélög sem þurftu að taka til í rekstrinum. Sumum tókst það og lifðu lengur, öðrum ekki og lögðu upp laupana. Hér á eftir verður stiklað á stóru um þrengingarnar hjá íslenskum fyrirtækjum á árinu sem er að líða. Rétt eins og Íslendingar röðuðu í sig vínarbrauðslengjum röðuðu þær sér á topplistann yfir mest lesnu viðskiptafréttir ársins.aðsend Bakkelsi, bókanir og bílstjórar Hvorki meira né minna en 9 af 10 víðlesnustu viðskiptafréttunum á Vísi á árinu tengjast niðurskurði, gjaldþroti eða samdrætti með einum eða öðrum hætti. Sú sem eftir stendur kom úr óvæntri átt, stutt frétt um að Bakarameistarinn hafi þurft að innkalla vínarbrauðslengjur vegna aðskotahlutar. Kannski eru það vinsældir vínarbrauðslengjunnar sem skýra þennan mikla áhuga eða sú staðreynd um að Bakarameistarinn bað fólk um að skila bakkelsinu. Ætla má að fáir hafa geta orðið við þeim tilmælum, enda voru lengjurnar innkallaðar seinni partinn þegar flestir eru búnir að sporðrenna þeim. Bakkelsi kom jafnframt við sögu við Týsgötu í upphafi árs. Þar skellti kaffihúsið C is for Cookie í lás eftir níu ára rekstur. Þrátt fyrir að kaffihúsið hafi verið lítið vakti lokun þess mikla athygli, leigan hækkaði um rúm 100 prósent á milli mánaða og því ekki forsendur fyrir áframhaldandi rekstri. Í samtali við Vísi sögðu eigendur hússins að fyrri leiga hafi verið langt undir því sem gekk og gerðist á svæðinu í kringum Óðinstorg. Allir hafi verið sammála um að leigan þyrfti að hækka en ekki hafi fundist lausn sem eigendur kaffihússins gátu sætt sig við. Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland sagði upp ellefu starfsmönnum í sumar og annað starfsfólk var látið taka á sig launalækkun. Um var að ræða viðbrögð fyrirtækisins við falli WOW air - fjólubláa slikjan, þið munið. Það eitt og sér telst þó varla til mikilla tíðinda enda hafa ótal ferðaþjónustufyrirtæki þurft að aðlagast breyttum veruleika eftir hvarf lággjaldaflugfélagsins. Það sem gerði aðhaldsaðgerðirnir athyglisverðar var arðgreiðsla eiganda Guide to Iceland. Eftir að hafa hagnast um 795 milljónir króna í fyrra ákvað stjórn félagsins að greiða 563 milljónir í arð, þar af runnu 55 prósent í vasa stjórnarformannsins. Ingólfur Abrahim Shahin fékk því rúmlega 300 milljóna arðgreiðslu fyrir síðasta ár, eftir að hafa einnig fengið 300 milljóna arðgreiðslu árið þar áður. Töldu margir þar hafa keyrt um þverbak. Talandi um akstur, bílstjórar hjá Ölgerðinni voru meðal þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem stóðu frammi fyrir þremur valkostum í upphafi mánaðar. Þeir skyldu skipta um stéttarfélag, vinna eftir öðrum kjarasamningi eða fá reisupassann. Ölgerðin sagði ákvörðunina vera samræmingaraðgerð, aðrir sögðu hana vera afarkost. Kjaramál Ölgerðarfólks vöktu mikla athygli og var kallað eftir sniðgöngu fyrirtækisins. Þannig sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, að hann ætlaði sér ekki að versla við Ölgerðina fyrr en fyrirtækið bæri ábyrgð. „Vona að þeir tapa sem mestu um jólin,“ sagði Jón Þór sem mun því líklega ekki bjóða upp á malt og appelsín yfir hátíðarnar. Arnar Gunnlaugsson og Aron Einar Gunnlaugsson höfðu viðkomu í viðskiptafréttum á árinu.Vísir/vilhelm Þekktir fyrir sín þrumuskot Þó svo að um þúsund félög séu að meðaltali tekin til gjaldþrotaskipta á ári fanga aðeins nokkur þeirra athygli fólks. Ætla má að það sé vegna þess að á bakvið kennitölurnar eru einstaklingar af holdi og blóði, sumir þekktari en aðrir. Í tilfelli ársins 2019 voru það núverandi og fyrrverandi fótboltakempur sem röðuðu sér efst á leslistann: Annar þeirra varð gjaldþrota, hinn fór fram á gjaldþrot. Eftir að hafa raðað inn mörkum á knattspyrnuvöllum ákvað Arnar Bergmann Gunnlaugsson að hasla sér völl í viðskiptalífinu. Arnar og tvíburabróðir hans, Bjarki, voru um tíma umsvifamiklir á fasteignamarkaðinum og áttu þeir meðal annars þátt í stofnum leigufélagsins Heimavalla, þar sem knattspyrnumenn eru jú yfirleitt sterkastir. En eins og á vellinum getur staðan breyst fljótt: Bjarki var úrskurðaður gjaldþrota um mitt ár 2015, Arnar um mitt ár 2019. Þeir eru þó hvorugir af baki dottnir og hefur Arnar þannig getið sér gott orð sem þjálfari karlaliðs Víkings í knattspyrnu. Spilað leiftrandi sóknarbolta undir flóðljósunum í Fossvogi. Hinn viðskiptaþenkjandi knattspyrnumaðurinn er þekktari fyrir öflugan varnarleik: „Samstarfið endaði í raun eins illa og það hafði getað, ekki bara með árangurslítilli innheimtu og málaferlum heldur einnig vinslitum. Þetta var og er leiðindamál sem sýnir manni hvað er raunverulega lagt að veði þegar vinir fara saman út í viðskipti.“ Svona komst landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson að orði í sjálfsævisögu sinni sem kom út undir lok síðasta árs. Þar vísaði hann til viðskipta þeirra hjóna við Kolfinnu Von Arnardóttur og Björn Inga Hrafnsson í tengslum við fjárfestingu í íslenska fatamerkinu JÖR. Aron Einar og eiginkona hans, Kristbjörg Jónsdóttir, töldu sig hlunnfarin í viðskiptunum, sögðust ekki hafa fengið endurgreitt samkvæmt samningum og kvörtuðu undan upplýsingaskorti. Kolfinna Von svaraði ævisöguskrifunum og sagðist hafa reynt að bera klæði á vopnin; veitt allar upplýsingar og heilt yfir staðið vel að málum. Aron Einar var á öðru máli. Hann krafðist þess að Kolfinna Von yrði úrskurðuð gjaldþrota, eins og Vísir greindi frá í upphafi árs og Kolfinna staðfesti svo með einlægum skrifum sínum síðar um daginn. „[É]g hef alltaf verið svolítið gamaldags með það að telja vináttuna verðmætari en peninga og tók nærri mér að deilur um fjármuni hefðu áhrif á gamla vináttu,“ skrifaði Kolfinna, bersýnilega sár með það hvernig málin höfðu þróast. Annar brattur, hinn fúll Sömu sorgarsögu er ekki að segja af gjaldþroti fjallgöngugarpsins Johns Snorra Sigurjónssonar, sem lagði K2 að fótum sér fyrir tveimur árum síðan. Rúmlega 10 árum áður, góðærisárið mikla 2007, hafði hann gerst ábyrgðarmaður fyrir fyrirtæki sem hann tengdist í verktakabransanum. Þessi lán urðu honum að endingu að falli, hann var úrskurðaður gjaldþrota í sumar - og var hinn fegnasti eins og hann lýsti í samtali við Vísi. Eftir áralangt stapp við bankann sinn andaði hann loksins léttar, eflaust svipuð tilfinning og að anda að sér fersku fjallaloftinu eftir barning upp brattar hlíðar eins og John Snorri þekkir betur en flestir. Það mátti greina örlítinn annan tón í viðbrögðum athafnamannsins Engilberts Runólfssonar eftir að það spurðist út að héraðssaksóknari væri með viðskiptagjörninga hans til skoðunar. Hann hét því að leysa frá skjóðunni á sínum forsendum, losna undan öllum óhróðrinum sem hann sagði fjölmiðla hafa dreift um sig. Release me, eins og nafni hans Humperdinck söng hér um árið. Að því er fréttastofa kemst næst hefur Engilbert ekki enn gert það - en Engilbert sagðist ætla að láta allt flakka á vefsíðunni sinni, áhrifavaldur.is, sem er þó ekki enn komin í loftið. Undir þínum áhrifum Fréttir af öðrum áhrifavöldum náðu þó miklu flugi á árinu. Hlutskipti þessarar sístækkandi stéttar er þó æði mismunandi ef marka má fréttir síðasta árs. Sumar möluðu gull á meðan aðrar komust í kast við lögin. Allt þótti þetta smellsins virði. Byrjum á þeim sem sköruðu fram úr - og hvar er betra að hefja leik en á þeim sem höfðu mest upp úr samfélagsmiðlastörfum sínum. Með útgáfu tekjublaðanna í haust varð ljóst að áhrifamesti áhrifavaldurinn, í krónum talið í það minnsta, var Snorri Rafnsson eða veiðimaðurinn Vargurinn. Hann var með næstum 1,5 milljónir króna