Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2020 07:11 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, þann 31. október 2018. Samsett/EPA Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. Norska lögreglan segir í yfirlýsingu í morgun að maðurinn sé á fertugsaldri og búsettur í Raumaríki. Maðurinn er í haldi vegna gruns um að hafa gerst brotlegur við 275. grein norskra hegningarlaga – fyrir að hafa banað Anne-Elisabeth Hagen eða átt aðild að drápi. Lögregla segir manninn tengjast Tom Hagen og er vitað að maðurinn þekki vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Beðið eftir úrskurði hæstaréttar Tom Hagen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth frá 31. október 2018. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán, en lögregla telur nú Tom Hagen hafa sviðsett ránið til að villa um fyrir lögreglunni. Tom Hagen var handtekinn í lok aprílmánaðar og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögmannsréttur Eidsivaþing í Noregi úrskurðaði hins vegar í gær að Hagen skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi, vegna ónógra sönnunargagna. Þar sem að lögregla áfrýjaði þeim úrskurði til hæstaréttar landsins þarf Hagen að sitja áfram í gæsluvarðhaldi þar til að rétturinn hefur tekið málið til meðferðar. Útiloka ekki fleiri handtökur Verjandi Hagen hefur ítrekað bent á vanþekkingu Tom Hagen á rafmyntum sem vísbendingu um að hann hafi hvergi komið nálægt hvarfinu á eiginkonu sinni, en upphaflega var talið að Anne-Elisabeth Hagen hafi verið rænt og að mannræningjarnir farið fram á háar upphæðir sem skyldu greiddar með rafmynt ef tryggja ætti lausn hennar. NRK segir frá því að lögregla hafi handtekið manninn í höfuðborginni Osló í gærkvöldi og hafi í kjölfarið verið framkvæmd húsleit á heimili mannsins. Lögregla hefur ekki útilokað að fleiri handtökur veri gerðar í málinu. Noregur Anne-Elisabeth Hagen Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. Norska lögreglan segir í yfirlýsingu í morgun að maðurinn sé á fertugsaldri og búsettur í Raumaríki. Maðurinn er í haldi vegna gruns um að hafa gerst brotlegur við 275. grein norskra hegningarlaga – fyrir að hafa banað Anne-Elisabeth Hagen eða átt aðild að drápi. Lögregla segir manninn tengjast Tom Hagen og er vitað að maðurinn þekki vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Beðið eftir úrskurði hæstaréttar Tom Hagen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth frá 31. október 2018. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán, en lögregla telur nú Tom Hagen hafa sviðsett ránið til að villa um fyrir lögreglunni. Tom Hagen var handtekinn í lok aprílmánaðar og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögmannsréttur Eidsivaþing í Noregi úrskurðaði hins vegar í gær að Hagen skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi, vegna ónógra sönnunargagna. Þar sem að lögregla áfrýjaði þeim úrskurði til hæstaréttar landsins þarf Hagen að sitja áfram í gæsluvarðhaldi þar til að rétturinn hefur tekið málið til meðferðar. Útiloka ekki fleiri handtökur Verjandi Hagen hefur ítrekað bent á vanþekkingu Tom Hagen á rafmyntum sem vísbendingu um að hann hafi hvergi komið nálægt hvarfinu á eiginkonu sinni, en upphaflega var talið að Anne-Elisabeth Hagen hafi verið rænt og að mannræningjarnir farið fram á háar upphæðir sem skyldu greiddar með rafmynt ef tryggja ætti lausn hennar. NRK segir frá því að lögregla hafi handtekið manninn í höfuðborginni Osló í gærkvöldi og hafi í kjölfarið verið framkvæmd húsleit á heimili mannsins. Lögregla hefur ekki útilokað að fleiri handtökur veri gerðar í málinu.
Noregur Anne-Elisabeth Hagen Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent