Frumkvöðull í fyrirsætuheiminum lést eftir skyndileg veikindi Sylvía Hall skrifar 21. desember 2019 15:39 Mama Cax. Vísir/Getty Hin þrítuga fyrirsæta Mama Cax lést á mánudag eftir skammvinn veikindi. Cax, sem hét fullu nafni Cacsmy Brutus, var frumkvöðull í heimi fyrirsæta og barðist fyrir aukinni fjölbreytni í tískuiðnaðinum. Fjölskylda Cax greindi frá andláti hennar á Instagram í gær þar sem þau minntust hennar sem baráttukonu. Hún hafi tekist á við margar áskoranir í lífinu og unnið marga sigra og þannig hafi hún tekist á við síðustu daga sína. Cax missti fótlegg sem táningur eftir baráttu við lungna- og beinkrabba. Hún notaðist við gervifót og ruddi þannig brautina fyrir fatlaðar fyrirsætur. Þá barðist hún einnig fyrir auknum sýnileika minnihlutahópa í iðnaðinum. Cax vakti athygli fyrir baráttu sína fyrir breyttum viðhorfum í fyrirsætubransanum.Vísir/Getty Í viðtali við tímaritið Dazed and Confused fyrr á árinu sagðist hún hafa lært að elska gervifótinn eftir að hún byrjaði að skreyta hann. Í kjölfarið hafi hún farið að líta á hann sem listaverk í stað þess að hugsa um hann sem eitthvað sem hún ætti að skammast sín fyrir. „Við gerum okkur grein fyrir því að fólk um allan heim mun finna fyrir þessum missi og hann mun ekki vera auðveldur fyrir neinn. Við biðjum ykkur um að virða einkalíf Cax á þessum erfiðu tímum,“ skrifar fjölskyldan á Instagram. Á meðal þeirra sem hafa minnst Cax á samfélagsmiðlum er tónlistarkonan Rihanna en Cax tók þátt í tískusýningu fyrir undirfatalínu Rihönnu, Fenty, fyrir nokkrum mánuðum. Hún segir Cax hafa verið náttúruafl sem veitti mörgum innblástur. View this post on Instagram A queen. A force. A powerhouse beauty that brought her strength to the @savagexfenty stage this year inspiring so many across the globe. Rest In Power sis @mamacax A post shared by badgalriri (@badgalriri) on Dec 20, 2019 at 9:59am PST Andlát Bandaríkin Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Hin þrítuga fyrirsæta Mama Cax lést á mánudag eftir skammvinn veikindi. Cax, sem hét fullu nafni Cacsmy Brutus, var frumkvöðull í heimi fyrirsæta og barðist fyrir aukinni fjölbreytni í tískuiðnaðinum. Fjölskylda Cax greindi frá andláti hennar á Instagram í gær þar sem þau minntust hennar sem baráttukonu. Hún hafi tekist á við margar áskoranir í lífinu og unnið marga sigra og þannig hafi hún tekist á við síðustu daga sína. Cax missti fótlegg sem táningur eftir baráttu við lungna- og beinkrabba. Hún notaðist við gervifót og ruddi þannig brautina fyrir fatlaðar fyrirsætur. Þá barðist hún einnig fyrir auknum sýnileika minnihlutahópa í iðnaðinum. Cax vakti athygli fyrir baráttu sína fyrir breyttum viðhorfum í fyrirsætubransanum.Vísir/Getty Í viðtali við tímaritið Dazed and Confused fyrr á árinu sagðist hún hafa lært að elska gervifótinn eftir að hún byrjaði að skreyta hann. Í kjölfarið hafi hún farið að líta á hann sem listaverk í stað þess að hugsa um hann sem eitthvað sem hún ætti að skammast sín fyrir. „Við gerum okkur grein fyrir því að fólk um allan heim mun finna fyrir þessum missi og hann mun ekki vera auðveldur fyrir neinn. Við biðjum ykkur um að virða einkalíf Cax á þessum erfiðu tímum,“ skrifar fjölskyldan á Instagram. Á meðal þeirra sem hafa minnst Cax á samfélagsmiðlum er tónlistarkonan Rihanna en Cax tók þátt í tískusýningu fyrir undirfatalínu Rihönnu, Fenty, fyrir nokkrum mánuðum. Hún segir Cax hafa verið náttúruafl sem veitti mörgum innblástur. View this post on Instagram A queen. A force. A powerhouse beauty that brought her strength to the @savagexfenty stage this year inspiring so many across the globe. Rest In Power sis @mamacax A post shared by badgalriri (@badgalriri) on Dec 20, 2019 at 9:59am PST
Andlát Bandaríkin Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira