Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 17:58 Jóhannes Þór Skúlason hefur áhyggjur af stöðu ferðaskrifstofa nái frumvarp ekki fram að ganga. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. Hann segir að ef komist málið ekki í gegn séu þingmenn að taka meðvitaða ákvörðun um að reka ferðaskrifstofur í gjaldþrot. Þá gerir hann athugasemd við framgöngu Neytendasamtakanna vegna málsins. „Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða með inneignarnótum til 12 mánaða fær að fuðra upp í pólitískum smjörklípuslag,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebook. Umrætt frumvarp er hluti af aðgerðapakka ríkistjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert, að því er fram kemur í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Jóhannes Þór segir að breytingin sem fylgi frumvarpinu sé mikilvæg. „Það er vegna þess að það er orðið augljóst og almennt viðurkennt að forsendur evrópsku pakkaferðalöggjafarinnar eru algerlega brostnar. Löggjöfin var ekki skrifuð til að taka á aðstæðum þar sem fullkomið niðurbrot verður á ferðaþjónustu í allri heimsálfunni. Þessi 14 daga endurgreiðsluregla er undantekning frá almennum viðskiptaháttum sem getur átt við þegar eitt fyrirtæki hættir rekstri, en ekki þegar öll ferðaþjónusta stöðvast í heilli heimsálfu,“ skrifar hann. Vegna gildandi laga séu ferðaskrifstofur eini hlekkurinn í ferðaþjónustu sem sitji upp með lögskyldu á að endurgreiða viðskiptavinum í peningum, á sama tíma og allar aðrar endurgreiðslur hafi stöðvast á öðrum sviðum ferðaþjónustunnar í Evrópu. Þetta skili sér í verri stöðu fyrir neytendur og því furðar Jóhannes Þór sig á afstöðu Neytendasamtakanna í málinu, sem lagst hafa gegn frumvarpinu. „Staðreynd málsins er sú að með því að berjast á móti þessu máli eru neytendasamtökin ekki að tryggja jafna stöðu neytenda heldur eru í raun að tryggja betri stöðu sumra neytenda á kostnað annarra - að „tryggja fyrstir koma fyrstir fá“ stöðu þeirra aðgangshörðustu á kostnað hinna,“ skrifar Jóhannes Þór. Verði haldið fast við núverandi löggjöf um skýlausa endurgreiðslu sé öruggt að ferðaskrifstofur muni verða gjaldþrota, þeim mun fleiri sem fái endurgreitt, þeim mun meiri líkur á fleiri gjaldþrotum að mati Jóhannesar Þórs. Því sé afstaða Neytendasamtakanna að hans mati ekki í þágu neytenda. „Það þýðir að þeir sem ekki hafa fengið greitt út þegar ferðaskrifstofa verður gjaldþrota þurfa að treysta á tryggingakerfið. Þeir þurfa þá að bíða mánuðum saman eftir greiðslu og mögulega fá þeir aðeins hluta greiddan ef trygging viðkomandi fyrirtækis nægir ekki. Þessir neytendur eru þá í mun verri stöðu en hinir. Sú verri staða mun þá vera að fullu í boði Neytendasamtakanna og þingmanna sem hafna þessu frumvarpi.“ Færslu Jóhannes Þórs má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 7. maí 2020 Alþingi Neytendur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. Hann segir að ef komist málið ekki í gegn séu þingmenn að taka meðvitaða ákvörðun um að reka ferðaskrifstofur í gjaldþrot. Þá gerir hann athugasemd við framgöngu Neytendasamtakanna vegna málsins. „Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða með inneignarnótum til 12 mánaða fær að fuðra upp í pólitískum smjörklípuslag,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebook. Umrætt frumvarp er hluti af aðgerðapakka ríkistjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert, að því er fram kemur í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Jóhannes Þór segir að breytingin sem fylgi frumvarpinu sé mikilvæg. „Það er vegna þess að það er orðið augljóst og almennt viðurkennt að forsendur evrópsku pakkaferðalöggjafarinnar eru algerlega brostnar. Löggjöfin var ekki skrifuð til að taka á aðstæðum þar sem fullkomið niðurbrot verður á ferðaþjónustu í allri heimsálfunni. Þessi 14 daga endurgreiðsluregla er undantekning frá almennum viðskiptaháttum sem getur átt við þegar eitt fyrirtæki hættir rekstri, en ekki þegar öll ferðaþjónusta stöðvast í heilli heimsálfu,“ skrifar hann. Vegna gildandi laga séu ferðaskrifstofur eini hlekkurinn í ferðaþjónustu sem sitji upp með lögskyldu á að endurgreiða viðskiptavinum í peningum, á sama tíma og allar aðrar endurgreiðslur hafi stöðvast á öðrum sviðum ferðaþjónustunnar í Evrópu. Þetta skili sér í verri stöðu fyrir neytendur og því furðar Jóhannes Þór sig á afstöðu Neytendasamtakanna í málinu, sem lagst hafa gegn frumvarpinu. „Staðreynd málsins er sú að með því að berjast á móti þessu máli eru neytendasamtökin ekki að tryggja jafna stöðu neytenda heldur eru í raun að tryggja betri stöðu sumra neytenda á kostnað annarra - að „tryggja fyrstir koma fyrstir fá“ stöðu þeirra aðgangshörðustu á kostnað hinna,“ skrifar Jóhannes Þór. Verði haldið fast við núverandi löggjöf um skýlausa endurgreiðslu sé öruggt að ferðaskrifstofur muni verða gjaldþrota, þeim mun fleiri sem fái endurgreitt, þeim mun meiri líkur á fleiri gjaldþrotum að mati Jóhannesar Þórs. Því sé afstaða Neytendasamtakanna að hans mati ekki í þágu neytenda. „Það þýðir að þeir sem ekki hafa fengið greitt út þegar ferðaskrifstofa verður gjaldþrota þurfa að treysta á tryggingakerfið. Þeir þurfa þá að bíða mánuðum saman eftir greiðslu og mögulega fá þeir aðeins hluta greiddan ef trygging viðkomandi fyrirtækis nægir ekki. Þessir neytendur eru þá í mun verri stöðu en hinir. Sú verri staða mun þá vera að fullu í boði Neytendasamtakanna og þingmanna sem hafna þessu frumvarpi.“ Færslu Jóhannes Þórs má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 7. maí 2020
Alþingi Neytendur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira