Óttuðust hefndaraðgerðir eftir að þeir sökuðu yfirmann þeirra um stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 09:47 Edward Gallagher eftir að hann var sýknaður af flestum ákærunum. Vísir/Getty Bandarískir sérsveitarmenn sem tilheyrir hinum víðfrægu Selum sjóhers Bandaríkjanna (Navy Seals) voru mjög stressaðir þegar þeir sökuðu Edward Gallagher, yfirmann þeirra, um morð og stríðsglæpi. Einhverjir þeirra brustu í grát. Meðal annars sögðu þeir Gallagher vera „illan“ og „eitraðan“. Einn sagði ljóst að Gallagher væri alveg sama þó hann dræpi allt sem hreyfðist. Gallagher var ákærður fyrir að myrða almenna borgara og særðan táning sem barðist fyrir Íslamska ríkið. Undirmenn Gallagher sögðu hann ítrekað hafa skotið á almenna borgara úr leyni og að hann hafi stungið táninginn, sem var særður og í haldi, ítrekað og stærði hann sig af því í smáskilaboðum eftirá. Þar að auki stillti hann sveit sinni upp við lík táningsins og lét taka mynd af hópnum. Einhverjir í hópnum sögðust sannfærðir um að Gallagher hefði sent þá sérstaklega til þess að láta ISIS-liða skjóta á þá svo hann gæti séð hvar þeir væru. Hann hafi sömuleiðis staðið í þeirri trú að mannfall í sveit hans myndi auka líkurnar á því að hann fengi orðu. Hann neitaði öllum ásökununum og sagði undirmenn sína hafa sakað sig um glæpi vegna þess að þeir hafi viljað losna við Gallagher sem yfirmann, því hann krafðist svo mikils af þeim. Af 22 meðlimum sveitarinnar báru sjö vitni gegn Gallagher og sögðu hann hafa framið stríðsglæpi. Tveir sögðust ekki hafa orðið vitni af glæpum og allir hinir neituðu alfarið að tala við rannsakendur. Eitt vitni breytti sögu sinni í miðjum réttarhöldunum. Gallagher var sýknaður af öllum ákærunum nema einni, sem sneri að áðurnefndri myndatöku. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann þó og skipaði yfirmönnum sjóhersins að fella Gallagher ekki niður um tign eins og til stóð. Því gat Gallagher sest í helgan stein með full eftirlaun.Sjá einnig: Trump náðar hermenn sakaða um og dæmda fyrir stríðsglæpiBlaðamenn New York Times hafa komið höndum yfir upptökur af vitnaleiðslum hermannanna sem lögðu fram ásakanirnar gegn Gallagher en þeir hafa aldrei tjáð sig opinberlega um málið.Í yfirlýsingu til NYT segir Gallagher að honum hafi verið brugðið og hann hafi fyllst viðbjóði þegar hann sá upptökurnar af mönnunum ræða við rannsakendur. Þeir hafi logið um hann en hann hafi fljótt áttað sig á því að það væri vegna þess að þeir væru hræddir um að sannleikurinn um heigulshátt þeirra í Írak kæmi í ljós. Óttuðust hefndaraðgerðir Með því að saka Gallagher um glæpi voru þeir að fara gegn óskrifuðum reglum Selanna og skilaboð þeirra á milli sýna að þeir óttuðust hefndaraðgerðir.Skilaboðin sýna þó ekki að þeir hafi samræmt sögur sínar, eins og Gallagher hefur haldið fram. „Segið sannleikann, ekki ljúga eða ýkja,“ sagði einn þeirra. „Þannig getur hann ekki sakað okkur um rógburð.“ Menn í hópnum lýstu yfir áhyggjum yfir því hverjar afleiðingarnar yrðu af því að saka yfirmann þeirra um glæpi. „Það er þeirra ákvörðun. Við þurfum bara að gefa þeim sannleikann,“ sagði einn. Þeir sögðu rannsakendum sömuleiðis að þeir hafi ítrekað reynt að vekja athygli á hegðun Gallagher en hann hafi verið vinsæll meðal yfirmanna sinna. Það var ekki fyrr en þeir fóru beint til rannsóknardeildar sjóhersins (NCIS) sem hlustað var á þá. Frá því að Gallagher var sýknaður hefur hann ítrekað veist að þeim sem sökuðu hann um glæpi. Það hefur hann gert á samfélagsmiðlum og á Fox News þar sem hann hefur verið tíður gestur. Gallagher hefur tekið einn þeirra fyrir sérstaklega en sá brast í grát þegar hann var að ræða við rannsakendur. Gallagher og eiginkona hans fóru nýverið á fund Trump. Þar gaf hann forsetanum ISIS-fána sem hann á að hafa fundið í Mosul í Írak. Bandaríkin Donald Trump Írak Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Bandarískir sérsveitarmenn sem tilheyrir hinum víðfrægu Selum sjóhers Bandaríkjanna (Navy Seals) voru mjög stressaðir þegar þeir sökuðu Edward Gallagher, yfirmann þeirra, um morð og stríðsglæpi. Einhverjir þeirra brustu í grát. Meðal annars sögðu þeir Gallagher vera „illan“ og „eitraðan“. Einn sagði ljóst að Gallagher væri alveg sama þó hann dræpi allt sem hreyfðist. Gallagher var ákærður fyrir að myrða almenna borgara og særðan táning sem barðist fyrir Íslamska ríkið. Undirmenn Gallagher sögðu hann ítrekað hafa skotið á almenna borgara úr leyni og að hann hafi stungið táninginn, sem var særður og í haldi, ítrekað og stærði hann sig af því í smáskilaboðum eftirá. Þar að auki stillti hann sveit sinni upp við lík táningsins og lét taka mynd af hópnum. Einhverjir í hópnum sögðust sannfærðir um að Gallagher hefði sent þá sérstaklega til þess að láta ISIS-liða skjóta á þá svo hann gæti séð hvar þeir væru. Hann hafi sömuleiðis staðið í þeirri trú að mannfall í sveit hans myndi auka líkurnar á því að hann fengi orðu. Hann neitaði öllum ásökununum og sagði undirmenn sína hafa sakað sig um glæpi vegna þess að þeir hafi viljað losna við Gallagher sem yfirmann, því hann krafðist svo mikils af þeim. Af 22 meðlimum sveitarinnar báru sjö vitni gegn Gallagher og sögðu hann hafa framið stríðsglæpi. Tveir sögðust ekki hafa orðið vitni af glæpum og allir hinir neituðu alfarið að tala við rannsakendur. Eitt vitni breytti sögu sinni í miðjum réttarhöldunum. Gallagher var sýknaður af öllum ákærunum nema einni, sem sneri að áðurnefndri myndatöku. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann þó og skipaði yfirmönnum sjóhersins að fella Gallagher ekki niður um tign eins og til stóð. Því gat Gallagher sest í helgan stein með full eftirlaun.Sjá einnig: Trump náðar hermenn sakaða um og dæmda fyrir stríðsglæpiBlaðamenn New York Times hafa komið höndum yfir upptökur af vitnaleiðslum hermannanna sem lögðu fram ásakanirnar gegn Gallagher en þeir hafa aldrei tjáð sig opinberlega um málið.Í yfirlýsingu til NYT segir Gallagher að honum hafi verið brugðið og hann hafi fyllst viðbjóði þegar hann sá upptökurnar af mönnunum ræða við rannsakendur. Þeir hafi logið um hann en hann hafi fljótt áttað sig á því að það væri vegna þess að þeir væru hræddir um að sannleikurinn um heigulshátt þeirra í Írak kæmi í ljós. Óttuðust hefndaraðgerðir Með því að saka Gallagher um glæpi voru þeir að fara gegn óskrifuðum reglum Selanna og skilaboð þeirra á milli sýna að þeir óttuðust hefndaraðgerðir.Skilaboðin sýna þó ekki að þeir hafi samræmt sögur sínar, eins og Gallagher hefur haldið fram. „Segið sannleikann, ekki ljúga eða ýkja,“ sagði einn þeirra. „Þannig getur hann ekki sakað okkur um rógburð.“ Menn í hópnum lýstu yfir áhyggjum yfir því hverjar afleiðingarnar yrðu af því að saka yfirmann þeirra um glæpi. „Það er þeirra ákvörðun. Við þurfum bara að gefa þeim sannleikann,“ sagði einn. Þeir sögðu rannsakendum sömuleiðis að þeir hafi ítrekað reynt að vekja athygli á hegðun Gallagher en hann hafi verið vinsæll meðal yfirmanna sinna. Það var ekki fyrr en þeir fóru beint til rannsóknardeildar sjóhersins (NCIS) sem hlustað var á þá. Frá því að Gallagher var sýknaður hefur hann ítrekað veist að þeim sem sökuðu hann um glæpi. Það hefur hann gert á samfélagsmiðlum og á Fox News þar sem hann hefur verið tíður gestur. Gallagher hefur tekið einn þeirra fyrir sérstaklega en sá brast í grát þegar hann var að ræða við rannsakendur. Gallagher og eiginkona hans fóru nýverið á fund Trump. Þar gaf hann forsetanum ISIS-fána sem hann á að hafa fundið í Mosul í Írak.
Bandaríkin Donald Trump Írak Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira