„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 13:40 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. Hann segir fyrirtæki sem gera slíkt reka rýting í samstöðuna sem stjórnvöld hafa verið að kalla eftir. Í vikunni hafa fjölmiðlar greint frá því að nokkur fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda en einnig greitt sér út arð eða keypt eigin bréf. Þar á meðal eru Össur og Hagar auk Skeljungs en Skeljungur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiða Vinnumálstofnun þá upphæð sem fyrirtækið fékk í gegnum hlutabótaleiðina. Í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, eftir ríkisstjórnarfund í dag var Bjarni spurður í þessu samhengi hvort það kæmi til greina að skoða eitthvað eftir á og jafnvel krefjast endurgreiðslu frá sumum fyrirtækjum. „Við höfum heimildir til þess að kalla eftir gögnum og það voru viss skilyrði, nokkuð rúm, fyrir því að nýta úrræðið þannig að mér finnst nú sjálfsagt að það verði gengið á eftir því og við höfum heimildir til þess og ég vænti þess að það verði gert. Þetta eru kannski fyrst og fremst tilvik þar sem menn hafa verið að taka til sín arð og þannig sýnt að þeir hafi haft mjög sterka fjárhagsstöðu en hafi engu að síður verið að hvíla í þetta úrræði. Það eru tilvik sem eru allt annars eðlis en lagt var upp með,“ sagði Bjarni en benti á að mjög mikilvægt væri að halda því til haga að stjórnvöld hafi verið að reyna að verja ráðningarsamband á milli launafólks og vinnuveitanda. Ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað til að verja ráðningarsambandið „Og það eru tilvik við vitum af þar sem hefur orðið algjört tekjuhrun, verslanir hafa kannski tapað 90% af sínum tekjum og fyrirtæki stóðu frammi fyrir því að segja starfsmönnunum upp. Í þeim tilvikum þá vildum við verja ráðningarsambandið í þágu starfsmannanna og það er ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað í þeim tilgangi, að verja ráðningarsambandið, og nú sjáum við, allir finna hvernig umferðin er að aukast, hagkerfið er aftur að taka við sér og þá verða þessi störf örugg og ráðningarsambandið ennþá til staðar. Þannig að uppistaðan af öllum tilvikum þar sem menn hafa verið að nýta þetta úrræði er akkúrat í samræmi við það sem upp var lagt með,“ sagði Bjarni. Fyrirtæki sem væru hins vegar augljóslega fjárhagslega sterk ættu ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til að standa undir launakostnaði starfsmanna. „Þau eru að reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir. Fyrirtæki sem augljóslega eru fjárhagslega sterk og geta verið að dreifa peningum til hluthafa sinna, þau eiga ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til þess að standa undir launakostnaði starfsmanna sinna,“ sagði Bjarni og kvaðst hins vegar telja að þetta ætti ekki við um öll fyrirtæki. „Sum stór fyrirtæki á Íslandi hefðu líklega sagt upp mörgum starfsmönnum, jafnvel þó að þau séu að öðru leyti í góðum rekstri, því sumar einingarnar voru í algjöru uppnámi, 90% tekjufall og slíkt, og þá held ég að aðgerðin hafi heppnast vel, enda hafi þau þá ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna og ég held að við höfum dæmi um það. Öflug fyrirtæki sem við þekkjum af langri sögu á Íslandi hafi nýtt sér þetta úrræði og ég er ekkert alveg ósáttur við það enda hafi þau ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna. Vegna þess að það hefur þá tekist hjá okkur að verja ráðningarsambandið sem er gott fyrir launþeganna, fyrir starfsfólk fyrirtækjanna,“ sagði Bjarni en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. Hann segir fyrirtæki sem gera slíkt reka rýting í samstöðuna sem stjórnvöld hafa verið að kalla eftir. Í vikunni hafa fjölmiðlar greint frá því að nokkur fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda en einnig greitt sér út arð eða keypt eigin bréf. Þar á meðal eru Össur og Hagar auk Skeljungs en Skeljungur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiða Vinnumálstofnun þá upphæð sem fyrirtækið fékk í gegnum hlutabótaleiðina. Í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, eftir ríkisstjórnarfund í dag var Bjarni spurður í þessu samhengi hvort það kæmi til greina að skoða eitthvað eftir á og jafnvel krefjast endurgreiðslu frá sumum fyrirtækjum. „Við höfum heimildir til þess að kalla eftir gögnum og það voru viss skilyrði, nokkuð rúm, fyrir því að nýta úrræðið þannig að mér finnst nú sjálfsagt að það verði gengið á eftir því og við höfum heimildir til þess og ég vænti þess að það verði gert. Þetta eru kannski fyrst og fremst tilvik þar sem menn hafa verið að taka til sín arð og þannig sýnt að þeir hafi haft mjög sterka fjárhagsstöðu en hafi engu að síður verið að hvíla í þetta úrræði. Það eru tilvik sem eru allt annars eðlis en lagt var upp með,“ sagði Bjarni en benti á að mjög mikilvægt væri að halda því til haga að stjórnvöld hafi verið að reyna að verja ráðningarsamband á milli launafólks og vinnuveitanda. Ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað til að verja ráðningarsambandið „Og það eru tilvik við vitum af þar sem hefur orðið algjört tekjuhrun, verslanir hafa kannski tapað 90% af sínum tekjum og fyrirtæki stóðu frammi fyrir því að segja starfsmönnunum upp. Í þeim tilvikum þá vildum við verja ráðningarsambandið í þágu starfsmannanna og það er ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað í þeim tilgangi, að verja ráðningarsambandið, og nú sjáum við, allir finna hvernig umferðin er að aukast, hagkerfið er aftur að taka við sér og þá verða þessi störf örugg og ráðningarsambandið ennþá til staðar. Þannig að uppistaðan af öllum tilvikum þar sem menn hafa verið að nýta þetta úrræði er akkúrat í samræmi við það sem upp var lagt með,“ sagði Bjarni. Fyrirtæki sem væru hins vegar augljóslega fjárhagslega sterk ættu ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til að standa undir launakostnaði starfsmanna. „Þau eru að reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir. Fyrirtæki sem augljóslega eru fjárhagslega sterk og geta verið að dreifa peningum til hluthafa sinna, þau eiga ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til þess að standa undir launakostnaði starfsmanna sinna,“ sagði Bjarni og kvaðst hins vegar telja að þetta ætti ekki við um öll fyrirtæki. „Sum stór fyrirtæki á Íslandi hefðu líklega sagt upp mörgum starfsmönnum, jafnvel þó að þau séu að öðru leyti í góðum rekstri, því sumar einingarnar voru í algjöru uppnámi, 90% tekjufall og slíkt, og þá held ég að aðgerðin hafi heppnast vel, enda hafi þau þá ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna og ég held að við höfum dæmi um það. Öflug fyrirtæki sem við þekkjum af langri sögu á Íslandi hafi nýtt sér þetta úrræði og ég er ekkert alveg ósáttur við það enda hafi þau ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna. Vegna þess að það hefur þá tekist hjá okkur að verja ráðningarsambandið sem er gott fyrir launþeganna, fyrir starfsfólk fyrirtækjanna,“ sagði Bjarni en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent