Að skapa tækifæri – um land allt Selma Sigurjónsdóttir skrifar 6. maí 2020 13:00 Við getum nýtt tækifærið sem Covid-19 faraldurinn hefur fært okkur og hugsað atvinnulíf á Íslandi upp á nýtt. Með því að opna hugann gagnvart störfum án staðsetningar er hægt að auka fjölbreytileika atvinnulífs og efla nýsköpun og atvinnuuppbyggingu um allt land. Landsbyggðirnar hafa upp á að bjóða fjölbreytta kosti sem atvinnulífið gæti notið góðs af, svo sem fjölbreyttan mannauð og lægri rekstrarkostnað (t.d. í formi lægra leiguverðs) og öflugar menntastofnanir sem starfa náið með atvinnulífinu. Undanfarin ár hefur orðið heilmikil uppbygging innviða, til dæmis með verkefninu Ljóstengt Ísland. Nú er það því vel raunhæfur möguleiki að bjóða störf án staðsetningar. Menntun er hægt að sækja í gegnum einfaldar tæknilausnir sem gerir það að verkum að einstaklingar og fyrirtæki um land allt geta eflt sig í leik og starfi. Fram á völlinn Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Framleiðnisjóð landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hóf í fyrra rekstur verkefnisins Fram á völlinn. Um er að ræða samstarfsverkefni sem miðar að því að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði íbúa. Á haustmisseri 2019 kom verkefnið til framkvæmdar í Dölunum og var því ætlað að fylgja eftir kynningarherferð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Gríptu boltann, sem hvatti til nýsköpunar í sveitum. Fram á völlinn samanstendur af átta vinnusmiðjum þar sem blandað er saman fræðslu, leiðsögn og vinnu við hugmyndir þátttakenda. Þátttakendur vinna saman að verkefnum hvers annars um leið og sínum eigin og eflir það og styrkir bæði þátttakendur og verkefnin. Þátttakendur fengu einnig leiðsögn um helstu verkfæri til viðskiptáætlana og því til viðbótar hafa þeir aðgengi að leiðbeinendum eftir þörfum hvers og eins. Alls skráðu 19 þátttakendur sig til leiks og skuldbundu sig til að vinna að sköpun eigin atvinnutækifæris á meðan verkefninu stóð. Störf án staðsetningar Ekki var einungis verið að hvetja til nýsköpunar í rekstri heldur var líka hvatt til þess að fólk veitti störfum án staðsetningar athygli. Það á enda ekki við alla að eiga og reka fyrirtæki. Einstaklingar vilja þó gjarnan fá starf við hæfi sem reynir á þeirra þekkingu og færni þar sem það kýs að búa. Vinnustöðum sem bjóða upp á störf án staðsetningar fer ört fjölgandi og hafa víða um heim verið sett upp einhvers konar „hub“ eða samnýtt vinnurými þar sem fleiri ámóta einstaklingar starfa ýmist að eigin verkefnum eða sem starfmenn fyrirtækja sem eiga höfuðstöðvar í þéttbýlum. Má þar nefna Blábankann á Þingeyri og Coworking á Akranesi sem dæmi um slík samvinnurými. Hugsum í lausnum Undanfarnar vikur hafa sýnt okkur enn frekar að störf geta vel verið án staðsetningar. Með því að breyta venjum okkar svo mikið á skömmum tíma höfum við sannað fyrir sjálfum okkur að fastmótaðar venjur getur auðveldlega tekið breytingum. Hlutirnir þurfa alls ekki að vera eins og þeir hafa alltaf verið. Látum ekki viðjar hugarfars halda aftur af okkur, við þurfum að hugsa í lausnum og það er alltaf pláss fyrir nýsköpun. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við getum nýtt tækifærið sem Covid-19 faraldurinn hefur fært okkur og hugsað atvinnulíf á Íslandi upp á nýtt. Með því að opna hugann gagnvart störfum án staðsetningar er hægt að auka fjölbreytileika atvinnulífs og efla nýsköpun og atvinnuuppbyggingu um allt land. Landsbyggðirnar hafa upp á að bjóða fjölbreytta kosti sem atvinnulífið gæti notið góðs af, svo sem fjölbreyttan mannauð og lægri rekstrarkostnað (t.d. í formi lægra leiguverðs) og öflugar menntastofnanir sem starfa náið með atvinnulífinu. Undanfarin ár hefur orðið heilmikil uppbygging innviða, til dæmis með verkefninu Ljóstengt Ísland. Nú er það því vel raunhæfur möguleiki að bjóða störf án staðsetningar. Menntun er hægt að sækja í gegnum einfaldar tæknilausnir sem gerir það að verkum að einstaklingar og fyrirtæki um land allt geta eflt sig í leik og starfi. Fram á völlinn Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Framleiðnisjóð landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hóf í fyrra rekstur verkefnisins Fram á völlinn. Um er að ræða samstarfsverkefni sem miðar að því að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði íbúa. Á haustmisseri 2019 kom verkefnið til framkvæmdar í Dölunum og var því ætlað að fylgja eftir kynningarherferð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Gríptu boltann, sem hvatti til nýsköpunar í sveitum. Fram á völlinn samanstendur af átta vinnusmiðjum þar sem blandað er saman fræðslu, leiðsögn og vinnu við hugmyndir þátttakenda. Þátttakendur vinna saman að verkefnum hvers annars um leið og sínum eigin og eflir það og styrkir bæði þátttakendur og verkefnin. Þátttakendur fengu einnig leiðsögn um helstu verkfæri til viðskiptáætlana og því til viðbótar hafa þeir aðgengi að leiðbeinendum eftir þörfum hvers og eins. Alls skráðu 19 þátttakendur sig til leiks og skuldbundu sig til að vinna að sköpun eigin atvinnutækifæris á meðan verkefninu stóð. Störf án staðsetningar Ekki var einungis verið að hvetja til nýsköpunar í rekstri heldur var líka hvatt til þess að fólk veitti störfum án staðsetningar athygli. Það á enda ekki við alla að eiga og reka fyrirtæki. Einstaklingar vilja þó gjarnan fá starf við hæfi sem reynir á þeirra þekkingu og færni þar sem það kýs að búa. Vinnustöðum sem bjóða upp á störf án staðsetningar fer ört fjölgandi og hafa víða um heim verið sett upp einhvers konar „hub“ eða samnýtt vinnurými þar sem fleiri ámóta einstaklingar starfa ýmist að eigin verkefnum eða sem starfmenn fyrirtækja sem eiga höfuðstöðvar í þéttbýlum. Má þar nefna Blábankann á Þingeyri og Coworking á Akranesi sem dæmi um slík samvinnurými. Hugsum í lausnum Undanfarnar vikur hafa sýnt okkur enn frekar að störf geta vel verið án staðsetningar. Með því að breyta venjum okkar svo mikið á skömmum tíma höfum við sannað fyrir sjálfum okkur að fastmótaðar venjur getur auðveldlega tekið breytingum. Hlutirnir þurfa alls ekki að vera eins og þeir hafa alltaf verið. Látum ekki viðjar hugarfars halda aftur af okkur, við þurfum að hugsa í lausnum og það er alltaf pláss fyrir nýsköpun. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun