Messi hefur verið að skoða hreyfingar markvarða með góðum árangri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 13:30 Lionel Messi stillir boltanum upp fyrir eina af aukaspyrnum sínum á leiktíðinni. Getty/Tim Clayton Lionel Messi hefur raðað inn mörkum úr aukaspyrnum á þessu tímabili. Messi hefur oft verið góður í slíkum spyrnum en í vetur hefur hann skipt yfir í annan gír. Leyndarmál Messi er að hann gerði meira en að æfa sjálfar aukaspyrnurnar. Lionel Messi skoraði 6 mörk úr 41 aukaspyrnu á síðasta tímabili en er þegar búinn að skora fjögur aukaspyrnumörk út tólf spyrnum í spænsku deildinni á þessu tímabili. Það efast enginn um að náttúrulegir hæfileikar Messi hafi mest um þetta að segja en þegar þetta skoðað aðeins betur kemur í ljós að Messi vinnur líka heimavinnuna sína. Messi says studying GK movement has lead to his recent set-piece successhttps://t.co/EuwndVhgcR— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) December 26, 2019 „Undanfarið þá hef ég verið að skoða hreyfingar markvarða betur og þá sérstaklega í aukaspyrnum. Ég hef verið að skoða hvort þeir hreyfa sig fyrir spyrnuna eða ekki en líka hvernig þeir staðsetja sig og vegginn,“ sagði Lione Messi í viðtali við LaLiga í tilefni af 90 ára afmæli deildarinnar. „Það er rétt að ég er að skoða þetta meira en áður. Allt snýst þetta þó um vinnusemi og æfingar. Ég hef verið að bæta mínar spyrnur með meiri æfingu,“ sagði Messi. Messi er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi með 432 mörk. „Það er mjög sérstækt fyrir mig að vera markahæsti leikmaður sögunnar. Ef ég segi alveg eins og er þá er það líklega besta metið sem ég á,“ sagði Messi. „Í hvert skiptið sem ég fer út á völlinn í dag þá hugsa ég minna um mörk og meira um leikinn sjálfan,“ sagði Messi sem viðurkennir smá erfiðleika í byrjun ferilsins. „Fyrstu árin þá var það erfitt fyrir mig að skora mörk. Annaðhvort klikkaði ég á færum eða að heppnin var ekki með mér,“ sagði Messi og rifjar upp að Samuel Eto'o hafi þá stappað stálinu í hann. Samuel Eto'o spáði því að flóðgáturnar myndu opnast: „Af því að þú ert að fá fullt af færum sem þú ert ekki að klára,“ segir Messi að Eto'o hafi sagt við sig. „Einn dag fór þetta að smella hjá mér og boltinn fór að fara í markið,“ sagði Messi og það er óhætt að segja að hann hafi hætt að skora síðan. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Lionel Messi hefur raðað inn mörkum úr aukaspyrnum á þessu tímabili. Messi hefur oft verið góður í slíkum spyrnum en í vetur hefur hann skipt yfir í annan gír. Leyndarmál Messi er að hann gerði meira en að æfa sjálfar aukaspyrnurnar. Lionel Messi skoraði 6 mörk úr 41 aukaspyrnu á síðasta tímabili en er þegar búinn að skora fjögur aukaspyrnumörk út tólf spyrnum í spænsku deildinni á þessu tímabili. Það efast enginn um að náttúrulegir hæfileikar Messi hafi mest um þetta að segja en þegar þetta skoðað aðeins betur kemur í ljós að Messi vinnur líka heimavinnuna sína. Messi says studying GK movement has lead to his recent set-piece successhttps://t.co/EuwndVhgcR— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) December 26, 2019 „Undanfarið þá hef ég verið að skoða hreyfingar markvarða betur og þá sérstaklega í aukaspyrnum. Ég hef verið að skoða hvort þeir hreyfa sig fyrir spyrnuna eða ekki en líka hvernig þeir staðsetja sig og vegginn,“ sagði Lione Messi í viðtali við LaLiga í tilefni af 90 ára afmæli deildarinnar. „Það er rétt að ég er að skoða þetta meira en áður. Allt snýst þetta þó um vinnusemi og æfingar. Ég hef verið að bæta mínar spyrnur með meiri æfingu,“ sagði Messi. Messi er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi með 432 mörk. „Það er mjög sérstækt fyrir mig að vera markahæsti leikmaður sögunnar. Ef ég segi alveg eins og er þá er það líklega besta metið sem ég á,“ sagði Messi. „Í hvert skiptið sem ég fer út á völlinn í dag þá hugsa ég minna um mörk og meira um leikinn sjálfan,“ sagði Messi sem viðurkennir smá erfiðleika í byrjun ferilsins. „Fyrstu árin þá var það erfitt fyrir mig að skora mörk. Annaðhvort klikkaði ég á færum eða að heppnin var ekki með mér,“ sagði Messi og rifjar upp að Samuel Eto'o hafi þá stappað stálinu í hann. Samuel Eto'o spáði því að flóðgáturnar myndu opnast: „Af því að þú ert að fá fullt af færum sem þú ert ekki að klára,“ segir Messi að Eto'o hafi sagt við sig. „Einn dag fór þetta að smella hjá mér og boltinn fór að fara í markið,“ sagði Messi og það er óhætt að segja að hann hafi hætt að skora síðan.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira