Hreyfing með byr í seglum Drífa Snædal skrifar 20. desember 2019 10:30 Verkalýðshreyfing sem nýtur ekki trausts sinna félagsmanna er lítils megnug enda fer aflið og slagkrafturinn eftir virkni og vilja félaganna. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá hverja könnunina á eftir annarri sem sýnir vaxandi stuðning við störf hreyfingarinnar. Nú síðast birtu Eining-Iðja á Akureyri og AFL starfsgreinafélag á Austurlandi niðurstöður skoðanakannana þar sem allt ber að sama brunni. Félagsmenn styðja sitt stéttarfélag, eru sáttir við störfin og telja félagið sitt standa með sér. Fyrr á þessu ári fengum við niðurstöður um traust gagnvart ASÍ, en það fer vaxandi svo um munar. Hreyfing vinnandi fólks hefur verið fyrirferðarmikil á árinu sem er að líða og haft áhrif í stóru sem smáu, ekki aðeins varðandi kaup og kjör heldur í stórum samfélagsmálum. Þar má nefna húsnæðismál, skattamál og vaxtamál svo eitthvað sé nefnt. Við höfum átt starfssamt ár en næsta ár verður ekki síður fullt af verkefnum og áskorunum. Enn á eftir að vinna úr fjölmörgum atriðum er lúta að kjarasamningunum og yfirlýsingum stjórnvalda frá því í vor. Svo ber að nefna að opinberir starfsmenn eiga enn eftir að semja við ríki og sveitarfélög. Þeir starfsmenn hafa nú verið samningslausir í níu mánuði sem er nánast fordæmalaust. Auk þessara mála mun Alþýðusambandið leggja áherslu á fræðslumál, breytingar á vinnumarkaði í framtíðinni og umhverfismál á nýju ári. Sem sagt, allt samfélagið undir eins og fyrri daginn. Þegar svona risavaxin verkefni eru á borðinu er gott að finna stuðning félagsmanna og ég hvet vinnandi fólk hvar sem er til að taka þátt í starfsemi síns stéttarfélags, láta í sér heyra og leggja sitt á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Verkalýðshreyfingin byggir ekki á einstaklingum heldur samstöðu margra. Aðeins þannig hefur árangur náðst. Ég óska launafólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, þakka fyrir gott og gjöfult ár og brýni okkur til góðra verka á nýju ári. Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfing sem nýtur ekki trausts sinna félagsmanna er lítils megnug enda fer aflið og slagkrafturinn eftir virkni og vilja félaganna. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá hverja könnunina á eftir annarri sem sýnir vaxandi stuðning við störf hreyfingarinnar. Nú síðast birtu Eining-Iðja á Akureyri og AFL starfsgreinafélag á Austurlandi niðurstöður skoðanakannana þar sem allt ber að sama brunni. Félagsmenn styðja sitt stéttarfélag, eru sáttir við störfin og telja félagið sitt standa með sér. Fyrr á þessu ári fengum við niðurstöður um traust gagnvart ASÍ, en það fer vaxandi svo um munar. Hreyfing vinnandi fólks hefur verið fyrirferðarmikil á árinu sem er að líða og haft áhrif í stóru sem smáu, ekki aðeins varðandi kaup og kjör heldur í stórum samfélagsmálum. Þar má nefna húsnæðismál, skattamál og vaxtamál svo eitthvað sé nefnt. Við höfum átt starfssamt ár en næsta ár verður ekki síður fullt af verkefnum og áskorunum. Enn á eftir að vinna úr fjölmörgum atriðum er lúta að kjarasamningunum og yfirlýsingum stjórnvalda frá því í vor. Svo ber að nefna að opinberir starfsmenn eiga enn eftir að semja við ríki og sveitarfélög. Þeir starfsmenn hafa nú verið samningslausir í níu mánuði sem er nánast fordæmalaust. Auk þessara mála mun Alþýðusambandið leggja áherslu á fræðslumál, breytingar á vinnumarkaði í framtíðinni og umhverfismál á nýju ári. Sem sagt, allt samfélagið undir eins og fyrri daginn. Þegar svona risavaxin verkefni eru á borðinu er gott að finna stuðning félagsmanna og ég hvet vinnandi fólk hvar sem er til að taka þátt í starfsemi síns stéttarfélags, láta í sér heyra og leggja sitt á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Verkalýðshreyfingin byggir ekki á einstaklingum heldur samstöðu margra. Aðeins þannig hefur árangur náðst. Ég óska launafólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, þakka fyrir gott og gjöfult ár og brýni okkur til góðra verka á nýju ári. Drífa
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar