Manshaus vildi keyra niður sem flesta í miðborg Oslóar Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 07:41 Verjandi Manshaus, Audun Beckstrøm (til vinstri) og ákærði, Philip Manshaus (til hægri) í dómsal í morgun. EPA Norðmaðurinn Philip Manshaus var með áætlanir um að keyra niður sem flesta í miðborg Oslóar. Það kemur fram í skrifuðum athugasemdum hans sem hafa verið lagðar fyrir dóm, en réttarhöld hófust í máli Manshaus í morgun. Hinn 22 ára Manshaus er ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalögum eftir að hann drap sautján ára stjúpsystur sína á heimili í Bærum og réðst að því loknu á moskuna al-Noor Islamic Centre þann 10. ágúst síðastliðinn. Fór hann þangað með með skotvopn og með það að markmiði að „drepa eins marga múslima og mögulegt væri“, líkt og segir í ákæru. Gestum í moskunni tókst hins vegar að yfirbuga Manshaus áður en hann náði að slasa nokkurn. Hann hafði þó hleypt af nokkrum skotum. Manshaus hefur viðurkennt gjörðirnar, en neitar þó sök. Verjandi Manshaus segir ákærða bera fyrir sig neyðarrétt. Lögregla vill meina að Manshaus hafi drepið stjúpsystur sína, Johanne Zhangjia Ihle-Hansen, þar sem hún var ekki af norskum uppruna. Þegar Manshaus mætti fyrir dómara í dag brosti hans og heilsaði að nasistasið, áður en hann settist við hlið verjenda síns. Í skjölum sem fundust í herbergi Manshaus við húsleit mátti svo sjá áætlanir um að keyra niður gangandi vegfarendur í hverfinu Grønland í Osló. Þar mátti líka sjá lista um kosti og galla slíkrar árásar. Sagði meðal annars að Grønland væri hverfi með mikið af ungu fólki, sem hann taldi vera kostur. Áætlað er að réttarhöldin standi í þrjár vikur og eru alls um þrjátíu manns á vitnalista, þar á meðal faðir Manshaus og svo móðir hinnar látnu. Noregur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalöggjöfinni Saksóknarar í Noregi hafa ákært hinn 22 ára Philip Manshaus fyrir morð og brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni. 17. febrúar 2020 14:02 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Norðmaðurinn Philip Manshaus var með áætlanir um að keyra niður sem flesta í miðborg Oslóar. Það kemur fram í skrifuðum athugasemdum hans sem hafa verið lagðar fyrir dóm, en réttarhöld hófust í máli Manshaus í morgun. Hinn 22 ára Manshaus er ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalögum eftir að hann drap sautján ára stjúpsystur sína á heimili í Bærum og réðst að því loknu á moskuna al-Noor Islamic Centre þann 10. ágúst síðastliðinn. Fór hann þangað með með skotvopn og með það að markmiði að „drepa eins marga múslima og mögulegt væri“, líkt og segir í ákæru. Gestum í moskunni tókst hins vegar að yfirbuga Manshaus áður en hann náði að slasa nokkurn. Hann hafði þó hleypt af nokkrum skotum. Manshaus hefur viðurkennt gjörðirnar, en neitar þó sök. Verjandi Manshaus segir ákærða bera fyrir sig neyðarrétt. Lögregla vill meina að Manshaus hafi drepið stjúpsystur sína, Johanne Zhangjia Ihle-Hansen, þar sem hún var ekki af norskum uppruna. Þegar Manshaus mætti fyrir dómara í dag brosti hans og heilsaði að nasistasið, áður en hann settist við hlið verjenda síns. Í skjölum sem fundust í herbergi Manshaus við húsleit mátti svo sjá áætlanir um að keyra niður gangandi vegfarendur í hverfinu Grønland í Osló. Þar mátti líka sjá lista um kosti og galla slíkrar árásar. Sagði meðal annars að Grønland væri hverfi með mikið af ungu fólki, sem hann taldi vera kostur. Áætlað er að réttarhöldin standi í þrjár vikur og eru alls um þrjátíu manns á vitnalista, þar á meðal faðir Manshaus og svo móðir hinnar látnu.
Noregur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalöggjöfinni Saksóknarar í Noregi hafa ákært hinn 22 ára Philip Manshaus fyrir morð og brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni. 17. febrúar 2020 14:02 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalöggjöfinni Saksóknarar í Noregi hafa ákært hinn 22 ára Philip Manshaus fyrir morð og brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni. 17. febrúar 2020 14:02