Líklegt að þjófarnir komi upp um sig þegar þeir byrja að skjóta upp Jakob Bjarnar skrifar 30. desember 2019 13:32 Þjófarnir spenntu upp hurðina, litu ekki við rándýrum búnaði en gripu rakettur og skotkökur. Visir/Vilhelm Í nótt gerðu óprúttnir aðilar sér lítið fyrir, spenntu upp hurð á húsi björgunarsveitarinnar Bróðurhönd sem er undir Eyjafjöllum, og höfðu á brott með sér rakettur og kökur sem meta má á hartnær milljón króna. Einar Viðar Viðarsson er formaður sveitarinnar og hann klórar sér í kollinum vegna þessa innbrots. Flugeldasala er helsta fjáröflunarleið Bróðurhandar eins og flestra annarra björgunarsveita landsins. En, salan fer aðeins fram einn dag og það var í gær. „Þetta voru afgangar. Hefði verið svakalegt ef við ætluðum að selja í dag.“ Kunnugir á ferð Að sögn formannsins uppgötvaðist þjófnaðurinn nánast fyrir tilviljun. Hann fór í húsið til að sækja kaffikönnu sem hann hafði skilið eftir í húsinu og því liggur fyrir að þjófarnir hafa verið á ferð einhvern tíma á milli hálf ellefu í gærkvöldi og hálf tíu í morgun. Einar Viðar segir sérkennilegt að upplifa annað eins og þetta í sveitinni, þar sem menn læsi varla húsunum á eftir sér. Annað sem er merkilegt í þessu er að í húsinu var allskyns búnaður sem verðmætur er en þjófarnir litu ekki við því heldur fóru beint í raketturnar og skotkökurnar. Húsið er ekki merkt og ekki á margra vitorði annarra en heimamanna hvar húsið er. Raketturæningjarnir lýsa sjálfa sig upp „Þetta er skrítið innbrot. Þetta eru einhverjir snillingar og við höfum verið að hafa það í flimtingum hér í sveitinni að þeir muni koma upp um sig á morgun. Við verðum bara með kíkinn uppi hérna í sveitinni og sjáum hvar mest er skotið,“ segir Einar Viðar á gamansömum nótum. Bróðurhönd er með minnstu björgunarsveitum landsins, ekki eru nema 20 á skrá og fimm til sex sem sinna útköllum. Lögreglan mætti á staðinn í morgun og tók myndir. „Við sjáum hvað setur. Það eru myndavélar á þjóðveginum hér og þar. En, þetta er sveitalegt hjá okkur. Við erum ekki með neinar öryggismyndavélar við húsið.“ Áramót Flugeldar Lögreglumál Tengdar fréttir Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55 Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01 Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Í nótt gerðu óprúttnir aðilar sér lítið fyrir, spenntu upp hurð á húsi björgunarsveitarinnar Bróðurhönd sem er undir Eyjafjöllum, og höfðu á brott með sér rakettur og kökur sem meta má á hartnær milljón króna. Einar Viðar Viðarsson er formaður sveitarinnar og hann klórar sér í kollinum vegna þessa innbrots. Flugeldasala er helsta fjáröflunarleið Bróðurhandar eins og flestra annarra björgunarsveita landsins. En, salan fer aðeins fram einn dag og það var í gær. „Þetta voru afgangar. Hefði verið svakalegt ef við ætluðum að selja í dag.“ Kunnugir á ferð Að sögn formannsins uppgötvaðist þjófnaðurinn nánast fyrir tilviljun. Hann fór í húsið til að sækja kaffikönnu sem hann hafði skilið eftir í húsinu og því liggur fyrir að þjófarnir hafa verið á ferð einhvern tíma á milli hálf ellefu í gærkvöldi og hálf tíu í morgun. Einar Viðar segir sérkennilegt að upplifa annað eins og þetta í sveitinni, þar sem menn læsi varla húsunum á eftir sér. Annað sem er merkilegt í þessu er að í húsinu var allskyns búnaður sem verðmætur er en þjófarnir litu ekki við því heldur fóru beint í raketturnar og skotkökurnar. Húsið er ekki merkt og ekki á margra vitorði annarra en heimamanna hvar húsið er. Raketturæningjarnir lýsa sjálfa sig upp „Þetta er skrítið innbrot. Þetta eru einhverjir snillingar og við höfum verið að hafa það í flimtingum hér í sveitinni að þeir muni koma upp um sig á morgun. Við verðum bara með kíkinn uppi hérna í sveitinni og sjáum hvar mest er skotið,“ segir Einar Viðar á gamansömum nótum. Bróðurhönd er með minnstu björgunarsveitum landsins, ekki eru nema 20 á skrá og fimm til sex sem sinna útköllum. Lögreglan mætti á staðinn í morgun og tók myndir. „Við sjáum hvað setur. Það eru myndavélar á þjóðveginum hér og þar. En, þetta er sveitalegt hjá okkur. Við erum ekki með neinar öryggismyndavélar við húsið.“
Áramót Flugeldar Lögreglumál Tengdar fréttir Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55 Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01 Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Auðvelt að pönkast í flugeldunum Veðurguðirnir með björgunarsveitunum og flugeldum í liði. 27. desember 2019 14:55
Flugeldum fyrir um tvær milljónir stolið af skátum í Kópavogi Brotist var inn í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á dögunum og talsverðu magni flugelda stolið. 26. desember 2019 18:01
Flugeldarnir fundnir og fjórir menn í haldi Fjórir menn eru í haldi lögreglu vegna þjófnaðar á flugeldum, sem metnir voru á tvær milljónir króna, af Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 27. desember 2019 09:37