Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 13:39 Volodýmýr Zelenskíj og Donald Trump þegar þeir hittust í kringum allherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. AP/Evan Vucci. Embættismenn Hvíta hússins skipuðu varnarmálaráðuneytinu að stöðva afgreiðslu á hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu um níutíu mínútum eftir að umdeildu símtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, lauk í sumar. Nýbirt skjöl varpa frekara ljósi á atburðina sem leiddu til þess að Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan mótherja sinn og stoðlausa samsæriskenningu um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum árið 2016 í síðustu viku. Þá var Trump kærður fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins, meðal annars með því að banna embættismönnum að bera vitni. Trump krafði Zelenskíj Úkraínuforseta um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda í forsetakosningum næsta árs, og samsæriskenningu um að demókratar og Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir kjör Trump í símtali þeirra tveggja sem átti sér stað 25. júlí. Þetta má lesa í minnisblaði sem Hvíta húsið birti sjálft en Trump hefur engu að síður fullyrt að samtal þeirra Zelenskíj hafi verið „fullkomið“. Á sama tíma hélt Hvíta húsið eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt og varð ekki við óskum Úkraínustjórnar um fund Trump og Zelenskíj. Embættismenn Trump hafa borið vitni um að aðstoðin og fundurinn hafi verið skilyrt við að Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar sem Trump krafðist. Bað ráðuneytið um að hafa hljótt um stöðvun aðstoðarinnar Á meðal tölvupósta sem varnarmálaráðuneytið afhenti seint á föstudag vegna kröfu félagasamtaka á grundvelli upplýsingalaga er póstur frá starfsmanni fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi ráðuneytinu um níutíu mínútum eftir símtal Trump og Zelenskíj í júlí. Í honum gaf Michael Duffey ráðuneytinu fyrirmæli um að stöðva alla hernaðaraðstoð sem þingið hafði samþykkt fyrir Úkraínu. Duffey sagði ráðuneytinu einnig að hafa hljótt um stöðvunina vegna „viðkvæms eðlis beiðninnar“.New York Times segir að póstur Duffey sé ekki í samræmi við framburð embættismanna fyrir Bandaríkjaþingi um að tilkynnt hafi verið um að aðstoðin til Úkraínu hefði verið fryst á fundi embættismanna 18. júlí. Aðrir hafa sagt að aðstoðin hafi verið stöðvuð þegar í byrjun mánaðarins. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að embættismenn eins og Duffey, John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, beri vitni, fyrst í rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump, og nú í réttarhöldum sem verða haldin í öldungadeildinni í byrjun nýs árs. Því hefur Hvíta húsið hins vegar hafnað sem og að afhenda þinginu ýmis gögn. Það er meðal annars ástæða þess að fulltrúadeildin kærði Trump einnig fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, hefur gefið í skyn að hann ætli ekki að leyfa vitnaleiðslur í réttarhöldunum og að hann ætli að ljúka þeim fljótt af. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira
Embættismenn Hvíta hússins skipuðu varnarmálaráðuneytinu að stöðva afgreiðslu á hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu um níutíu mínútum eftir að umdeildu símtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, lauk í sumar. Nýbirt skjöl varpa frekara ljósi á atburðina sem leiddu til þess að Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan mótherja sinn og stoðlausa samsæriskenningu um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum árið 2016 í síðustu viku. Þá var Trump kærður fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins, meðal annars með því að banna embættismönnum að bera vitni. Trump krafði Zelenskíj Úkraínuforseta um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda í forsetakosningum næsta árs, og samsæriskenningu um að demókratar og Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir kjör Trump í símtali þeirra tveggja sem átti sér stað 25. júlí. Þetta má lesa í minnisblaði sem Hvíta húsið birti sjálft en Trump hefur engu að síður fullyrt að samtal þeirra Zelenskíj hafi verið „fullkomið“. Á sama tíma hélt Hvíta húsið eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt og varð ekki við óskum Úkraínustjórnar um fund Trump og Zelenskíj. Embættismenn Trump hafa borið vitni um að aðstoðin og fundurinn hafi verið skilyrt við að Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar sem Trump krafðist. Bað ráðuneytið um að hafa hljótt um stöðvun aðstoðarinnar Á meðal tölvupósta sem varnarmálaráðuneytið afhenti seint á föstudag vegna kröfu félagasamtaka á grundvelli upplýsingalaga er póstur frá starfsmanni fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi ráðuneytinu um níutíu mínútum eftir símtal Trump og Zelenskíj í júlí. Í honum gaf Michael Duffey ráðuneytinu fyrirmæli um að stöðva alla hernaðaraðstoð sem þingið hafði samþykkt fyrir Úkraínu. Duffey sagði ráðuneytinu einnig að hafa hljótt um stöðvunina vegna „viðkvæms eðlis beiðninnar“.New York Times segir að póstur Duffey sé ekki í samræmi við framburð embættismanna fyrir Bandaríkjaþingi um að tilkynnt hafi verið um að aðstoðin til Úkraínu hefði verið fryst á fundi embættismanna 18. júlí. Aðrir hafa sagt að aðstoðin hafi verið stöðvuð þegar í byrjun mánaðarins. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að embættismenn eins og Duffey, John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, beri vitni, fyrst í rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump, og nú í réttarhöldum sem verða haldin í öldungadeildinni í byrjun nýs árs. Því hefur Hvíta húsið hins vegar hafnað sem og að afhenda þinginu ýmis gögn. Það er meðal annars ástæða þess að fulltrúadeildin kærði Trump einnig fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, hefur gefið í skyn að hann ætli ekki að leyfa vitnaleiðslur í réttarhöldunum og að hann ætli að ljúka þeim fljótt af.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira
Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45