Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2020 07:11 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, þann 31. október 2018. Samsett/EPA Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. Norska lögreglan segir í yfirlýsingu í morgun að maðurinn sé á fertugsaldri og búsettur í Raumaríki. Maðurinn er í haldi vegna gruns um að hafa gerst brotlegur við 275. grein norskra hegningarlaga – fyrir að hafa banað Anne-Elisabeth Hagen eða átt aðild að drápi. Lögregla segir manninn tengjast Tom Hagen og er vitað að maðurinn þekki vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Beðið eftir úrskurði hæstaréttar Tom Hagen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth frá 31. október 2018. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán, en lögregla telur nú Tom Hagen hafa sviðsett ránið til að villa um fyrir lögreglunni. Tom Hagen var handtekinn í lok aprílmánaðar og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögmannsréttur Eidsivaþing í Noregi úrskurðaði hins vegar í gær að Hagen skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi, vegna ónógra sönnunargagna. Þar sem að lögregla áfrýjaði þeim úrskurði til hæstaréttar landsins þarf Hagen að sitja áfram í gæsluvarðhaldi þar til að rétturinn hefur tekið málið til meðferðar. Útiloka ekki fleiri handtökur Verjandi Hagen hefur ítrekað bent á vanþekkingu Tom Hagen á rafmyntum sem vísbendingu um að hann hafi hvergi komið nálægt hvarfinu á eiginkonu sinni, en upphaflega var talið að Anne-Elisabeth Hagen hafi verið rænt og að mannræningjarnir farið fram á háar upphæðir sem skyldu greiddar með rafmynt ef tryggja ætti lausn hennar. NRK segir frá því að lögregla hafi handtekið manninn í höfuðborginni Osló í gærkvöldi og hafi í kjölfarið verið framkvæmd húsleit á heimili mannsins. Lögregla hefur ekki útilokað að fleiri handtökur veri gerðar í málinu. Noregur Anne-Elisabeth Hagen Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. Norska lögreglan segir í yfirlýsingu í morgun að maðurinn sé á fertugsaldri og búsettur í Raumaríki. Maðurinn er í haldi vegna gruns um að hafa gerst brotlegur við 275. grein norskra hegningarlaga – fyrir að hafa banað Anne-Elisabeth Hagen eða átt aðild að drápi. Lögregla segir manninn tengjast Tom Hagen og er vitað að maðurinn þekki vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Beðið eftir úrskurði hæstaréttar Tom Hagen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth frá 31. október 2018. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán, en lögregla telur nú Tom Hagen hafa sviðsett ránið til að villa um fyrir lögreglunni. Tom Hagen var handtekinn í lok aprílmánaðar og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögmannsréttur Eidsivaþing í Noregi úrskurðaði hins vegar í gær að Hagen skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi, vegna ónógra sönnunargagna. Þar sem að lögregla áfrýjaði þeim úrskurði til hæstaréttar landsins þarf Hagen að sitja áfram í gæsluvarðhaldi þar til að rétturinn hefur tekið málið til meðferðar. Útiloka ekki fleiri handtökur Verjandi Hagen hefur ítrekað bent á vanþekkingu Tom Hagen á rafmyntum sem vísbendingu um að hann hafi hvergi komið nálægt hvarfinu á eiginkonu sinni, en upphaflega var talið að Anne-Elisabeth Hagen hafi verið rænt og að mannræningjarnir farið fram á háar upphæðir sem skyldu greiddar með rafmynt ef tryggja ætti lausn hennar. NRK segir frá því að lögregla hafi handtekið manninn í höfuðborginni Osló í gærkvöldi og hafi í kjölfarið verið framkvæmd húsleit á heimili mannsins. Lögregla hefur ekki útilokað að fleiri handtökur veri gerðar í málinu.
Noregur Anne-Elisabeth Hagen Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira