Norskri konu vísað frá Indlandi vegna mótmæla Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 14:41 Nýju lögunum um ríkisborgararétt hefur verið mótmælt harðlega á Indlandi. Vísir/EPA Indversk yfirvöld hafa skipað norskri ferðakonu að yfirgefa landið vegna þess að hún tók þátt í mótmælum gegn nýrra og umdeildra laga um ríkisborgararétt. Konan segir að lögreglumenn hafi fullvissað hana um að henni væri frjálst að taka þátt í mótmælunum. Janne-Mette Johansson, sem er 71 árs gömul, birti mynd og stöðuuppfærslu á samfélagsmiðli um mótmæli í borginni Kochi á Þorláksmessu. Á myndinni sást hún með mótmælaspjald og í stöðuuppfærslunni sagði hún að mótmælendur segðu „það sem þarf að segja“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld segja að með þessu hafi Johansson brotið gegn skilmálum landvistarleyfis hennar. Það heimili henni ekki að taka þátt í mótmælum. Johansson sagði við Times of India að hún hefði spurt lögreglumenn hvort hún mætti taka þátt í mótmælunum áður en hún slóst í hópinn. Þýskum skiptinema var einnig vísað úr landi fyrir að taka þátt í tveimur mótmælaaðgerðum gegn borgaralögunum í vikunni. Stjórnarandstæðingar segja að brottvísanirnar setji blett á orðspor Indlands sem umburðarlynds lýðræðisríkis. Lögin umdeildu voru samþykkt 11. desember. Andmælendur þeirra segja að þau mismuni múslimum. Þau auðvelda fólki sem tilheyrir minnihlutahópum frá nágrannaríkjum Indlands, Afganistan, Pakistan og Bangladess þar sem múslimar eru í meirihluta og settist að á Indlandi fyrir árið 2015 að fá ríkisborgararétt þar. Þetta telja gagnrýnendur laganna brjóta gegn stjórnarskrá Indlands um mismunun á grundvelli trúarbragða. Að minnsta kosti 25 manns hafa látið lífið í mótmælunum gegn lögunum fram að þessu. Indland Noregur Tengdar fréttir Harðnandi mótmæli á Indlandi Mikill fjöldi Indverja hefur mótmælt af krafti síðustu daga eftir að þingið samþykkti umdeilt frumvarp um ríkisborgararétt fyrir innflytjendur aðra en múslima. Forsætisráðherrann segir málið snúast um að skýla ofsóttum. 16. desember 2019 18:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Indversk yfirvöld hafa skipað norskri ferðakonu að yfirgefa landið vegna þess að hún tók þátt í mótmælum gegn nýrra og umdeildra laga um ríkisborgararétt. Konan segir að lögreglumenn hafi fullvissað hana um að henni væri frjálst að taka þátt í mótmælunum. Janne-Mette Johansson, sem er 71 árs gömul, birti mynd og stöðuuppfærslu á samfélagsmiðli um mótmæli í borginni Kochi á Þorláksmessu. Á myndinni sást hún með mótmælaspjald og í stöðuuppfærslunni sagði hún að mótmælendur segðu „það sem þarf að segja“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld segja að með þessu hafi Johansson brotið gegn skilmálum landvistarleyfis hennar. Það heimili henni ekki að taka þátt í mótmælum. Johansson sagði við Times of India að hún hefði spurt lögreglumenn hvort hún mætti taka þátt í mótmælunum áður en hún slóst í hópinn. Þýskum skiptinema var einnig vísað úr landi fyrir að taka þátt í tveimur mótmælaaðgerðum gegn borgaralögunum í vikunni. Stjórnarandstæðingar segja að brottvísanirnar setji blett á orðspor Indlands sem umburðarlynds lýðræðisríkis. Lögin umdeildu voru samþykkt 11. desember. Andmælendur þeirra segja að þau mismuni múslimum. Þau auðvelda fólki sem tilheyrir minnihlutahópum frá nágrannaríkjum Indlands, Afganistan, Pakistan og Bangladess þar sem múslimar eru í meirihluta og settist að á Indlandi fyrir árið 2015 að fá ríkisborgararétt þar. Þetta telja gagnrýnendur laganna brjóta gegn stjórnarskrá Indlands um mismunun á grundvelli trúarbragða. Að minnsta kosti 25 manns hafa látið lífið í mótmælunum gegn lögunum fram að þessu.
Indland Noregur Tengdar fréttir Harðnandi mótmæli á Indlandi Mikill fjöldi Indverja hefur mótmælt af krafti síðustu daga eftir að þingið samþykkti umdeilt frumvarp um ríkisborgararétt fyrir innflytjendur aðra en múslima. Forsætisráðherrann segir málið snúast um að skýla ofsóttum. 16. desember 2019 18:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Harðnandi mótmæli á Indlandi Mikill fjöldi Indverja hefur mótmælt af krafti síðustu daga eftir að þingið samþykkti umdeilt frumvarp um ríkisborgararétt fyrir innflytjendur aðra en múslima. Forsætisráðherrann segir málið snúast um að skýla ofsóttum. 16. desember 2019 18:30