Asíski risageitungurinn gæti ekki náð fótfestu á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 11:09 Á vef Vísindavefsins kemur fram að þernur þessarar geitungategundar geti verið 25-45 mm á lengd en drottningin getur verið allt að 55 mm löng. Vísir/Getty Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, segir að asíski risageitungurinn sem óttast er að nái fótfestu í Washington-fylki í Bandaríkjunum myndi hvorki geta lifað af hér né fjölgað sér. Um sé að ræða hitabeltistegund sem þrífist í hitabeltisloftslagi. Þetta kom fram í viðtali við Gísla í Reykjavík síðdegis í gær en tvö staðfest tilfelli af geitungnum hafa komið upp í Washington-fylki. „Þetta er geitungur sem er með útbreiðslu í Suðaustur-Asíu og norður til Japans, að vísu er önnur undirtegund í Japan. Vissulega eru þeir stórir en þeir eru í svona hitabeltisloftslagi þannig að ef þeir fara eitthvað um Bandaríkin, sem þeir gætu gert, þá væri það frekar suður á bóginn frá Washington-fylki til hlýrri landa eða fylkja,“ sagði Gísli. Þá væri ein stunga ekki hættuleg fyrir menn. „En þessir geitungar eru í sjálfu sér ekkert svo hættulegir nema að þeir verða fyrir ónæði af mönnum, ef menn rekast í búin þeirra eða koma við þá, þá geta þeir ráðist í stórum hópum á menn og þá geta þeir verið raunverulega hættulegir. En ein stunga er ekki hættuleg fyrir menn,“ sagði Gísli. Vitað væri til þess að 20 til 30 stykki hafi banað manni. Þeir stingi með afturendanum og sprauti eitri. Við það verði það mikil ónæmisviðbrögð hjá manneskjunni að hún deyr. En vegna þess að þetta er hitabeltistegund, eigum við Íslendingar þá ekki að hafa áhyggjur af því að þessi tiltekna tegund komið hingað? „Nei, ef hún kemur hingað þá á hún ekki eftir að geta lifað hérna og fjölgað sér,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, segir að asíski risageitungurinn sem óttast er að nái fótfestu í Washington-fylki í Bandaríkjunum myndi hvorki geta lifað af hér né fjölgað sér. Um sé að ræða hitabeltistegund sem þrífist í hitabeltisloftslagi. Þetta kom fram í viðtali við Gísla í Reykjavík síðdegis í gær en tvö staðfest tilfelli af geitungnum hafa komið upp í Washington-fylki. „Þetta er geitungur sem er með útbreiðslu í Suðaustur-Asíu og norður til Japans, að vísu er önnur undirtegund í Japan. Vissulega eru þeir stórir en þeir eru í svona hitabeltisloftslagi þannig að ef þeir fara eitthvað um Bandaríkin, sem þeir gætu gert, þá væri það frekar suður á bóginn frá Washington-fylki til hlýrri landa eða fylkja,“ sagði Gísli. Þá væri ein stunga ekki hættuleg fyrir menn. „En þessir geitungar eru í sjálfu sér ekkert svo hættulegir nema að þeir verða fyrir ónæði af mönnum, ef menn rekast í búin þeirra eða koma við þá, þá geta þeir ráðist í stórum hópum á menn og þá geta þeir verið raunverulega hættulegir. En ein stunga er ekki hættuleg fyrir menn,“ sagði Gísli. Vitað væri til þess að 20 til 30 stykki hafi banað manni. Þeir stingi með afturendanum og sprauti eitri. Við það verði það mikil ónæmisviðbrögð hjá manneskjunni að hún deyr. En vegna þess að þetta er hitabeltistegund, eigum við Íslendingar þá ekki að hafa áhyggjur af því að þessi tiltekna tegund komið hingað? „Nei, ef hún kemur hingað þá á hún ekki eftir að geta lifað hérna og fjölgað sér,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira