Norskri konu vísað frá Indlandi vegna mótmæla Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 14:41 Nýju lögunum um ríkisborgararétt hefur verið mótmælt harðlega á Indlandi. Vísir/EPA Indversk yfirvöld hafa skipað norskri ferðakonu að yfirgefa landið vegna þess að hún tók þátt í mótmælum gegn nýrra og umdeildra laga um ríkisborgararétt. Konan segir að lögreglumenn hafi fullvissað hana um að henni væri frjálst að taka þátt í mótmælunum. Janne-Mette Johansson, sem er 71 árs gömul, birti mynd og stöðuuppfærslu á samfélagsmiðli um mótmæli í borginni Kochi á Þorláksmessu. Á myndinni sást hún með mótmælaspjald og í stöðuuppfærslunni sagði hún að mótmælendur segðu „það sem þarf að segja“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld segja að með þessu hafi Johansson brotið gegn skilmálum landvistarleyfis hennar. Það heimili henni ekki að taka þátt í mótmælum. Johansson sagði við Times of India að hún hefði spurt lögreglumenn hvort hún mætti taka þátt í mótmælunum áður en hún slóst í hópinn. Þýskum skiptinema var einnig vísað úr landi fyrir að taka þátt í tveimur mótmælaaðgerðum gegn borgaralögunum í vikunni. Stjórnarandstæðingar segja að brottvísanirnar setji blett á orðspor Indlands sem umburðarlynds lýðræðisríkis. Lögin umdeildu voru samþykkt 11. desember. Andmælendur þeirra segja að þau mismuni múslimum. Þau auðvelda fólki sem tilheyrir minnihlutahópum frá nágrannaríkjum Indlands, Afganistan, Pakistan og Bangladess þar sem múslimar eru í meirihluta og settist að á Indlandi fyrir árið 2015 að fá ríkisborgararétt þar. Þetta telja gagnrýnendur laganna brjóta gegn stjórnarskrá Indlands um mismunun á grundvelli trúarbragða. Að minnsta kosti 25 manns hafa látið lífið í mótmælunum gegn lögunum fram að þessu. Indland Noregur Tengdar fréttir Harðnandi mótmæli á Indlandi Mikill fjöldi Indverja hefur mótmælt af krafti síðustu daga eftir að þingið samþykkti umdeilt frumvarp um ríkisborgararétt fyrir innflytjendur aðra en múslima. Forsætisráðherrann segir málið snúast um að skýla ofsóttum. 16. desember 2019 18:30 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Indversk yfirvöld hafa skipað norskri ferðakonu að yfirgefa landið vegna þess að hún tók þátt í mótmælum gegn nýrra og umdeildra laga um ríkisborgararétt. Konan segir að lögreglumenn hafi fullvissað hana um að henni væri frjálst að taka þátt í mótmælunum. Janne-Mette Johansson, sem er 71 árs gömul, birti mynd og stöðuuppfærslu á samfélagsmiðli um mótmæli í borginni Kochi á Þorláksmessu. Á myndinni sást hún með mótmælaspjald og í stöðuuppfærslunni sagði hún að mótmælendur segðu „það sem þarf að segja“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld segja að með þessu hafi Johansson brotið gegn skilmálum landvistarleyfis hennar. Það heimili henni ekki að taka þátt í mótmælum. Johansson sagði við Times of India að hún hefði spurt lögreglumenn hvort hún mætti taka þátt í mótmælunum áður en hún slóst í hópinn. Þýskum skiptinema var einnig vísað úr landi fyrir að taka þátt í tveimur mótmælaaðgerðum gegn borgaralögunum í vikunni. Stjórnarandstæðingar segja að brottvísanirnar setji blett á orðspor Indlands sem umburðarlynds lýðræðisríkis. Lögin umdeildu voru samþykkt 11. desember. Andmælendur þeirra segja að þau mismuni múslimum. Þau auðvelda fólki sem tilheyrir minnihlutahópum frá nágrannaríkjum Indlands, Afganistan, Pakistan og Bangladess þar sem múslimar eru í meirihluta og settist að á Indlandi fyrir árið 2015 að fá ríkisborgararétt þar. Þetta telja gagnrýnendur laganna brjóta gegn stjórnarskrá Indlands um mismunun á grundvelli trúarbragða. Að minnsta kosti 25 manns hafa látið lífið í mótmælunum gegn lögunum fram að þessu.
Indland Noregur Tengdar fréttir Harðnandi mótmæli á Indlandi Mikill fjöldi Indverja hefur mótmælt af krafti síðustu daga eftir að þingið samþykkti umdeilt frumvarp um ríkisborgararétt fyrir innflytjendur aðra en múslima. Forsætisráðherrann segir málið snúast um að skýla ofsóttum. 16. desember 2019 18:30 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Harðnandi mótmæli á Indlandi Mikill fjöldi Indverja hefur mótmælt af krafti síðustu daga eftir að þingið samþykkti umdeilt frumvarp um ríkisborgararétt fyrir innflytjendur aðra en múslima. Forsætisráðherrann segir málið snúast um að skýla ofsóttum. 16. desember 2019 18:30