Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2020 12:17 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ætlar fram með áform sín um stofnun hálendisþjóðgarðs í haust. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hugðist mæla fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs nú á vorþingi. Þau áform fóru úr skorðum vegna kórónuveirufaraldursins og var frumvarpið eitt þeirra mála frá ríkisstjórninni sem felld voru út úr þingmálaskrá þegar hún var uppfærð í byrjun apríl. „Ég mun fara með það mál fram í haust og bind miklar vonir við að við klárum það að sjálfsögðu. Þetta er mál sem að er í stjórnarsáttmála. Mér finnst í rauninni ágætt að geta nýtt tímann sem að skapast núna, það þurftu allir að láta einhver mál af sinni þingmálaskrá, allir ráðherrar,“ segir Guðmundur Ingi. Ríflega sjötíu umsagnir bárust um drög að frumvarpinu í samráðsgátt stjórnvalda en það var ekki komið formlega til þingsins. Málið þykir nokkuð umdeilt og eru skiptar skoðanir um það innan stjórnarflokkanna. Þá hafa nokkur sveitarfélög lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Sér sóknarfæri með stofnun hálendisþjóðgarðs „Ég hef tíma núna til að ræða ennþá betur, til dæmis við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila um þetta mikilvæga mál sem ég tel að í felist gríðarleg sóknarfæri fyrir Ísland og ekki síst fyrir enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar og fyrir ímynd okkar Íslendinga að eiga stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ segir Guðmundur Ingi en samkvæmt fyrirliggjandi tillögum gæti hálendisþjóðgarðurinn náð yfir um 33% af landinu. Ráðherra segist sjálfur hafa tekið ákvörðun um að fresta málinu, það hafi ekki verið tekið af þingmálaskrá vegna þrýstings frá hinum stjórnarflokkunum. „Það var í sjálfu sér ekki umræða á milli flokkanna sérstaklega hvaða mál færu heldur var það ákvörðun hvers og eins ráðherra. Ég tók þá ákvörðun að í ljósi aðstæðnanna að ég myndi gefa þessu meiri tíma og fá þá meira svigrúm til þess einmitt að tala við fleiri og reyna að sætta sjónarmið,“ segir ráðherra. „Vegna þess að þetta mál er stórt og það skiptir gríðarlega miklu máli að mínu mati þannig að það er algjörlega mín ákvörðun.“ Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Alþingi Sveitarstjórnarmál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hugðist mæla fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs nú á vorþingi. Þau áform fóru úr skorðum vegna kórónuveirufaraldursins og var frumvarpið eitt þeirra mála frá ríkisstjórninni sem felld voru út úr þingmálaskrá þegar hún var uppfærð í byrjun apríl. „Ég mun fara með það mál fram í haust og bind miklar vonir við að við klárum það að sjálfsögðu. Þetta er mál sem að er í stjórnarsáttmála. Mér finnst í rauninni ágætt að geta nýtt tímann sem að skapast núna, það þurftu allir að láta einhver mál af sinni þingmálaskrá, allir ráðherrar,“ segir Guðmundur Ingi. Ríflega sjötíu umsagnir bárust um drög að frumvarpinu í samráðsgátt stjórnvalda en það var ekki komið formlega til þingsins. Málið þykir nokkuð umdeilt og eru skiptar skoðanir um það innan stjórnarflokkanna. Þá hafa nokkur sveitarfélög lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Sér sóknarfæri með stofnun hálendisþjóðgarðs „Ég hef tíma núna til að ræða ennþá betur, til dæmis við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila um þetta mikilvæga mál sem ég tel að í felist gríðarleg sóknarfæri fyrir Ísland og ekki síst fyrir enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar og fyrir ímynd okkar Íslendinga að eiga stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ segir Guðmundur Ingi en samkvæmt fyrirliggjandi tillögum gæti hálendisþjóðgarðurinn náð yfir um 33% af landinu. Ráðherra segist sjálfur hafa tekið ákvörðun um að fresta málinu, það hafi ekki verið tekið af þingmálaskrá vegna þrýstings frá hinum stjórnarflokkunum. „Það var í sjálfu sér ekki umræða á milli flokkanna sérstaklega hvaða mál færu heldur var það ákvörðun hvers og eins ráðherra. Ég tók þá ákvörðun að í ljósi aðstæðnanna að ég myndi gefa þessu meiri tíma og fá þá meira svigrúm til þess einmitt að tala við fleiri og reyna að sætta sjónarmið,“ segir ráðherra. „Vegna þess að þetta mál er stórt og það skiptir gríðarlega miklu máli að mínu mati þannig að það er algjörlega mín ákvörðun.“
Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Alþingi Sveitarstjórnarmál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08
Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30
Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“