Fjöldi lögreglumanna mættu í morgun að fjallakofa norska auðjöfursins Tom Hagen við Kvitfjell. Þetta staðfestir talsmaður lögreglu í samtali við norska fjölmiðla.
Tom Hagen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth frá 31. október 2018.
Norskir fjölmiðlar segja lögeglu hafa notast við þrívíddarskanna við fjallakofann í morgun.
Lögregla hefur síðustu daga rannsakað húsnæði Hagen frekar, meðal annars heimili hans við Sloraveien í Lørenskog og svo vinnustað hans í Futurum industripark. Hefur lögregla lagt hald á einhver gögn.
Fyrr í vikunni var greint frá því að lögregla rannsakaði nú ræsisbrunn í innkeyrslunni á lóð Hagen í Lørenskog.
Málið var fyrst rannsakað sem mannrán, en Tom Hagen er nú talinn hafa sviðsett ránið til að villa um fyrir lögreglunni.