Glæsilegt jólahús á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. desember 2019 18:30 Umferðaröngþveiti er daglegt brauð við hús við Eyraveg á Selfossi því þar stoppar fólk til að skoða hvað húsið er fallega jólaskreytt og tekur ljósmyndir af því. Í húsinu býr fjölskylda frá Litháen, sem finnst fátt skemmtilegra en að skreyta yfir jólahátíðina. Húsið, sem um ræðir er fallegt tveggja hæða hús við Eyraveg þar sem umferð er mikil alla daga. Húsið er þakið jólaljósum og allskonar öðru jólaskrauti, sem vekur mikla athygli hjá þeim sem keyra þar eða ganga fram hjá. Arkitekt af jólaskreytingunum er Liuda Cernisoviene, alltaf kölluð Liuda. Hún talar hvorki íslensku né ensku, en það gera barnabörnin hennar, sem eru stolt af fallega jólahúsinu. „Amma mín, hún á þetta hús. Hún skreytir mikið fyrir jólin. Hún á kærasta, sem gerði þetta allt einn, amma hjálpaði smá. Þetta er mjög flott hjá þeim, enda sagði ég bara vó, þegar ég sá húsið. Amma elskar jólin“, segir Auguste Sachniukaite, sem er 12 ára. Rustatunnuskýlið er meira að segja jólaskreytt og kofinn út í garði. Þá eru jólasveinaföt til þerris á snúrunum á annari hæð. Það er líka töluvert skreyt inn í húsinu, jólasveinar hér og þar og aðrar fallegar jólaskreytingar. „Það eru margir bílar sem stoppa við húsið og fólk er að horfa og líka að aka myndir. Þegar við sitjum inn í sófanum þá sjáum við fólk taka myndir, við erum þá alltaf að reyna að fela okkur, það er ógeðslega gaman“, bætir Auguste við og hlær. Barnabörn Liudu, sem eru stolt af jólahúsi ömmu sinnar en þetta eru þau Auguste Sachniukaite, 12 ára og Neilas Sachniukas, níu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ekki er mikið um jólaskreytingar í Litháen, allavega ekki nærri því eins mikið og á Íslandi. Árborg Jól Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Umferðaröngþveiti er daglegt brauð við hús við Eyraveg á Selfossi því þar stoppar fólk til að skoða hvað húsið er fallega jólaskreytt og tekur ljósmyndir af því. Í húsinu býr fjölskylda frá Litháen, sem finnst fátt skemmtilegra en að skreyta yfir jólahátíðina. Húsið, sem um ræðir er fallegt tveggja hæða hús við Eyraveg þar sem umferð er mikil alla daga. Húsið er þakið jólaljósum og allskonar öðru jólaskrauti, sem vekur mikla athygli hjá þeim sem keyra þar eða ganga fram hjá. Arkitekt af jólaskreytingunum er Liuda Cernisoviene, alltaf kölluð Liuda. Hún talar hvorki íslensku né ensku, en það gera barnabörnin hennar, sem eru stolt af fallega jólahúsinu. „Amma mín, hún á þetta hús. Hún skreytir mikið fyrir jólin. Hún á kærasta, sem gerði þetta allt einn, amma hjálpaði smá. Þetta er mjög flott hjá þeim, enda sagði ég bara vó, þegar ég sá húsið. Amma elskar jólin“, segir Auguste Sachniukaite, sem er 12 ára. Rustatunnuskýlið er meira að segja jólaskreytt og kofinn út í garði. Þá eru jólasveinaföt til þerris á snúrunum á annari hæð. Það er líka töluvert skreyt inn í húsinu, jólasveinar hér og þar og aðrar fallegar jólaskreytingar. „Það eru margir bílar sem stoppa við húsið og fólk er að horfa og líka að aka myndir. Þegar við sitjum inn í sófanum þá sjáum við fólk taka myndir, við erum þá alltaf að reyna að fela okkur, það er ógeðslega gaman“, bætir Auguste við og hlær. Barnabörn Liudu, sem eru stolt af jólahúsi ömmu sinnar en þetta eru þau Auguste Sachniukaite, 12 ára og Neilas Sachniukas, níu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ekki er mikið um jólaskreytingar í Litháen, allavega ekki nærri því eins mikið og á Íslandi.
Árborg Jól Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira