Kúrekanir frá Dallas fóru langt með að klúðra endanlega tímabilinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 15:30 Dak Prescott og félagar í Dallas Cowboys geta ekki lengur treyst á sig sjálfa í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Getty/Corey Perrine Það stefnir í að Dallas Cowboys verði ekki með í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár eftir tap í gríðarlega mikilvægum leik á móti Philadelphia Eagles í gær. Baltimore Ravens hélt sigurgöngu sinni áfram sem og lið Kansas City Chiefs. Dallas Cowboys hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Eagles en nú er Philadelphia Eagles komið í lykilstöðu þar sem sigur á New York Giants á sunnudaginn mun tryggja Philadelphia liðinu sæti í úrslitakeppninni á kostnað Dallas Cowboys. Philadelphia Eagles vann 17-9 sigur á Dallas Cowboys en þau berjast um sæti í Austurriðli Þjóðardeildarinnar þar sem þarf mun minna til að komast í úrslitakeppnina en í hinum riðlum NFL-deildarinnar. FINAL: The @Eagles move into first place in the NFC East! #FlyEaglesFly#DALvsPHIpic.twitter.com/6J5HulK5JA— NFL (@NFL) December 23, 2019 Dallas Cowboys komst lítið áleiðis á móti sterkri vörn Eagles en Kúrekarnir hafa lent hvað eftir annað í vandræðum með betri lið deildarinnar en vinna síðan stórsigra inn á milli. Það er mikið látið með og fjallað um þetta lið. Það má búast við því að það verði hraunað vel yfir þjálfarann Jason Garrett og Dallas liðið í íþróttaþáttum vikunnar í Bandaríkjunum. Philadelphia Eagles er nú með átta sigra og sjö töp en Dallas Cowboys er með sjö sigra og átta töp. Dallas burstaði fyrri leikinn (37–10) og er því enn betri innbyrðis stöðu. Dallas þarf því að treysta á það að Philadelphia Eagles tapi lokaleiknum á móti New York Giants á sama tíma og Kúrekarnir vinna sinn leik sem er á heimavelli á móti Washington Redskins. Lamar's really out there playing Madden@Lj_era8@EAMaddenNFLpic.twitter.com/hWKVkuKEGZ— The Checkdown (@thecheckdown) December 22, 2019 Baltimore Ravens vann sinn ellefta leik í röð og tryggði sér um leið frí í fyrst umferð úrslitakeppninnar. Ravens liðið vann 31-15 sigur á Cleveland Browns og verður því á heimavelli fram að Super Bowl leiknum komist liðið svo langt. Kansas City Chiefs vann sinn fimmta leik í röð, nú 26-3 sigur á Chicago Bears, en Patrick Mahomes og félagar eiga því enn möguleika á að taka annað sætið af New England Patriots. Annað sætið gefur liði frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar alveg eins og það fyrsta. Það verður líka spilað upp á efstu sætin í Þjóðardeildinni í lokaumferðinni. New Orleans Saints og San Francisco 49ers eru bæði með tóplf sigra en Green Bay Packers og Seattle Seahawks hafa bæði unnið ellefu leiki. Green Bay Packers getur unnið sinn tólfta leik á móti Minnesota Vikings í nótt. Miles Sanders seals the game for the @Eagles! #FlyEaglesFly#DALvsPHIpic.twitter.com/jYq4qkFcfo— NFL (@NFL) December 23, 2019 Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Chicago Bears - Kansas City Chiefs 3-26 Philadelphia Eagles - Dallas Cowboys 17-9 Seattle Seahawks - Arizona Cardinals 13-27 Denver Broncos - Detroit Lions 27-17 Los Angeles Chargers - Oakland Raiders 17-24 Atlanta Falcons - Jacksonville Jaguars 24-12 Cleveland Browns - Baltimore Ravens 15-31 Indianapolis Colts - Carolina Panthers 38-6 Miami Dolphins - Cincinnati Bengals 38-35 (35-35) New York Jets - Pittsburgh Steelers 16-10 Tennessee Titans - New Orleans Saints 28-38 Washington Redskins - New York Giants 35-41 (35-35) San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 34-31Staðan í deildunum tveimur:Ameríkudeildin - staðanAusturriðill New England Patriots 12-3 Buffalo Bills 10-5 New York Jets 6-9 Miami Dolphins 4-11Norðurriðill Baltimore Ravens 13-2 Pittsburgh Steelers 8-7 Cleveland Browns 6-9 Cincinnati Bengals 1-14Suðurriðill Houston Texans 10-5 Tennessee Titans 8-7 Indianapolis Colts 7-8 Jacksonville Jaguars 5-10Vesturriðill Kansas City Chiefs 11-4 Oakland Raiders 7-8 Denver Broncos 6-9 Los Angeles Chargers 5-10Þjóðardeildin - staðanAusturriðill Philadelphia Eagles 8-7 Dallas Cowboys 7-8 New York Giants 4-11 Washington Redskins 3-12Norðurriðill Green Bay Packers 11-3 Minnesota Vikings 10-4 Chicago Bears 7-8 Detroit Lions 3-11Suðurriðill New Orleans Saints 12-3 Tampa Bay Buccaneers 7-8 Atlanta Falcons 6-9 Carolina Panthers 5-10Vesturriðill Seattle Seahawks 12-3 San Francisco 49ers 11-4 Los Angeles Rams 8-7 Arizona Cardinals 5-9 NFL Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
Það stefnir í að Dallas Cowboys verði ekki með í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár eftir tap í gríðarlega mikilvægum leik á móti Philadelphia Eagles í gær. Baltimore Ravens hélt sigurgöngu sinni áfram sem og lið Kansas City Chiefs. Dallas Cowboys hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Eagles en nú er Philadelphia Eagles komið í lykilstöðu þar sem sigur á New York Giants á sunnudaginn mun tryggja Philadelphia liðinu sæti í úrslitakeppninni á kostnað Dallas Cowboys. Philadelphia Eagles vann 17-9 sigur á Dallas Cowboys en þau berjast um sæti í Austurriðli Þjóðardeildarinnar þar sem þarf mun minna til að komast í úrslitakeppnina en í hinum riðlum NFL-deildarinnar. FINAL: The @Eagles move into first place in the NFC East! #FlyEaglesFly#DALvsPHIpic.twitter.com/6J5HulK5JA— NFL (@NFL) December 23, 2019 Dallas Cowboys komst lítið áleiðis á móti sterkri vörn Eagles en Kúrekarnir hafa lent hvað eftir annað í vandræðum með betri lið deildarinnar en vinna síðan stórsigra inn á milli. Það er mikið látið með og fjallað um þetta lið. Það má búast við því að það verði hraunað vel yfir þjálfarann Jason Garrett og Dallas liðið í íþróttaþáttum vikunnar í Bandaríkjunum. Philadelphia Eagles er nú með átta sigra og sjö töp en Dallas Cowboys er með sjö sigra og átta töp. Dallas burstaði fyrri leikinn (37–10) og er því enn betri innbyrðis stöðu. Dallas þarf því að treysta á það að Philadelphia Eagles tapi lokaleiknum á móti New York Giants á sama tíma og Kúrekarnir vinna sinn leik sem er á heimavelli á móti Washington Redskins. Lamar's really out there playing Madden@Lj_era8@EAMaddenNFLpic.twitter.com/hWKVkuKEGZ— The Checkdown (@thecheckdown) December 22, 2019 Baltimore Ravens vann sinn ellefta leik í röð og tryggði sér um leið frí í fyrst umferð úrslitakeppninnar. Ravens liðið vann 31-15 sigur á Cleveland Browns og verður því á heimavelli fram að Super Bowl leiknum komist liðið svo langt. Kansas City Chiefs vann sinn fimmta leik í röð, nú 26-3 sigur á Chicago Bears, en Patrick Mahomes og félagar eiga því enn möguleika á að taka annað sætið af New England Patriots. Annað sætið gefur liði frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar alveg eins og það fyrsta. Það verður líka spilað upp á efstu sætin í Þjóðardeildinni í lokaumferðinni. New Orleans Saints og San Francisco 49ers eru bæði með tóplf sigra en Green Bay Packers og Seattle Seahawks hafa bæði unnið ellefu leiki. Green Bay Packers getur unnið sinn tólfta leik á móti Minnesota Vikings í nótt. Miles Sanders seals the game for the @Eagles! #FlyEaglesFly#DALvsPHIpic.twitter.com/jYq4qkFcfo— NFL (@NFL) December 23, 2019 Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Chicago Bears - Kansas City Chiefs 3-26 Philadelphia Eagles - Dallas Cowboys 17-9 Seattle Seahawks - Arizona Cardinals 13-27 Denver Broncos - Detroit Lions 27-17 Los Angeles Chargers - Oakland Raiders 17-24 Atlanta Falcons - Jacksonville Jaguars 24-12 Cleveland Browns - Baltimore Ravens 15-31 Indianapolis Colts - Carolina Panthers 38-6 Miami Dolphins - Cincinnati Bengals 38-35 (35-35) New York Jets - Pittsburgh Steelers 16-10 Tennessee Titans - New Orleans Saints 28-38 Washington Redskins - New York Giants 35-41 (35-35) San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 34-31Staðan í deildunum tveimur:Ameríkudeildin - staðanAusturriðill New England Patriots 12-3 Buffalo Bills 10-5 New York Jets 6-9 Miami Dolphins 4-11Norðurriðill Baltimore Ravens 13-2 Pittsburgh Steelers 8-7 Cleveland Browns 6-9 Cincinnati Bengals 1-14Suðurriðill Houston Texans 10-5 Tennessee Titans 8-7 Indianapolis Colts 7-8 Jacksonville Jaguars 5-10Vesturriðill Kansas City Chiefs 11-4 Oakland Raiders 7-8 Denver Broncos 6-9 Los Angeles Chargers 5-10Þjóðardeildin - staðanAusturriðill Philadelphia Eagles 8-7 Dallas Cowboys 7-8 New York Giants 4-11 Washington Redskins 3-12Norðurriðill Green Bay Packers 11-3 Minnesota Vikings 10-4 Chicago Bears 7-8 Detroit Lions 3-11Suðurriðill New Orleans Saints 12-3 Tampa Bay Buccaneers 7-8 Atlanta Falcons 6-9 Carolina Panthers 5-10Vesturriðill Seattle Seahawks 12-3 San Francisco 49ers 11-4 Los Angeles Rams 8-7 Arizona Cardinals 5-9
NFL Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira