Margir fegnir að fá loksins að komast inn á Vog um jólin Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2019 19:00 Á sjöunda hundrað manns bíða eftir að komast í meðferð á Vogi og vantar stofnunina um 200 milljónir til að stytta þann lista. Skrefin inn á stofnunina eru þung fyrir jólin en margir taka því þó fagnandi að fá loksins tækifæri til að komast í meðferð. Nú þegar hátíð ljóss og friðar er fyrir höndum er eflaust flestum efst í huga samverustundir með fjölskyldu og vinum. Sá veruleiki á þó ekki við alla því fjöldi verður í meðferð hjá SÁÁ yfir jólin. „Það verða 130 manns í meðferð hér yfir jólin ef við teljum með Vog, eftir meðferðina á Vík og búsetuúrræðið Vin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi. Skrefin inn á Vog um jólin geta verið þung. „Fyrir marga eru þetta þung skref. En kannski er samt ekki annað í stöðunni. Erfiðleikar og mikil neysla og nauðsynlegt fyrir fjölskylduna að viðkomandi fari í meðferð. Og svo eru aðrir sem kæra sig kollótta um hvaða dagar eru. Þeir láta þetta ganga fyrir því það er mikilvægt að taka sig á og nú er tíminn til þess.“ Á milli sex og sjö hundruð manns eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Vogi. „Sumir þurfa að bíða mjög lengi. Þeir sem lögðu beiðni inn í vor eru sumir hverjir að koma inn núna. Það er alltof langt. Sumir eru að koma fyrr inn vegna aðstæðna sinna, líkamleg veikindi eða barnaverndarmál, það eru ekki allir sem bíða í marga marga mánuði en sumir eru þar.“ Hún segir biðina hafa lengst statt og stöðugt síðastliðin ár. „Kannski helst það í hendur við það neyslumynstur sem er. Það er mikið um kókaín, ópíóðaefni koma inn. Þetta er hættuleg neysla og keyrir fólk í kaf mjög fljótt.“ Valgerður segir að vinna þyrfti hraðar á þessum lista. Til þess þurfi stofnunin 200 milljónir krónir til að geta ráðið þann fjölda starfsfólks sem til þarf. „Þetta er þannig vandi að það er skynsamlegast og best að grípa inn í fljótt. Auðvitað er eðlilegt að sumir bíði af eðlilegum ástæðum. Ég held að það sé bara skynsamlegt að gera það á allra handa máta.“ Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Jól Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Á sjöunda hundrað manns bíða eftir að komast í meðferð á Vogi og vantar stofnunina um 200 milljónir til að stytta þann lista. Skrefin inn á stofnunina eru þung fyrir jólin en margir taka því þó fagnandi að fá loksins tækifæri til að komast í meðferð. Nú þegar hátíð ljóss og friðar er fyrir höndum er eflaust flestum efst í huga samverustundir með fjölskyldu og vinum. Sá veruleiki á þó ekki við alla því fjöldi verður í meðferð hjá SÁÁ yfir jólin. „Það verða 130 manns í meðferð hér yfir jólin ef við teljum með Vog, eftir meðferðina á Vík og búsetuúrræðið Vin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi. Skrefin inn á Vog um jólin geta verið þung. „Fyrir marga eru þetta þung skref. En kannski er samt ekki annað í stöðunni. Erfiðleikar og mikil neysla og nauðsynlegt fyrir fjölskylduna að viðkomandi fari í meðferð. Og svo eru aðrir sem kæra sig kollótta um hvaða dagar eru. Þeir láta þetta ganga fyrir því það er mikilvægt að taka sig á og nú er tíminn til þess.“ Á milli sex og sjö hundruð manns eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Vogi. „Sumir þurfa að bíða mjög lengi. Þeir sem lögðu beiðni inn í vor eru sumir hverjir að koma inn núna. Það er alltof langt. Sumir eru að koma fyrr inn vegna aðstæðna sinna, líkamleg veikindi eða barnaverndarmál, það eru ekki allir sem bíða í marga marga mánuði en sumir eru þar.“ Hún segir biðina hafa lengst statt og stöðugt síðastliðin ár. „Kannski helst það í hendur við það neyslumynstur sem er. Það er mikið um kókaín, ópíóðaefni koma inn. Þetta er hættuleg neysla og keyrir fólk í kaf mjög fljótt.“ Valgerður segir að vinna þyrfti hraðar á þessum lista. Til þess þurfi stofnunin 200 milljónir krónir til að geta ráðið þann fjölda starfsfólks sem til þarf. „Þetta er þannig vandi að það er skynsamlegast og best að grípa inn í fljótt. Auðvitað er eðlilegt að sumir bíði af eðlilegum ástæðum. Ég held að það sé bara skynsamlegt að gera það á allra handa máta.“
Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Jól Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira