Íbúar í Ísafjarðarbæ greiða tuttugu milljónir til tveggja bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2020 16:21 Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar - Ísafjörður Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær tæplega 12,5 milljónir króna greiddar frá bænum í tengslum við starfslok sín. Um er að ræða sex mánaða laun. Þetta kemur fram í svari starfandi bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúa Í-listans á bæjarstjórnarfundi í morgun. Samanlagður kostnaður við tvo bæjarstjóra yfir fimm mánaða tímabili nemur tæplega tuttugu milljónum króna. Guðmundur komst að samkomulagi um starfsflok við bæjarstjórnina þann 27. janúar. Hann lýsti því fyrir helgi að honum fyndist hann og fjölskyldan ekki lengur velkomin á svæðinu. Hann upplifði fantabrögð í bæjarstjórninni lýsti brottför fjölskyldunnar sem flótta. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari Ísafjarðarbæjar, var fengin til að gegna starfi bæjarstjóra á meðan leit stæði. Fór svo að Birgir Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Reykjalundar, var ráðinn bæjarstjóri. Í millitíðinni réð Þórdís Sif sig sem sveitarstjóra í Borgarbyggð þangað sem hún á ættir að rekja. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, spurði á bæjarstjórnarfundinum í morgun hve háan kostnað bæjarstjóraskiptin hefðu í för með sér á bæjarsjóð. Sömuleiðis óskaði hún eftir upplýsingum um húsnæðismál bæjarstjóra og á hvaða kjörum hann muni fá að leigja efstu hæðina á Sindragötu 4a. Einnig hvers vegna hætt hafi verið við að selja þá íbúð. Þórdís Sif upplýsti í skriflegu svari við fyrirspurninni að Birgir Gunnarsson fengi 1,8 milljón króna í heildarlaun, 1,6 milljónir króna að frátöldu orlofi. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um leigu íbúðar og leigufjárhæðar á efstu hæð Sindragötu 4 til nýráðins bæjarstjóra. Ekki hafi borist kauptilboð í eignina en hún hafi verið tekin tímabundið úr sölu. Kostnaður íbúa Ísafjarðarbæjar við bæjarstjórana tvo þessa fimm mánuði nema því tæplega tuttugu milljónum króna. Ísafjarðarbær Vistaskipti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær tæplega 12,5 milljónir króna greiddar frá bænum í tengslum við starfslok sín. Um er að ræða sex mánaða laun. Þetta kemur fram í svari starfandi bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúa Í-listans á bæjarstjórnarfundi í morgun. Samanlagður kostnaður við tvo bæjarstjóra yfir fimm mánaða tímabili nemur tæplega tuttugu milljónum króna. Guðmundur komst að samkomulagi um starfsflok við bæjarstjórnina þann 27. janúar. Hann lýsti því fyrir helgi að honum fyndist hann og fjölskyldan ekki lengur velkomin á svæðinu. Hann upplifði fantabrögð í bæjarstjórninni lýsti brottför fjölskyldunnar sem flótta. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari Ísafjarðarbæjar, var fengin til að gegna starfi bæjarstjóra á meðan leit stæði. Fór svo að Birgir Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Reykjalundar, var ráðinn bæjarstjóri. Í millitíðinni réð Þórdís Sif sig sem sveitarstjóra í Borgarbyggð þangað sem hún á ættir að rekja. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, spurði á bæjarstjórnarfundinum í morgun hve háan kostnað bæjarstjóraskiptin hefðu í för með sér á bæjarsjóð. Sömuleiðis óskaði hún eftir upplýsingum um húsnæðismál bæjarstjóra og á hvaða kjörum hann muni fá að leigja efstu hæðina á Sindragötu 4a. Einnig hvers vegna hætt hafi verið við að selja þá íbúð. Þórdís Sif upplýsti í skriflegu svari við fyrirspurninni að Birgir Gunnarsson fengi 1,8 milljón króna í heildarlaun, 1,6 milljónir króna að frátöldu orlofi. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um leigu íbúðar og leigufjárhæðar á efstu hæð Sindragötu 4 til nýráðins bæjarstjóra. Ekki hafi borist kauptilboð í eignina en hún hafi verið tekin tímabundið úr sölu. Kostnaður íbúa Ísafjarðarbæjar við bæjarstjórana tvo þessa fimm mánuði nema því tæplega tuttugu milljónum króna.
Ísafjarðarbær Vistaskipti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira