Hafa þrisvar lokað vegna veggjalúsa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2019 23:15 Sex hundruð hælisleitendur dvelja nú hér á landi í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar og sveitarfélaga. Eitt af þeim var tekið í notkun á ný í dag eftir viðmiklar endurbætur. Ráðist var í þær eftir að veggjalýs fundust þar í þriðja sinn. Síðasta vor þurfti að loka húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði þar sem veggjalýs fundust þar. „Við byrjuðum á því að rífa öll gólfefni af húsinu. Henda öllum húsgögnum. Svo var fryst það sem var hægt að frysta og eitrað í framhaldinu og svo allt byggt upp á nýtt bara,“ segir Davíð Jón Kristjánsson verkefnastjóri hjá Útlendingastofnun. Davíð heldur að með þessu sé hægt að koma í veg fyrir að veggjalýs verði aftur til vandræða í húsinu. Veggjalýsnar hafa borist með farangri fólks en þetta var í þriðja sinn sem þær urðu til þess að starfsemi í húsinu var tímabundið hætt. „Við fórum í sömu aðgerðir á öðru húsnæði hjá okkur fyrir einu og hálfu ári síðan og það hefur borið árangur,“ segir Davíð. Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Vísir/Baldur Húsið hefur hefur hýst umsækjendur um alþjóðlega vernd sem komið hafa hingað til lands og geta allt að níutíu manns dvalið þar í einu. „Hérna kemur fólk sem að búið er að sækja um vernd og kemur sem sagt beint hingað og getur búið hérna allavega til að byrja með eftir að það kemur til landsins,“ segir Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins sóttu 774 einstaklingar um að fá alþjóðlega vernd á Íslandi en að er svipaður fjöldi og í fyrra. „Við reynum að hafa fólk hérna ekki mjög lengi. Eftir ákveðinn tíma ef að málsmeðferðin verður, ef það liggur fyrir að hún verður löng þá fer það yfirleitt í úrræði á vegum sveitarfélaga sem að við erum með samninga við,“ segir Kristín. Hafnarfjörður Hælisleitendur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Sex hundruð hælisleitendur dvelja nú hér á landi í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar og sveitarfélaga. Eitt af þeim var tekið í notkun á ný í dag eftir viðmiklar endurbætur. Ráðist var í þær eftir að veggjalýs fundust þar í þriðja sinn. Síðasta vor þurfti að loka húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði þar sem veggjalýs fundust þar. „Við byrjuðum á því að rífa öll gólfefni af húsinu. Henda öllum húsgögnum. Svo var fryst það sem var hægt að frysta og eitrað í framhaldinu og svo allt byggt upp á nýtt bara,“ segir Davíð Jón Kristjánsson verkefnastjóri hjá Útlendingastofnun. Davíð heldur að með þessu sé hægt að koma í veg fyrir að veggjalýs verði aftur til vandræða í húsinu. Veggjalýsnar hafa borist með farangri fólks en þetta var í þriðja sinn sem þær urðu til þess að starfsemi í húsinu var tímabundið hætt. „Við fórum í sömu aðgerðir á öðru húsnæði hjá okkur fyrir einu og hálfu ári síðan og það hefur borið árangur,“ segir Davíð. Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Vísir/Baldur Húsið hefur hefur hýst umsækjendur um alþjóðlega vernd sem komið hafa hingað til lands og geta allt að níutíu manns dvalið þar í einu. „Hérna kemur fólk sem að búið er að sækja um vernd og kemur sem sagt beint hingað og getur búið hérna allavega til að byrja með eftir að það kemur til landsins,“ segir Kristín María Gunnarsdóttir sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins sóttu 774 einstaklingar um að fá alþjóðlega vernd á Íslandi en að er svipaður fjöldi og í fyrra. „Við reynum að hafa fólk hérna ekki mjög lengi. Eftir ákveðinn tíma ef að málsmeðferðin verður, ef það liggur fyrir að hún verður löng þá fer það yfirleitt í úrræði á vegum sveitarfélaga sem að við erum með samninga við,“ segir Kristín.
Hafnarfjörður Hælisleitendur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira