Vill banna einnota plastvörur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2019 16:31 Umhverfisráðherra vill banna plastvörur eins og einnota bómullarpinnar úr plasti, hnífapör, diska og sogrör. Þá vill hann einnig gera fólki skylt að flokka sorp. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnti í gær í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og breytingar á lögum um úrgangsmál. „Hvoru tveggja er hluti af því að innleiða hringrásarhagkerfi hér á Íslandi og það felst í því að reyna að draga úr sóun eins og hægt er og nýta auðlindir betur. Jafnframt að þegar að úrgangur verður til að við reynum að nota hann sem efnivið í vöru aftur,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Verði frumvörpin að lögum verður bannað að setja algengar einnota vörur úr plasti á markað. „Þetta eru svona þessar algengustu plastvörur sem að eru að finnast á ströndum, niðri við sjó, sem eru að berast út í umhverfið og hafa þannig neikvæð áhrif. Eins og plaströr, diskar og hnífapör, eyrnapinnar og ýmislegt svona úr frauðplasti. Þannig að það er eitt markmiðið að hreinlega banna markaðssetningu þessara vara og síðan að setja gjald á ákveðnar aðrar einnota plastvörur,“ segir Guðmundur Ingi. Hitt frumvarp ráðherrans fjallar um breytingar á lögum um úrgangsmál. „Þar sem að við erum meðal annars að leggja til að bæði heimilin og fyrirtækin í landinu verði í rauninni skyldug til þess að flokka sorp. Mér finnst svona kominn tími til þess að við gerum þetta öll núna þegar árið 2020 er að renna í garð,“ segir Guðmundur Ingi. Ráðherrann vonast til þess að mæla fyrir báðum frumvörpunum á Alþingi í febrúar og að þau verði orðin að lögum í sumar. Umhverfismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Umhverfisráðherra vill banna plastvörur eins og einnota bómullarpinnar úr plasti, hnífapör, diska og sogrör. Þá vill hann einnig gera fólki skylt að flokka sorp. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnti í gær í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og breytingar á lögum um úrgangsmál. „Hvoru tveggja er hluti af því að innleiða hringrásarhagkerfi hér á Íslandi og það felst í því að reyna að draga úr sóun eins og hægt er og nýta auðlindir betur. Jafnframt að þegar að úrgangur verður til að við reynum að nota hann sem efnivið í vöru aftur,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Verði frumvörpin að lögum verður bannað að setja algengar einnota vörur úr plasti á markað. „Þetta eru svona þessar algengustu plastvörur sem að eru að finnast á ströndum, niðri við sjó, sem eru að berast út í umhverfið og hafa þannig neikvæð áhrif. Eins og plaströr, diskar og hnífapör, eyrnapinnar og ýmislegt svona úr frauðplasti. Þannig að það er eitt markmiðið að hreinlega banna markaðssetningu þessara vara og síðan að setja gjald á ákveðnar aðrar einnota plastvörur,“ segir Guðmundur Ingi. Hitt frumvarp ráðherrans fjallar um breytingar á lögum um úrgangsmál. „Þar sem að við erum meðal annars að leggja til að bæði heimilin og fyrirtækin í landinu verði í rauninni skyldug til þess að flokka sorp. Mér finnst svona kominn tími til þess að við gerum þetta öll núna þegar árið 2020 er að renna í garð,“ segir Guðmundur Ingi. Ráðherrann vonast til þess að mæla fyrir báðum frumvörpunum á Alþingi í febrúar og að þau verði orðin að lögum í sumar.
Umhverfismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira