Innvígt og innmúrað símtal Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 23. desember 2019 11:00 Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið á laugardaginn vegna fréttar RÚV um samskipti hans við tvo af dómurum Landsréttar á meðan meiðyrðamál umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar á hendur honum var rekið fyrir réttinum. Samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu gildir sú regla að málsmeðferð fyrir dómi á að vera réttlát. Til að tryggja það verður dómstóll að vera sjálfstæður og óvilhallur. Hér er ekki nóg að dómstóll sé það í raun heldur verður hann að gefa það til kynna á öllum stigum málsmeðferðar og með ytri ásýnd sinni. Þessum reglum er meðal annars ætlað að tryggja að málsaðilar sitji við sama borð og að þeim sé ekki mismunað við málsmeðferðina. Með hliðsjón af þessum augljósu grundvallarreglum er ljóst að málsaðili setur sig ekki í samband við dómara til að ræða mál sitt einslega við hann. Það kom því mjög á óvart þegar það kom í ljós fyrir tilviljun að Jón Steinar hafði rætt málið í einkasamtölum við Hervöru Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar og Kristbjörgu Stephensen, dómsformann í málinu. Enn sérkennilegra er að þessir tveir dómarar Landsréttar skuli hafa ákveðið að halda þessum samtölum leyndum fyrir mér og umbjóðanda mínum. Ein af ástæðum þess að svona samskipti þekkjast ekki og eiga ekki að fara fram er að málsaðilinn sem ekki fær að taka þátt í þeim veit í raun og veru ekki hvað hefur farið á milli gagnaðila og dómara. Sú er einmitt raunin í þessu tilviki. Þó liggur fyrir að Jón Steinar ræddi um val á dómurum í einkasamtali við forseta Landsréttar áður en hún tók endanlega ákvörðun um hvaða dómarar skipuðu dóm í málinu. Það er einfaldlega staðreynd því sú ákvörðun var tekin í september 2019 en Jón Steinar segir sjálfur að hann hafi rætt við forseta Landsréttar í febrúar 2019. Lögum samkvæmt á tilviljun að ráða því hvaða dómarar skipa dóm í einstökum málum í Landsrétti og úthlutar forseti Landsréttar málum til dómara réttarins. Eðli málsins samkvæmt eiga málsaðilar ekki að hafa nein áhrif á það hvað dómarar eru valdir til að dæma mál viðkomandi. Það er því ljóst að með innvígðu og innmúruðu símtali Jóns Steinars og Hervarar Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu var brotið gegn þessum grundvallarreglum. Þess vegna var ákvörðun forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu ólögmæt.Höfundur er hæstaréttarlögmaður og lögmaður Benedikts Bogasonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið á laugardaginn vegna fréttar RÚV um samskipti hans við tvo af dómurum Landsréttar á meðan meiðyrðamál umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar á hendur honum var rekið fyrir réttinum. Samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu gildir sú regla að málsmeðferð fyrir dómi á að vera réttlát. Til að tryggja það verður dómstóll að vera sjálfstæður og óvilhallur. Hér er ekki nóg að dómstóll sé það í raun heldur verður hann að gefa það til kynna á öllum stigum málsmeðferðar og með ytri ásýnd sinni. Þessum reglum er meðal annars ætlað að tryggja að málsaðilar sitji við sama borð og að þeim sé ekki mismunað við málsmeðferðina. Með hliðsjón af þessum augljósu grundvallarreglum er ljóst að málsaðili setur sig ekki í samband við dómara til að ræða mál sitt einslega við hann. Það kom því mjög á óvart þegar það kom í ljós fyrir tilviljun að Jón Steinar hafði rætt málið í einkasamtölum við Hervöru Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar og Kristbjörgu Stephensen, dómsformann í málinu. Enn sérkennilegra er að þessir tveir dómarar Landsréttar skuli hafa ákveðið að halda þessum samtölum leyndum fyrir mér og umbjóðanda mínum. Ein af ástæðum þess að svona samskipti þekkjast ekki og eiga ekki að fara fram er að málsaðilinn sem ekki fær að taka þátt í þeim veit í raun og veru ekki hvað hefur farið á milli gagnaðila og dómara. Sú er einmitt raunin í þessu tilviki. Þó liggur fyrir að Jón Steinar ræddi um val á dómurum í einkasamtali við forseta Landsréttar áður en hún tók endanlega ákvörðun um hvaða dómarar skipuðu dóm í málinu. Það er einfaldlega staðreynd því sú ákvörðun var tekin í september 2019 en Jón Steinar segir sjálfur að hann hafi rætt við forseta Landsréttar í febrúar 2019. Lögum samkvæmt á tilviljun að ráða því hvaða dómarar skipa dóm í einstökum málum í Landsrétti og úthlutar forseti Landsréttar málum til dómara réttarins. Eðli málsins samkvæmt eiga málsaðilar ekki að hafa nein áhrif á það hvað dómarar eru valdir til að dæma mál viðkomandi. Það er því ljóst að með innvígðu og innmúruðu símtali Jóns Steinars og Hervarar Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu var brotið gegn þessum grundvallarreglum. Þess vegna var ákvörðun forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu ólögmæt.Höfundur er hæstaréttarlögmaður og lögmaður Benedikts Bogasonar.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar