Leiðrétting á tölfræði síðasta leiks færði einum leikmanni 122 milljóna bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 11:30 Markus Golden hefur verið besti varnarmaður New York Giants á leiktiðinni. Getty/Emilee Chinn Hver var að segja að tölfræðin skipti ekki máli? Bandaríski NFL-leikmaðurinn Markus Golden er örugglega ekki í þeim hópi. Markus Golden er leikmaður New York Giants liðsins í NFL-deildinni og hjálpaði sínu liði að vinna Washington Redskins um síðustu helgi. Golden er einn af þeim sem eltast við að riðla sóknarleik andstæðinga sinna með því að komast að leikstjórnanda hins liðsins. Leikstjórnendafellur eru því toppurinn hjá varnarmönnum eins og Markus Golden. Í leiknum á móti Washington Redskins þá náði Markus Golden til Dwayne Haskins, leikstjórnanda Washington Redskins liðsins, en tölfræðingar leiksins töldu að hann hefði fengið það mikla aðstoð frá félaga sínum að Golden var aðeins skráður með hálfa leikstjórnendafellu. Giants LB Markus Golden earned $1M after a half sack of Dwayne Haskins in Week 16 was changed to a full sack. It gave him 10 this season and triggered the lucrative incentive. pic.twitter.com/qiLvjBGftg— ESPN (@espn) December 26, 2019 Þegar farið var yfir tölfræðina nokkrum dögum seinna kom hið sanna í ljós og Markus Golden var skráður með fulla leikstjórnendafellu. Þetta hafði mikil og bein áhrif á bankareikning Golden því þetta þýddi að hann er nú kominn með tíu leikstjórnendafellur á leiktíðinni. Markus Golden gerði eins árs samning við New York Giants. Hann fékk 3,75 milljónir dollara í laun en að auki var hann með eina milljón í bónus ef hann myndi ná tíu leikstjórnendafellum á leiktíðinni. Þessi umrædda leiðrétting á tölfræði síðasta leiks færði honum því 122 milljóna bónus sem verður nú að teljast ágætis jólagjöf. Golden varð fyrsti leikmaður New York Giants í fimm ár til að ná tíu leikstjórnendafellum eða síðan Jason Pierre-Paul náði 12,5 árið 2014. NFL Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Hver var að segja að tölfræðin skipti ekki máli? Bandaríski NFL-leikmaðurinn Markus Golden er örugglega ekki í þeim hópi. Markus Golden er leikmaður New York Giants liðsins í NFL-deildinni og hjálpaði sínu liði að vinna Washington Redskins um síðustu helgi. Golden er einn af þeim sem eltast við að riðla sóknarleik andstæðinga sinna með því að komast að leikstjórnanda hins liðsins. Leikstjórnendafellur eru því toppurinn hjá varnarmönnum eins og Markus Golden. Í leiknum á móti Washington Redskins þá náði Markus Golden til Dwayne Haskins, leikstjórnanda Washington Redskins liðsins, en tölfræðingar leiksins töldu að hann hefði fengið það mikla aðstoð frá félaga sínum að Golden var aðeins skráður með hálfa leikstjórnendafellu. Giants LB Markus Golden earned $1M after a half sack of Dwayne Haskins in Week 16 was changed to a full sack. It gave him 10 this season and triggered the lucrative incentive. pic.twitter.com/qiLvjBGftg— ESPN (@espn) December 26, 2019 Þegar farið var yfir tölfræðina nokkrum dögum seinna kom hið sanna í ljós og Markus Golden var skráður með fulla leikstjórnendafellu. Þetta hafði mikil og bein áhrif á bankareikning Golden því þetta þýddi að hann er nú kominn með tíu leikstjórnendafellur á leiktíðinni. Markus Golden gerði eins árs samning við New York Giants. Hann fékk 3,75 milljónir dollara í laun en að auki var hann með eina milljón í bónus ef hann myndi ná tíu leikstjórnendafellum á leiktíðinni. Þessi umrædda leiðrétting á tölfræði síðasta leiks færði honum því 122 milljóna bónus sem verður nú að teljast ágætis jólagjöf. Golden varð fyrsti leikmaður New York Giants í fimm ár til að ná tíu leikstjórnendafellum eða síðan Jason Pierre-Paul náði 12,5 árið 2014.
NFL Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira