Mismunur á aksturskostnaði þingmanna vekur upp spurningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. desember 2019 14:30 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. vísir/vilhelm Alþingi hefur birt tölur um aksturskostnað þingmanna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þar kemur fram að þingmenn hafa á tímabilinu fengið um 25 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturs. Á öllu árinu í fyrra nam kostnaðurinn um 30 milljónum króna. Níu landsbyggðarþingmenn taka um tvo þriðju hluta alls aksturskostnaðar, og eru greiðslur til þeirra á bilinu ein til þrjár og hálf milljónir króna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þar efstur á lista en næstur á eftir honum kemur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins með 2,3 milljónir króna. Báðir eru þeir úr Suðurkjördæmi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. „Það gefur tilefni til spurninga. Því tvímælalaust er ákveðinn kostnaður við að komast héðan og þaðan af landinu á þing og ekkert óeðlilega hár kostnaður í mörgum tilfellum. En þegar það er svona mikill munur á milli þingmanna frá sama svæði þá er kannski eðlilegt að það sé farið að spyrja spurninga,“ segir Björn Leví. Aksturskostnaður Ásmundar vakti athygli árið 2017 þegar hann nam alls 4,6 milljónum króna. Eftir það lagði hann einkabílnum og ferðast nú um á bílaleigubílum á kostnað þingsins. Í fyrra lækkaði kostnaðurinn niður í tvær og hálfa milljón króna en nú þegar einungis er litið til fyrstu tíu mánaða ársins nemur hann 3,5 milljónum króna og er því hið minnsta um að ræða 40% aukningu milli ára. Björn Leví telur að setja þurfi skýrari reglur þannig að rekja megi hvort ferðir séu vissulega vegna þingstarfa. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis í Bretlandi. „Það er eina leiðin til að það sé hægt að ganga á eftir því að einhver þingmaður mætti á fund sem var tvímælalaust vegna þingstarfa. Við höfum enga leið núna til að athuga hvort þingmaður rukkaði þingið fyrir þá fundarferð eða ekki. Við verðum að geta haft þann aðhaldsmöguleika.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Alþingi hefur birt tölur um aksturskostnað þingmanna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þar kemur fram að þingmenn hafa á tímabilinu fengið um 25 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturs. Á öllu árinu í fyrra nam kostnaðurinn um 30 milljónum króna. Níu landsbyggðarþingmenn taka um tvo þriðju hluta alls aksturskostnaðar, og eru greiðslur til þeirra á bilinu ein til þrjár og hálf milljónir króna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þar efstur á lista en næstur á eftir honum kemur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins með 2,3 milljónir króna. Báðir eru þeir úr Suðurkjördæmi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. „Það gefur tilefni til spurninga. Því tvímælalaust er ákveðinn kostnaður við að komast héðan og þaðan af landinu á þing og ekkert óeðlilega hár kostnaður í mörgum tilfellum. En þegar það er svona mikill munur á milli þingmanna frá sama svæði þá er kannski eðlilegt að það sé farið að spyrja spurninga,“ segir Björn Leví. Aksturskostnaður Ásmundar vakti athygli árið 2017 þegar hann nam alls 4,6 milljónum króna. Eftir það lagði hann einkabílnum og ferðast nú um á bílaleigubílum á kostnað þingsins. Í fyrra lækkaði kostnaðurinn niður í tvær og hálfa milljón króna en nú þegar einungis er litið til fyrstu tíu mánaða ársins nemur hann 3,5 milljónum króna og er því hið minnsta um að ræða 40% aukningu milli ára. Björn Leví telur að setja þurfi skýrari reglur þannig að rekja megi hvort ferðir séu vissulega vegna þingstarfa. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis í Bretlandi. „Það er eina leiðin til að það sé hægt að ganga á eftir því að einhver þingmaður mætti á fund sem var tvímælalaust vegna þingstarfa. Við höfum enga leið núna til að athuga hvort þingmaður rukkaði þingið fyrir þá fundarferð eða ekki. Við verðum að geta haft þann aðhaldsmöguleika.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05