Fjórða konan tilkynnti meint kynferðisbrot Kristjáns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2019 19:00 Fjórða konan hefur tilkynnt lögreglu um meint kynferðisbrot Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristjáni var sleppt úr haldi lögreglu í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar sem tekur hann að öllum líkindum ekki fyrir fyrr en á nýju ári. Kristján Gunnar var látinn laus eftir hádegi í dag eftir að héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Hann hefur verið í haldi síðan á jólanótt grunaður um kynferðisbrot, líkamsáras og um að hafa svipt þrjár konur frelsi sínu. Niðurstaða héraðsdóms um að aflétta gæsluvarðhaldi var samstundis kærð til Landsréttar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki vilja veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en ætla má að niðurstaða héraðsdóms hafi komið lögreglu á óvart. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Farið hefði verið fram á varðhald til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Þá var krafan einnig lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en yfirheyrslum er til að mynda enn ólokið og málið enn á viðkvæmu stigi. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu á aðfangadag vegna gruns um frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Hann var síðan handtekinn aftur að morgni jóladags, þá vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum á jólanótt. Landsréttur mun að öllum líkindum ekki ná að fjalla um kæru á úrskurði héraðsdóms fyrr en á nýju ári. Kæra á úrskurði héraðsdóms hafði ekki borist Landsrétti síðdegis í dag samkvæmt upplýsingum frá réttinum en það er héraðsdómur sem sendir kæruna áfram. Eftir að kæran berist hefst sólarhringsfrestur málsaðila til að skila inn greinargerð og að þeim fresti liðnum sé málið tekið til úrskurðar. Venja sé sú að ekki sé úrskurðað á gamlárs- og nýársdag og líklegt megi telja að niðurstaða liggi því ekki fyrir fyrr en 2 janúar. Eins og fram hefur komið hafa þrjár konur kært Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið tilkynningu frá fjórðu konunni vegna meints kynferðisbrots sem á að hafa átt sér stað á heimili Kristjáns. Konan er erlendis en hefur óskað eftir því að gefa skýrslu í málinu. Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57 Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03 Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Fjórða konan hefur tilkynnt lögreglu um meint kynferðisbrot Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristjáni var sleppt úr haldi lögreglu í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar sem tekur hann að öllum líkindum ekki fyrir fyrr en á nýju ári. Kristján Gunnar var látinn laus eftir hádegi í dag eftir að héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Hann hefur verið í haldi síðan á jólanótt grunaður um kynferðisbrot, líkamsáras og um að hafa svipt þrjár konur frelsi sínu. Niðurstaða héraðsdóms um að aflétta gæsluvarðhaldi var samstundis kærð til Landsréttar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki vilja veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en ætla má að niðurstaða héraðsdóms hafi komið lögreglu á óvart. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Farið hefði verið fram á varðhald til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Þá var krafan einnig lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en yfirheyrslum er til að mynda enn ólokið og málið enn á viðkvæmu stigi. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu á aðfangadag vegna gruns um frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Hann var síðan handtekinn aftur að morgni jóladags, þá vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum á jólanótt. Landsréttur mun að öllum líkindum ekki ná að fjalla um kæru á úrskurði héraðsdóms fyrr en á nýju ári. Kæra á úrskurði héraðsdóms hafði ekki borist Landsrétti síðdegis í dag samkvæmt upplýsingum frá réttinum en það er héraðsdómur sem sendir kæruna áfram. Eftir að kæran berist hefst sólarhringsfrestur málsaðila til að skila inn greinargerð og að þeim fresti liðnum sé málið tekið til úrskurðar. Venja sé sú að ekki sé úrskurðað á gamlárs- og nýársdag og líklegt megi telja að niðurstaða liggi því ekki fyrir fyrr en 2 janúar. Eins og fram hefur komið hafa þrjár konur kært Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið tilkynningu frá fjórðu konunni vegna meints kynferðisbrots sem á að hafa átt sér stað á heimili Kristjáns. Konan er erlendis en hefur óskað eftir því að gefa skýrslu í málinu.
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57 Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03 Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57
Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29
Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03
Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06