í tekjur á mánuði samkvæmt tekjublöðunum, sem lesendur Vísis lásu spjaldanna á milli, en þar var litið til útvarsskyldra tekna árið 2018. Í níunda sæti listans yfir tekjuhæstu áhrifastjörnurnar var Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör. Tekjur hans voru sagðar nema um 370 þúsund krónum á mánuði - sem er álíka mikið og hann fékk fyrir að ganga í skræpóttri peysu eitt síðsumarkvöld. „Klárlega besta markaðsstönt ársins,“ eins og álitsgjafi komst að orði um gulu og grænu Olíspeysuna sem Herrann skartaði í Garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt. Fyrir það tók hann 300 þúsund og sé litið til áhuga á tónleikunum og uppátæki rapparans virðist Olís hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Það ætti þó ekki að koma lesendum á óvart að Hnetusmjörið rukki vel fyrir „plöggið“ enda „setur hann orkudrykk á Instagram og tekur 100 þúsund fyrir það,“ eins og skáldið orti. Það er þó ekki tekið út með sældinni að vera áhrifavaldur, að mati áhrifavalda. Fyrirtæki drekkja þér í hvers kyns varningi; íþróttafötum, snyrtivörum eða Grammvænum kökum, þannig að það verður vart þverfótað í edikfægðri íbúðinni. „Hvernig í ósköpunum á að ég færa gefins kassa af Nocco inn í skattframtalið?“ spurðu stjörnurnar sig og Ríkisskattstjóri svaraði. Í annað sinn á rúmu ári ráku áhrifavaldar sig á það að samstarf er ekkert grín. Ef það er ekki stundað samkvæmt þessum reglum hér er Neytendastofu að mæta. Í fyrra fengu Fanney Ingvarsdóttir og Svana Lovísa Kristjánsdóttir á baukinni, í ár voru það Sólrún Diego og Tinna Alavis. Allar þóttu þær fara á svig við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með færslum sínum, sem sagðar voru duldar auglýsingar. Haldi þær áfram að bjóða fylgjendum sínum upp á slíkt geta þær átt von á sektum. Ekki vænkaðist hagur áhrifavalda þegar ein helsta tekjulind þeirra, áningarstaðurinn Þrastalundur í Grímsnesi, skipti um eigendur í upphafi árs. Með nýjum eigendum fylgdu nýjar áherslur; nýr matseðlill, lægra vöruverð og engir áhrifavaldar. Myndum af brönsborðandi samfélagsmiðlastjörnum, horfandi munúðarfullum augum yfir Sogið, hefur því fækkað hraðar en auglýsingum Íslandsbanka í karllægum fjölmiðlum. Höfuðstöðvar Íslandsbanka, sem standa við stærsta reðurtákn landsins.Vísir/vilhelm Kall tímans Það er ekki hægt að skauta yfir viðskiptaárið án þess að drepa stuttlega á þessu óvæntasta fjaðrafoki ársins. „[V]ið forðumst að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylla herbergið aðeins af karlmönnum,“ skrifaði samskiptastjóri bankans í stuttum pistli á Vísi, Vísir fylgdi því eftir með viðtali við samskiptastjórann og fjandinn var laus. Samfélagsmiðlar loguðu og fjölmiðlar voru undirlagðir fréttum af nýrri innkaupastefnu Íslandsbanka - í svona viku, áður en allir fóru að einbeita sér að öðru. Rétt á meðan stormurinn stóð yfir voru karlmenn þó yfirlýsingaglaðir. Sniðganga, öfgafemínismi og „ætlar Íslandsbanki þá að hætta að þjónusta útgerðarfélög og dekkjaverkstæði?“ var fyrirferðamikið á kaffistofum landsins. Ráðherrar og þingmenn blönduðu sér í málið; þótti þetta ýmist hræsni eða hetjudáð. Fjármálaráðherra þótti útspilið umhugsunarvert. „Ef menn ætla að gera það [jafnrétti] að aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðin tvískinnungur í því að ætla að gera það bara á útgjaldahliðinni en ekki tekjuhliðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson úr pontu Alþingis. Ekki er að sjá að Íslandsbanki hafi tekið orð fjármálaráðherra til sín eða að nokkur hafi skaðast vegna þessa meinta karlhaturs bankans.Hér að neðan má svo sjá hluta af þeim fréttum sem fönguðu hvað mesta athygli lesenda á síðasta ári, sem ekki hefur enn tekist að drepa á í þessari stuttu yfirferð.
Fréttir ársins 2019 Tengdar fréttir Kona innkölluð vegna heilabilunar BL Hyundai, sem starfrækir verslun í Kauptúni í Garðabæ, mun þurfa að innkalla 66 bifreiðar af gerðinni KONA EV. 11. janúar 2019 10:10 Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08 Fengu uppsagnarbréf með páskaegginu frá Bernhard Meirihluta starfsmanna Bernhard ehf. var sagt upp í liðinni viku í tengslum við kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard sem fer með Honda umboðið á Íslandi. 23. apríl 2019 15:25 KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00 Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. 18. febrúar 2019 23:15 „Viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi“ Friðrik Atli Guðmundsson, umsjónarmaður Hluthafa.com, segir undirbúning Hluthafa.com hafa staðið yfir í rúma viku. 15. apríl 2019 10:27 Fékk sex milljarða kröfu vegna bílaláns Hákoni Erni Bergmann brá nokkuð í brún þegar honum barst rúmlega sex milljarða krafa frá Arion banka fyrr í vikunni. 12. apríl 2019 12:08 Lykilbragðefni Bláa Opalsins finnst ekki Þrátt fyrir viðamiklar umleitanir eru aðstandendur Nóa Siríus svartsýnir á að Blár Opal fari aftur í framleiðslu hjá sælgætisfyrirtækinu. 13. febrúar 2019 11:30 Var látin hugleiða í miðju atvinnuviðtali Kristín Hrefna Halldórsdóttir hefur verið í tæknigeiranum síðustu ár og segir að konur þurfi meira að sanna sig þar heldur en karlar. 27. október 2019 07:00 Þórarinn opnar veitingastað Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. 10. október 2019 10:30 Segist ekki hafa þekkt dóttur ráðherra þegar hann var skipaður stjórnarformaður Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. 27. júní 2019 12:15 Brá þegar hann áttaði sig á mistökum ASÍ Mistök við verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ urðu þess valdandi að vefverslunin Boxið.is var sögð dýrasta matvöruverslunin á netinu, sem reyndist ekki rétt. 24. október 2019 20:50 Ráðleggur Íslendingum að fara varlega í fasteignakaupum á Spáni Ómar Sigurðsson, skipstjóri, ráðleggur Íslendingum að fara varlega ætli fólk að kaupa sér fasteign á Spáni. Að ýmsu sé að hyggja og helst þurfi maður að eiga að lágmarki 60 prósent af eigin fé ætli maður sér að kaupa húsnæði á Spáni. 19. júní 2019 08:30 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Kona innkölluð vegna heilabilunar BL Hyundai, sem starfrækir verslun í Kauptúni í Garðabæ, mun þurfa að innkalla 66 bifreiðar af gerðinni KONA EV. 11. janúar 2019 10:10
Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08
Fengu uppsagnarbréf með páskaegginu frá Bernhard Meirihluta starfsmanna Bernhard ehf. var sagt upp í liðinni viku í tengslum við kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard sem fer með Honda umboðið á Íslandi. 23. apríl 2019 15:25
KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00
Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. 18. febrúar 2019 23:15
„Viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi“ Friðrik Atli Guðmundsson, umsjónarmaður Hluthafa.com, segir undirbúning Hluthafa.com hafa staðið yfir í rúma viku. 15. apríl 2019 10:27
Fékk sex milljarða kröfu vegna bílaláns Hákoni Erni Bergmann brá nokkuð í brún þegar honum barst rúmlega sex milljarða krafa frá Arion banka fyrr í vikunni. 12. apríl 2019 12:08
Lykilbragðefni Bláa Opalsins finnst ekki Þrátt fyrir viðamiklar umleitanir eru aðstandendur Nóa Siríus svartsýnir á að Blár Opal fari aftur í framleiðslu hjá sælgætisfyrirtækinu. 13. febrúar 2019 11:30
Var látin hugleiða í miðju atvinnuviðtali Kristín Hrefna Halldórsdóttir hefur verið í tæknigeiranum síðustu ár og segir að konur þurfi meira að sanna sig þar heldur en karlar. 27. október 2019 07:00
Þórarinn opnar veitingastað Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. 10. október 2019 10:30
Segist ekki hafa þekkt dóttur ráðherra þegar hann var skipaður stjórnarformaður Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. 27. júní 2019 12:15
Brá þegar hann áttaði sig á mistökum ASÍ Mistök við verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ urðu þess valdandi að vefverslunin Boxið.is var sögð dýrasta matvöruverslunin á netinu, sem reyndist ekki rétt. 24. október 2019 20:50
Ráðleggur Íslendingum að fara varlega í fasteignakaupum á Spáni Ómar Sigurðsson, skipstjóri, ráðleggur Íslendingum að fara varlega ætli fólk að kaupa sér fasteign á Spáni. Að ýmsu sé að hyggja og helst þurfi maður að eiga að lágmarki 60 prósent af eigin fé ætli maður sér að kaupa húsnæði á Spáni. 19. júní 2019 08:30