Martin Peters, fyrrum leikmaður enska landsliðsins í knattspyrnu og goðsögn hjá West Ham, er látinn 76 ára að aldri.
Fjölskylda Pieters staðfesti þetta í dag en hann gekk í raðir West Ham fimmtán ára gamall. Hann lék í ellefu ár hjá félaginu áður en hann gekk í raðir Tottenham.
Hann skoraði meðal annars fyrir enska landsliðið í úrslitaleiknum á HM 1966 er enska landsliðið hafði betur gegn Vestur-Þýskalandi og tryggði sér heimsmeistaratitilinn.
We are deeply saddened to hear the news of the passing of club legend Martin Peters. https://t.co/69IazGy1ZW
— West Ham United (@WestHam) December 21, 2019
HM-titillinn var ekki sá eini sem Pieters vann en hann var einnig í sigurliði Wset Ham árið 1965 er liðið tók gullið í Evrópukeppni bikarhafa. Hann vann svo til þrennra verðlauna með Tottenham.
Frá Tottenham fór hann til Norwich og þaðan til Sheffield United en skórnir fóru svo upp í hillu árið 1981 eftir glæstan feril.
Peters fékk orðu breska konungsveldisins árið 1978 fyrir framlag sitt til fótbolta en hann hefur verið reglulegur gestur á leikjum West Ham allt frá því að hann hætti að spila.
Legend.
— Match of the Day (@BBCMOTD) December 21, 2019
RIP Martin Peters pic.twitter.com/lwcxSGslbf