Danir fá góðar fréttir af Lasse Svan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 18:45 Lasse Svan Hansen fagnar marki með danska landsliðinu. Getty/Jan Christensen Ellefu af nítján leikmönnum í danska landsliðshópnum í handbolta spila með liðum í Þýskalandi. Danir verða mótherjar Íslendinga í fyrsta leiknum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta í Malmö 11. janúar. Evrópumótið fer núna fram í 14. sinn. Í fyrsta sinn verður keppnin haldin í þremur löndum (Austurríki, Noregi og Svíþjóð) og í fyrsta skiptið verða keppnisliðin 24. Líkt og Guðmundur Guðmundsson er Nikolaj Jakobsen þjálfari Dana búinn að velja 19 manna hóp en Danir fara með 18 leikmenn til Malmö. Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen meiddist með SG Flensburg-Handewit gegn Ludswigshaven í þýsku Bundesligunni 19. desember og lék ekki síðustu tvo leiki þýska liðsins. Í samtali við Flensburg Avis segist Lasse Svan á góðum batavegi og gerir ráð fyrir því að hann geti spilað á EM. Landsliðsþjálfararnir eru búnir að tilkynna til evrópska handknattleikssambandins nöfn þeirra 28 leikmanna sem geta spilað í keppninni. Sú breyting er einnig á keppninni núna að leyft er að gera fleiri breytingar en áður. Þjálfarnir geta skipt út tveimur leikmönnum í riðlakeppni, tveimur í milliriðlum og einni tveimur leikmönnum úrslitahelgina. Danir koma saman til æfinga á morgun en 11 þeirra sem eru í 19 manna hópnum spila með liðum í Þýskalandi. Átta leikir verða í síðustu umferðinni fyrir EM fríið í Bundesligunni á sunnudag. Danir hafa unnið Evrópumeistaratitilinn tvisvar (2008 og 2012), silfurverðlaun (2014) og þrenn bronsverðlaun (2002, 2004 og 2006).EM hópur DanaMarkverðir Niklas Landin (THW Kiel) Jannick Green (SC Magdeburg)Hornamenn: Magnus Landin (THW Kiel) Magnus Bramming (TTH Holstebro) Lasse Svan Hansen (Flensburg-Handewitt) Hans Lindberg (Füchse Berlin)Línumenn: René Toft Hansen (S.L. Benfica) Magnus Saugstrup (Aalborg Håndbold) Anders Zachariassen (Flensburg-Handewitt)Skyttur og leikstjórnendur Niclas Kirkeløkke (Rhein-Neckar Löwen) Mikkel Hansen (PSG Paris) Henrik Møllgaard (Aalborg Håndbold) Mads Mensah Larsen (Rhein-Neckar Löwen) Rasmus Lauge (Vészprem KC) Morten Olsen (TSV Hannover-Burgdorf) Jacob Holm (Füchse Berlin) Michael Damgaard (SC Magdeburg) Lasse Andersson (FC Barcelona) Nikolaj Øris (Bjerringbro-Silkeborg) EM 2020 í handbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
Ellefu af nítján leikmönnum í danska landsliðshópnum í handbolta spila með liðum í Þýskalandi. Danir verða mótherjar Íslendinga í fyrsta leiknum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta í Malmö 11. janúar. Evrópumótið fer núna fram í 14. sinn. Í fyrsta sinn verður keppnin haldin í þremur löndum (Austurríki, Noregi og Svíþjóð) og í fyrsta skiptið verða keppnisliðin 24. Líkt og Guðmundur Guðmundsson er Nikolaj Jakobsen þjálfari Dana búinn að velja 19 manna hóp en Danir fara með 18 leikmenn til Malmö. Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen meiddist með SG Flensburg-Handewit gegn Ludswigshaven í þýsku Bundesligunni 19. desember og lék ekki síðustu tvo leiki þýska liðsins. Í samtali við Flensburg Avis segist Lasse Svan á góðum batavegi og gerir ráð fyrir því að hann geti spilað á EM. Landsliðsþjálfararnir eru búnir að tilkynna til evrópska handknattleikssambandins nöfn þeirra 28 leikmanna sem geta spilað í keppninni. Sú breyting er einnig á keppninni núna að leyft er að gera fleiri breytingar en áður. Þjálfarnir geta skipt út tveimur leikmönnum í riðlakeppni, tveimur í milliriðlum og einni tveimur leikmönnum úrslitahelgina. Danir koma saman til æfinga á morgun en 11 þeirra sem eru í 19 manna hópnum spila með liðum í Þýskalandi. Átta leikir verða í síðustu umferðinni fyrir EM fríið í Bundesligunni á sunnudag. Danir hafa unnið Evrópumeistaratitilinn tvisvar (2008 og 2012), silfurverðlaun (2014) og þrenn bronsverðlaun (2002, 2004 og 2006).EM hópur DanaMarkverðir Niklas Landin (THW Kiel) Jannick Green (SC Magdeburg)Hornamenn: Magnus Landin (THW Kiel) Magnus Bramming (TTH Holstebro) Lasse Svan Hansen (Flensburg-Handewitt) Hans Lindberg (Füchse Berlin)Línumenn: René Toft Hansen (S.L. Benfica) Magnus Saugstrup (Aalborg Håndbold) Anders Zachariassen (Flensburg-Handewitt)Skyttur og leikstjórnendur Niclas Kirkeløkke (Rhein-Neckar Löwen) Mikkel Hansen (PSG Paris) Henrik Møllgaard (Aalborg Håndbold) Mads Mensah Larsen (Rhein-Neckar Löwen) Rasmus Lauge (Vészprem KC) Morten Olsen (TSV Hannover-Burgdorf) Jacob Holm (Füchse Berlin) Michael Damgaard (SC Magdeburg) Lasse Andersson (FC Barcelona) Nikolaj Øris (Bjerringbro-Silkeborg)
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti