Bjarni óánægður með nýjar tölur en hefur ekki teljandi áhyggjur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 14:59 Bjarni í Kryddsíld Stöðvar 2. Í bakgrunni sést spegilmynd Loga Einarssonar. Stöð 2 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar. Þetta sagði hann í Kryddsíld Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst minna en í nýútkominni könnun Maskínu, eða 17,6 prósent. Samfylkingin mælist þar stærst, eða með 19 prósenta fylgi. Munurinn á flokkunum er þó ómarktækur, með tilliti til skekkjumarka. „Ef það er eitthvað sem maður hefur lært á sautján árum í stjórnmálum, þá er það að þessar kannanir segja ekkert,“ segir Bjarni. Hann telji frekar að kannanir sem þessi gefi vísbendingu um tilfinningu kjósenda fyrir ástandinu eins og það birtist nákvæmlega á þessum tímapunkti. Hann segir þrátt fyrir það, að tölurnar séu ekkert fagnaðarefni fyrir hann og hans flokk. „Auðvitað er maður ekkert glaður að sjá svona könnun, ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur niðurstöðurnar benda til þess að breytingar séu mögulegar á vettvangi stjórnmálanna. „Umbótaflokkarnir í stjórnarandstöðu, Samfylking, Píratar og Viðreisn, eru samkvæmt þessu með 47 prósenta fylgi. Það er hægt að breyta, og við þurfum að breyta,“ segir Logi. Hann telur að leggja þurfi aukna áherslu á alþjóðasamvinnu, vinna að breytingum á stjórnarskrá Íslands og „leggja nýjar línur í auðlindastefnu okkar.“ „Mér finnst þetta sýna okkur, að það er hægt að gera þetta.“Kryddsíldin er í beinni útsendingu á Stöð 2 til klukkan 16:00, en að þætti loknum birtist hún í heild sinni hér á Vísi. Alþingi Kryddsíld Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar. Þetta sagði hann í Kryddsíld Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst minna en í nýútkominni könnun Maskínu, eða 17,6 prósent. Samfylkingin mælist þar stærst, eða með 19 prósenta fylgi. Munurinn á flokkunum er þó ómarktækur, með tilliti til skekkjumarka. „Ef það er eitthvað sem maður hefur lært á sautján árum í stjórnmálum, þá er það að þessar kannanir segja ekkert,“ segir Bjarni. Hann telji frekar að kannanir sem þessi gefi vísbendingu um tilfinningu kjósenda fyrir ástandinu eins og það birtist nákvæmlega á þessum tímapunkti. Hann segir þrátt fyrir það, að tölurnar séu ekkert fagnaðarefni fyrir hann og hans flokk. „Auðvitað er maður ekkert glaður að sjá svona könnun, ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur niðurstöðurnar benda til þess að breytingar séu mögulegar á vettvangi stjórnmálanna. „Umbótaflokkarnir í stjórnarandstöðu, Samfylking, Píratar og Viðreisn, eru samkvæmt þessu með 47 prósenta fylgi. Það er hægt að breyta, og við þurfum að breyta,“ segir Logi. Hann telur að leggja þurfi aukna áherslu á alþjóðasamvinnu, vinna að breytingum á stjórnarskrá Íslands og „leggja nýjar línur í auðlindastefnu okkar.“ „Mér finnst þetta sýna okkur, að það er hægt að gera þetta.“Kryddsíldin er í beinni útsendingu á Stöð 2 til klukkan 16:00, en að þætti loknum birtist hún í heild sinni hér á Vísi.
Alþingi Kryddsíld Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15