Árskort í sund og líkamsrækt í jólagjöf frá Rangárþingi eystra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2019 12:30 Á Hvolsvelli er glæsileg 25 metra útilaug og á sundlaugarsvæðinu eru 2 heitir potta og vaðlaug, auk rennibrautar og gufubaðs. Rangárþing eystra Mikil ánægja er á meðal starfsmanna Rangárþings eystra með jólagjöfina sem allir fengu frá sveitarfélaginu en það er árskort í sund og líkamsræktarstöð sveitarfélagsins á Hvolsvelli. Sveitarstjórinn segir að ákveðið hafi verið að gefa þessa jólagjöf því sveitarfélagið er heilsueflandi samfélag. Það er æði misjafnt hvað sveitarfélög, ríki, fyrirtæki og stofnanir og einkafyrirtæki gefa starfsfólki sínu í jólagjöf. Starfsmenn Rangárþings eystra hafa allir fengið sína jólagjöf og eru hæst ánægðir með hana en það er ókeypis sundkort og líkamsræktarkort allt árið 2020 í sundlaugina á Hvolsvelli og líkamsræktarstöðina þar. Gjöfin nær til 213 starfsmanna sveitarfélagsins. Birna Sigurðardóttir er skólastjóri Grunnskólans á Hvolsvelli þar sem um 60 starfsmenn vinna. „Fólk er bara heild yfir mjög ánægt með þessa rausnarlegu jólagjöf, hún er ofsalega flott, ég held að hún hafi komið fólki mjög á óvart.“ Mjög góð líkamsræktaraðstaða er á Hvolsvelli og sundlaugin á staðnum er flott og til fyrirmyndar. Anton Kári, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er stoltur af jólagjöfinni 2019, sem starfsfólkið fékk.Vísir/Magnús Hlynur Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er ánægður með að sveitarstjórn hafi ákveðið að gefa starfsfólkinu svona heilsusamlega jólagjöf. „Og vonandi að fólk verði duglegt að nýta sér þetta og þetta skili sér bara í betri heilsu og vellíðan og auknu starfsþreki okkar starfsmanna hjá Rangárþingi eystra. Ég hef ekki heyrt annað en að allir hafi bara verið virkilega ánægðir með gjöfina og það fylgdi nú í bónus smá gjafabakki frá SS, bruns, hvað er betra en að byrja á smá bruns og skella sér svo í sund og ræktina,“ segir Anton Kári. Jól Rangárþing eystra Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Mikil ánægja er á meðal starfsmanna Rangárþings eystra með jólagjöfina sem allir fengu frá sveitarfélaginu en það er árskort í sund og líkamsræktarstöð sveitarfélagsins á Hvolsvelli. Sveitarstjórinn segir að ákveðið hafi verið að gefa þessa jólagjöf því sveitarfélagið er heilsueflandi samfélag. Það er æði misjafnt hvað sveitarfélög, ríki, fyrirtæki og stofnanir og einkafyrirtæki gefa starfsfólki sínu í jólagjöf. Starfsmenn Rangárþings eystra hafa allir fengið sína jólagjöf og eru hæst ánægðir með hana en það er ókeypis sundkort og líkamsræktarkort allt árið 2020 í sundlaugina á Hvolsvelli og líkamsræktarstöðina þar. Gjöfin nær til 213 starfsmanna sveitarfélagsins. Birna Sigurðardóttir er skólastjóri Grunnskólans á Hvolsvelli þar sem um 60 starfsmenn vinna. „Fólk er bara heild yfir mjög ánægt með þessa rausnarlegu jólagjöf, hún er ofsalega flott, ég held að hún hafi komið fólki mjög á óvart.“ Mjög góð líkamsræktaraðstaða er á Hvolsvelli og sundlaugin á staðnum er flott og til fyrirmyndar. Anton Kári, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er stoltur af jólagjöfinni 2019, sem starfsfólkið fékk.Vísir/Magnús Hlynur Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er ánægður með að sveitarstjórn hafi ákveðið að gefa starfsfólkinu svona heilsusamlega jólagjöf. „Og vonandi að fólk verði duglegt að nýta sér þetta og þetta skili sér bara í betri heilsu og vellíðan og auknu starfsþreki okkar starfsmanna hjá Rangárþingi eystra. Ég hef ekki heyrt annað en að allir hafi bara verið virkilega ánægðir með gjöfina og það fylgdi nú í bónus smá gjafabakki frá SS, bruns, hvað er betra en að byrja á smá bruns og skella sér svo í sund og ræktina,“ segir Anton Kári.
Jól Rangárþing eystra Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira