Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2020 10:49 Gregory Johns McMichael og Travis James McMichael, eftir að þeir voru handteknir í gærkvöldi. Vísir/AP Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. Feðgarnir voru handteknir degi eftir að Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, tók yfir rannsókn málsins. Feðgarnir heita Gregory McMichael og Travis McMichael. Í febrúar urðu þeir varir við hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery hlaupa í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu. Þeir sóttu vopn og ákváðu að elta Arbery þar sem hann átti að líkjast manni sem hafði framið innbrot í hverfinu. Eftirför þeirra endaði á því að Arbery var skotinn til bana. Sjá einnig: Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Aðstandendur Arbery fagna því að feðgarnir hafi verið handteknir og ákærðir en segja það hafa tekið allt of langan tíma. Rannsókn fór fram en engar ákærur voru lagðar fram. Myndband af atvikinu birtist þó á netinu í vikunni og leiddi það til mikillar bræði í Bandaríkjunum. Málið hefur valdið bræði meðal svartra Bandaríkjamanna.AP/Bobby Haven Komið hefur í ljós að málið er nú á sínum þriðja saksóknara því tveir höfðu áður lýst yfir vanhæfi vegna tengsla við Gregory McMichael, sem starfaði áður fyrir lögregluna í þrjá áratugi. Bæði sem lögregluþjónn og rannsóknarlögreglumaður. Annar saksóknarinn, George E. Barnhill, hafði þó skrifað bréf þar sem hann sagði ekki tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Það bréf var skrifað í síðasta mánuði. Í því sagði Barnhill að feðgarnir hafi verið með skotvopnaleyfi og þeir hafi verið í rétti með að elta mann sem þeir grunuðu um þjófnað. Vitnaði hann í lög um að „borgari megi handtaka brotamann sé afbrot framið í návist hans eða með vitneskju“. Barnhill sagði eining að að Arbery hefði ráðist á Travis McMichael og því hafi feðgarnir verið í rétti þegar þeir vörðu sig og skutu Arbery til bana. Hann þurfti þó að að lýsa yfir vanhæfi seinna meir, eins og áður hefur komið fram. Saksóknarinn vísaði í áðurnefnt myndband í bréfi sínu en það var tekið af þriðja manninum sem hafði gengið til liðs við feðgana í því að elta Arbery uppi. Hér má sjá mest allt myndbandið en það var meðal annars birt af einum lögmanna fjölskyldu Arbery. The series of events captured in this video confirm what all the evidence indicated prior to its release Ahmaud Arbery was pursued by three white men that targeted him solely because of his race and murdered him without justification. This is murder. pic.twitter.com/v4TAs0RjO7— S. Lee Merritt, Esq. (@MeritLaw) May 5, 2020 Klippt er á myndbandið áður en þriðja skotinu var hleypt af og við það féll Arbery í jörðina. Hann lést áður en lögregluþjóna bar að garði. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travix McMichael um byssu hans. Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Eftir að myndbandið var birt á netinu var tilkynnt að sérstakur ákærudómstóll yrði kallaður til og hann myndi ákveða hvort ákærur yrðu lagðar fram. Þá tilkynnti Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, að GBI myndi rannsaka málið. Starfsmenn GBI handtóku feðgana svo í gærkvöldi. The GBI will hold a press conference providing more details on the arrests of the McMichaels tomorrow at 9am. The attorney for the #AhmaudArbery family (@MeritLaw) says an investigation into the person who recorded the video, William Bryan, is still underway. @wjxt4 pic.twitter.com/iz4U1Cj2Vx— Kelly Wiley (@KellyWileyNews) May 8, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. Feðgarnir voru handteknir degi eftir að Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, tók yfir rannsókn málsins. Feðgarnir heita Gregory McMichael og Travis McMichael. Í febrúar urðu þeir varir við hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery hlaupa í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu. Þeir sóttu vopn og ákváðu að elta Arbery þar sem hann átti að líkjast manni sem hafði framið innbrot í hverfinu. Eftirför þeirra endaði á því að Arbery var skotinn til bana. Sjá einnig: Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Aðstandendur Arbery fagna því að feðgarnir hafi verið handteknir og ákærðir en segja það hafa tekið allt of langan tíma. Rannsókn fór fram en engar ákærur voru lagðar fram. Myndband af atvikinu birtist þó á netinu í vikunni og leiddi það til mikillar bræði í Bandaríkjunum. Málið hefur valdið bræði meðal svartra Bandaríkjamanna.AP/Bobby Haven Komið hefur í ljós að málið er nú á sínum þriðja saksóknara því tveir höfðu áður lýst yfir vanhæfi vegna tengsla við Gregory McMichael, sem starfaði áður fyrir lögregluna í þrjá áratugi. Bæði sem lögregluþjónn og rannsóknarlögreglumaður. Annar saksóknarinn, George E. Barnhill, hafði þó skrifað bréf þar sem hann sagði ekki tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Það bréf var skrifað í síðasta mánuði. Í því sagði Barnhill að feðgarnir hafi verið með skotvopnaleyfi og þeir hafi verið í rétti með að elta mann sem þeir grunuðu um þjófnað. Vitnaði hann í lög um að „borgari megi handtaka brotamann sé afbrot framið í návist hans eða með vitneskju“. Barnhill sagði eining að að Arbery hefði ráðist á Travis McMichael og því hafi feðgarnir verið í rétti þegar þeir vörðu sig og skutu Arbery til bana. Hann þurfti þó að að lýsa yfir vanhæfi seinna meir, eins og áður hefur komið fram. Saksóknarinn vísaði í áðurnefnt myndband í bréfi sínu en það var tekið af þriðja manninum sem hafði gengið til liðs við feðgana í því að elta Arbery uppi. Hér má sjá mest allt myndbandið en það var meðal annars birt af einum lögmanna fjölskyldu Arbery. The series of events captured in this video confirm what all the evidence indicated prior to its release Ahmaud Arbery was pursued by three white men that targeted him solely because of his race and murdered him without justification. This is murder. pic.twitter.com/v4TAs0RjO7— S. Lee Merritt, Esq. (@MeritLaw) May 5, 2020 Klippt er á myndbandið áður en þriðja skotinu var hleypt af og við það féll Arbery í jörðina. Hann lést áður en lögregluþjóna bar að garði. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travix McMichael um byssu hans. Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Eftir að myndbandið var birt á netinu var tilkynnt að sérstakur ákærudómstóll yrði kallaður til og hann myndi ákveða hvort ákærur yrðu lagðar fram. Þá tilkynnti Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, að GBI myndi rannsaka málið. Starfsmenn GBI handtóku feðgana svo í gærkvöldi. The GBI will hold a press conference providing more details on the arrests of the McMichaels tomorrow at 9am. The attorney for the #AhmaudArbery family (@MeritLaw) says an investigation into the person who recorded the video, William Bryan, is still underway. @wjxt4 pic.twitter.com/iz4U1Cj2Vx— Kelly Wiley (@KellyWileyNews) May 8, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira