Vita ekkert hvaðan dularfull olíumengun sem plagar strendur Brasilíu kemur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2019 23:30 Olíumengunin hefur fundist víða. Vísir/ EPA-EFE Yfirvöld í Brasilíu hafa enn ekki fundið nein svör sem varpað geti ljósi á það hvaðan dularfull olíumengun sem mengað hefur strendur á 4.400 kílómetra svæði við strandlínu ríkisins kemur. Mengunin hefur fundist á meira en 950 ströndum, þar á meðal sumum af frægustu ströndum Brasilíu. Reuters greinir frá. Ekki liggur fyrir hvenær olíumengunin gerði fyrst vart við sig en upplýsingar yfirvalda benda til þess að það hafi verið undir lok ágústmánaðar. Um mestu olíumengun í sögu Brasilíu er um að ræða. Svo virðist sem olían sem um er að ræða sé óunninn jarðolía. Hún flýtur ekki eða illa á yfirborði sjávar og því hefur reynst afar erfitt að rekja hvar mengunin mun ná landi eða hvaðan hún komi. Það gerir það einnig að verkum að ekki hefur tekist að meta umfang olíumengunarinnar nægjanlega vel. Svartur blettur táknar hvar olíumengunina má finna.Mynd/Reuters Líkist olíu frá Venesúela en yfirvöld þar segjast ekkert vita Jarðolía hefur mismunandi einkenni eftir því hvaðan úr jörðinni hún kemur. Vísindamenn sem rannsakað hafa olíuna segja hana sambærilegra þeirri sem kemur frá Venesúela. Yfirvöld þar í landi sem o yfirfmenn ríkisolíufyrirtækisins PDSVA hafa borið af sér sakir og segjast ekkert vita um málið. Af þessum sökum hefur ekki tekist að finna uppruna mengunarinnar. Eitt af því sem ekki hefur verið útilokað er að einhvers staðar undan ströndum Brasilíu hafi eitthvað misfarist þegar verið var að flytja olíu á milli skipa. Með því að rannsaka vindafar og sjávarstrauma hafa vísindamenn komið auga á þrjú svæði 300 til 600 kílómetrum undan ströndum Brasilíu þar sem talið er mögulegt að olíumengunin hafi átt uppruna sinn. Verið er að kanna hvort að einhver olíuflutningaskip hafi átt ferð þar um í sumar, en niðurstöður þeirrar leitar hafa ekki verið birtar. Nokkur skip liggja þó undir grun en eigendur þeirra hafa allir þvertekið fyrir að eiga sök á menguninni. 105 skjaldbökur drepist Til marks um hversu erfiðlega hefur gengið að finna uppruna mengunarinnar benda niðurstöður annarar vísindarannsóknar til þess að olíumengunin eigi uppruna sinn undan ströndum suðurhluta Afríku í apríl. Þaðan hafi hún borist til Brasilíu. Yfirvöld, umhverfisverndarsamtök og sjálfboðaliðar hafa alls hreinsað fimm þúsund tonn af olíu en í frétt Reuters segir að 105 skjaldbökur, 39 fuglar og 15 önnur dýr hafi fundist dauð vegna mengunarinnar.Ítarlega er fjallað um málið í myndrænni fréttaskýringu á vef Reuters sem nálgast má hér. Brasilía Umhverfismál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Yfirvöld í Brasilíu hafa enn ekki fundið nein svör sem varpað geti ljósi á það hvaðan dularfull olíumengun sem mengað hefur strendur á 4.400 kílómetra svæði við strandlínu ríkisins kemur. Mengunin hefur fundist á meira en 950 ströndum, þar á meðal sumum af frægustu ströndum Brasilíu. Reuters greinir frá. Ekki liggur fyrir hvenær olíumengunin gerði fyrst vart við sig en upplýsingar yfirvalda benda til þess að það hafi verið undir lok ágústmánaðar. Um mestu olíumengun í sögu Brasilíu er um að ræða. Svo virðist sem olían sem um er að ræða sé óunninn jarðolía. Hún flýtur ekki eða illa á yfirborði sjávar og því hefur reynst afar erfitt að rekja hvar mengunin mun ná landi eða hvaðan hún komi. Það gerir það einnig að verkum að ekki hefur tekist að meta umfang olíumengunarinnar nægjanlega vel. Svartur blettur táknar hvar olíumengunina má finna.Mynd/Reuters Líkist olíu frá Venesúela en yfirvöld þar segjast ekkert vita Jarðolía hefur mismunandi einkenni eftir því hvaðan úr jörðinni hún kemur. Vísindamenn sem rannsakað hafa olíuna segja hana sambærilegra þeirri sem kemur frá Venesúela. Yfirvöld þar í landi sem o yfirfmenn ríkisolíufyrirtækisins PDSVA hafa borið af sér sakir og segjast ekkert vita um málið. Af þessum sökum hefur ekki tekist að finna uppruna mengunarinnar. Eitt af því sem ekki hefur verið útilokað er að einhvers staðar undan ströndum Brasilíu hafi eitthvað misfarist þegar verið var að flytja olíu á milli skipa. Með því að rannsaka vindafar og sjávarstrauma hafa vísindamenn komið auga á þrjú svæði 300 til 600 kílómetrum undan ströndum Brasilíu þar sem talið er mögulegt að olíumengunin hafi átt uppruna sinn. Verið er að kanna hvort að einhver olíuflutningaskip hafi átt ferð þar um í sumar, en niðurstöður þeirrar leitar hafa ekki verið birtar. Nokkur skip liggja þó undir grun en eigendur þeirra hafa allir þvertekið fyrir að eiga sök á menguninni. 105 skjaldbökur drepist Til marks um hversu erfiðlega hefur gengið að finna uppruna mengunarinnar benda niðurstöður annarar vísindarannsóknar til þess að olíumengunin eigi uppruna sinn undan ströndum suðurhluta Afríku í apríl. Þaðan hafi hún borist til Brasilíu. Yfirvöld, umhverfisverndarsamtök og sjálfboðaliðar hafa alls hreinsað fimm þúsund tonn af olíu en í frétt Reuters segir að 105 skjaldbökur, 39 fuglar og 15 önnur dýr hafi fundist dauð vegna mengunarinnar.Ítarlega er fjallað um málið í myndrænni fréttaskýringu á vef Reuters sem nálgast má hér.
Brasilía Umhverfismál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira