Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2020 18:15 Arion banki tapaði tæpum 2,2 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020. Vísir/vilhelm Íslandsbanki tapaði 1,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020 samanborið við 2,6 milljarða króna hagnað fyrsta ársfjórðung ársins 2019. Þá tapaði Arion banki tæpum 2,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra var afkoman jákvæð um sem nemur rúmum milljarði króna. Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. Útlán jukust um 2,7% Í uppgjöri Íslandsbanka segir að arðsemi eiginfjár hafi verið neikvæð um 3% á ársgrundvelli samanborið við 5,9% á sama tímabili í fyrra. Þá voru hreinar vaxtatekjur 8,6 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi en var 7,9 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Þá lækkaði stjórnunarkostnaður bankans um 8,4% milli ára og nam 5,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Útlán til viðskiptavina jukust um 2,7% á tímabilinu og voru 924 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2020. Ný útlán voru 57 milljarðar króna ársfjórðungnum samanborið við 51 milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Endurfjármögnuð lán voru 16 milljarðar króna. „Breytingin er að mestu tilkominn vegna veikingar íslensku krónunnar eða 20,8 ma. kr,“ segir í uppgjöri Íslandsbanka. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Vísir/vilhelm Þá segir einnig að lausafjárstaða bankans sé sterk, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum, og umfram kröfur eftirlitsaðila sem og innri viðmið. Heildareiginfjárhlutfall bankans sé einnig sterkt, eða 21,9% í lok mars. „Þrátt fyrir langtímastefnu Íslandsbanka hf. um 40-50% arðgreiðsluhlutfall var samþykkt á aðalfundi Íslandsbanka að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna ársins 2019 í ljósi óvissu af völdum fordæmalausra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Jafnframt var samþykkt að stjórn bankans mætti kalla til sérstaks hluthafafundar síðar á árinu 2020 þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára kynni að vera lögð fram,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka í tilkynningu að arðsemi eigin fjár sé „undir markmiði sem skýrist af aðstæðum í kjölfar COVID-19 faraldursins sem eiga sér enga hliðstæðu.“ Hætta við arðgreiðslu Kórónuveirufaraldurinn litar einnig afkomu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þar segir einnig að afkoma af áframhaldandi starfsemi samstæðu Arion banka á fjórðungnum hafi verið neikvæð um sem nemur 1.282 milljónum króna. Arðsemi eiginfjár var neikvæð um 4.6% og neikvæð um 2.7% af áframhaldandi starfsemi. Á sama tímabili 2019 var afkoma Arion banka jákvæð sem nemur 1.018 milljónum króna og arðsemi eigin fjár var 2.1%. Heildareignir námu 1.188 milljörðum króna í lok mars 2020, samanborið við 1.082 milljarða króna í árslok 2019. Lausafé bankans jókst. Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 9,4% frá áramótum en bankinn hefur lagt áherslu á innlán í fjármögnun sinni. Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.Arion banki Heildareigið fé í lok mars nam 184 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019 en lækkunin er einkum tilkomin vegna áframhaldandi kaupa á eigin bréfum bankans á fyrsta ársfjórðungi 2020, að því er segir í tilkynningu. Líkt og í tilfelli Íslandsbanka lagði stjórn Arion banka til að ekki verði af fyrirhugaðri arðgreiðslu vegna ársins 2019 í ljósi kórónuveirufaraldursins og tilmæla Seðlabanka Íslands þar að lútandi. „Sú ákvörðun verður til þess að tillaga um 10 milljarða króna arðgreiðslu, sem lá fyrir í árslok 2019, hefur ekki lengur áhrif til lækkunar á eiginfjárgrunni samstæðunnar,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni bankastjóra Arion banka að eiginfjár- og lausafjárstaða bankans sé óvenju sterk og 27,5% eiginfjárhlutfall bankans hærra en nokkru sinni. „Þriðjungur af eigin fé bankans, eða um 63 milljarðar króna, er umfram lögboðið lágmark og er bankinn því vel í stakk búinn til að takast á við þær aðstæður sem nú eru uppi,“ segir Benedikt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Íslandsbanki tapaði 1,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020 samanborið við 2,6 milljarða króna hagnað fyrsta ársfjórðung ársins 2019. Þá tapaði Arion banki tæpum 2,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra var afkoman jákvæð um sem nemur rúmum milljarði króna. Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. Útlán jukust um 2,7% Í uppgjöri Íslandsbanka segir að arðsemi eiginfjár hafi verið neikvæð um 3% á ársgrundvelli samanborið við 5,9% á sama tímabili í fyrra. Þá voru hreinar vaxtatekjur 8,6 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi en var 7,9 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Þá lækkaði stjórnunarkostnaður bankans um 8,4% milli ára og nam 5,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Útlán til viðskiptavina jukust um 2,7% á tímabilinu og voru 924 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2020. Ný útlán voru 57 milljarðar króna ársfjórðungnum samanborið við 51 milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Endurfjármögnuð lán voru 16 milljarðar króna. „Breytingin er að mestu tilkominn vegna veikingar íslensku krónunnar eða 20,8 ma. kr,“ segir í uppgjöri Íslandsbanka. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Vísir/vilhelm Þá segir einnig að lausafjárstaða bankans sé sterk, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum, og umfram kröfur eftirlitsaðila sem og innri viðmið. Heildareiginfjárhlutfall bankans sé einnig sterkt, eða 21,9% í lok mars. „Þrátt fyrir langtímastefnu Íslandsbanka hf. um 40-50% arðgreiðsluhlutfall var samþykkt á aðalfundi Íslandsbanka að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna ársins 2019 í ljósi óvissu af völdum fordæmalausra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Jafnframt var samþykkt að stjórn bankans mætti kalla til sérstaks hluthafafundar síðar á árinu 2020 þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára kynni að vera lögð fram,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka í tilkynningu að arðsemi eigin fjár sé „undir markmiði sem skýrist af aðstæðum í kjölfar COVID-19 faraldursins sem eiga sér enga hliðstæðu.“ Hætta við arðgreiðslu Kórónuveirufaraldurinn litar einnig afkomu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þar segir einnig að afkoma af áframhaldandi starfsemi samstæðu Arion banka á fjórðungnum hafi verið neikvæð um sem nemur 1.282 milljónum króna. Arðsemi eiginfjár var neikvæð um 4.6% og neikvæð um 2.7% af áframhaldandi starfsemi. Á sama tímabili 2019 var afkoma Arion banka jákvæð sem nemur 1.018 milljónum króna og arðsemi eigin fjár var 2.1%. Heildareignir námu 1.188 milljörðum króna í lok mars 2020, samanborið við 1.082 milljarða króna í árslok 2019. Lausafé bankans jókst. Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 9,4% frá áramótum en bankinn hefur lagt áherslu á innlán í fjármögnun sinni. Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.Arion banki Heildareigið fé í lok mars nam 184 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019 en lækkunin er einkum tilkomin vegna áframhaldandi kaupa á eigin bréfum bankans á fyrsta ársfjórðungi 2020, að því er segir í tilkynningu. Líkt og í tilfelli Íslandsbanka lagði stjórn Arion banka til að ekki verði af fyrirhugaðri arðgreiðslu vegna ársins 2019 í ljósi kórónuveirufaraldursins og tilmæla Seðlabanka Íslands þar að lútandi. „Sú ákvörðun verður til þess að tillaga um 10 milljarða króna arðgreiðslu, sem lá fyrir í árslok 2019, hefur ekki lengur áhrif til lækkunar á eiginfjárgrunni samstæðunnar,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni bankastjóra Arion banka að eiginfjár- og lausafjárstaða bankans sé óvenju sterk og 27,5% eiginfjárhlutfall bankans hærra en nokkru sinni. „Þriðjungur af eigin fé bankans, eða um 63 milljarðar króna, er umfram lögboðið lágmark og er bankinn því vel í stakk búinn til að takast á við þær aðstæður sem nú eru uppi,“ segir Benedikt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira