Erum við hætt að hlusta á Þórólf? Marta Eiríksdóttir skrifar 9. maí 2020 10:50 Einu sinni var veröld sem splundraðist á nokkrum vikum, veröld þar sem græðgi og gróði, arður og siðleysi réði oft ríkjum. Veröld þar sem markmiðið var að græða og græða sama hvað það kostaði. Náttúran varð undir. Samskipti urðu undir. Fjölskyldur urðu undir. Bilið á milli efnameiri og fátækra óx jafnt og þétt. Peningaöflin höfðu að leiðarljósi að græða og græða. Samskipti fólks urðu rýr, engin hafði tíma, margir voru á hlaupabrettinu og héldu áfram dag eftir dag af gömlum vana. Best að hugsa ekki neitt. Allir voru orðnir úttaugaðir. Einmanaleiki óx. Börnin þyrstu í gæðastundir. Ruslið frá okkur kæfði náttúruna, mengaði höfin og loftið, við vorum á endalausu fyllerí. Ferðalög út um allan heim. Ekkert var kyrrt. Allir voru á ferð og flugi en hættu raunverulega að njóta. Engin ró. Órói magnaðist. Innst inni vissum við að þetta gengi ekki svona til lengdar en við gátum ekki stoppað. Allt varð að vera á fullri keyrslu, við höfðum engan tíma til að hlusta á innri röddina. Þá gerðist nokkuð mjög óvænt. Eitthvað sem engum hefði dottið í hug að setja í gang til að stoppa okkur af, nema náttúrunni sjálfri. Menn höfðu haldið ráðstefnur í mörg ár um að minnka mengun í heiminum og settu sér endalaus langtímamarkmið, peningaöflin vildu stjórna og halda völdum aðeins lengur. Lítið breyttist. Á meðan valdhafar gáfu fögur loforð inn í framtíð, horfðum við upp á hnignun náttúrunnar og einnig hnignun í samskiptum fólksins. Andleg fátækt óx, kvíði, kulnun og þunglyndi varð almennara. Þá kom lítil veira þegar náttúran hafði fengið nóg af mannanna börnum. Kórónaveira hét hún sem lamaði allt efnahagslíf á methraða. Henni tókst að koma í verk því sem mennirnir höfðu talað allt of lengi um en gerðu lítið í. Nú tók nefnilega náttúran til sinna ráða með lítilli veiru sem engan hefði órað fyrir, að óreyndu að gæti velt öllu um koll. Allt efnahagslíf lamaðist á örfáum vikum. Hvernig var það hægt, hvað gerði veiran sem var svona einstakt? Jú, hún leiddi inn ótta hjá almenningi en það var eina vopnið sem hún átti og jafnframt eina leiðin til að fá fólkið til að hlusta. Veiran var svo bráðsmitandi að fólk varð að staldra við og fara í felur. Efnahagskerfi út um allan heim fóru í stopp. Fram á sjónarsviðið kom nýtt fólk, hópur sem ekki hafði neinna peningahagsmuna að gæta, heldur hafði heilbrigði og heilsu almennings að leiðarljósi, þríeykið kölluðum við þau á Íslandi. Þeim þremur tókst með klókindum og góðum ráðum að sveigja þjóðina af gömlum vana sínum. Þau báðu fólk að vera heima til þess að forðast smit og best var að hlýða fyrirmælum þeirra. Nú voru þau allt í einu orðnir valdhafar landsins, ásamt heilbrigðisstéttinni sem stormaði fram á sjónvarsviðið eins og löngu gleymdar hetjur. Loksins fékk heilbrigðisstarfsfólk að ljóma, varpa ljósi á mikilvægi sitt og koma þjóðinni til bjargar á ögurstundu. Ísland farsælda frón, það vitum við nú. Hvernig væri að varðveita landið okkar núna? Afleiðingar kóvid 19 veirufaraldursins urðu eins og við vitum öll, innilokun og hjól atvinnulífsins nánast stöðvuðust. Fólk fór heim til sín og horfði á hvert annað; Hver ert þú? Sá betur hvernig heimilið leit út og uppgötvaði allt draslið í kompunni sinni eða bílskúrnum, sá veggina sem voru orðnir skítugir og þurfti að fríska upp á með nýjum lit. Heimilið fékk loksins athygli þegar fólk fór að róa sig niður. Ríkið reis upp og bauð fram hjálparhönd í innkomu tekna, svo engin þyrfti að óttast um afkomu sína. Þetta var að vísu misnotað af peningaöflunum og er efni í aðra grein um taumlausa græðgi þeirra. Allt í einu fór fólk að hlusta inn á við og á þríeykið sem ráðlagði skynsamlega svo við kæmumst öll fljótt og vel í gegnum þessa stærstu áskorun sem heimurinn hefur þurft að horfast í augu við á okkar tímum. Margir hafa sjálfsagt uppgötvað margt gott í þessu innilokaða ástandi, jafnvel uppgötvað að starfið gamla var þeim ekki kært lengur, ákveðið að sigla í nýja átt þegar dyrnar opnuðust aftur. Lífið var búið var vera eitt stórt span fyrir marga í svo mörg ár. Aldrei tími til neins eða að sinna fólkinu í lífi sínu. Það tók ekki nema nokkrar vikur að umbreyta hugarfari fólks. Núna er gamli heimurinn í dauðatygjunum, af því hann þarf að deyja. Nú þurfum við að leyfa okkur að endurmeta stöðuna, lífið okkar, lífið í landinu og skoða hvert við viljum stefna. Vorum við ánægð? Viljum við halda áfram eins og við vorum? Nú er lag að gera eitthvað nýtt, hafa jafnvægi og náttúru að leiðarljósi. Peningaöflin í landinu hafa haldið að sér höndum of lengi og vilja útrás, vilja galopna landið fyrir fólki utan úr heimi. Vilja auglýsa Ísland aftur upp en nú á nýjan hátt; Landið sem kórónaveiran náði ekki að leggja flatt. Nú eygja þessi peningaöfl von um að græða með þeirri hugmynd. Sama hvað það kostar þjóðina, fólkið í landinu. Mammon er vaknaður í öllu sínu veldi, nú þarf hann sitt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, bendir yfirvöldum á að fara sér hægt í opnun landsins næstu vikur og jafnvel mánuði. Við vitum öll að þar er á ferð ráðagóður maður sem ásamt teymi sínu bjargaði þjóðinni, maður sem hefur engra hagsmuna að gæta í fjármálaheiminum. Maður sem ber hag heilsu almennings, samferðamanna sinna á Íslandi fyrir brjósti, fyrst og fremst. Maður sem við treystum fyrir heilsu lands og þjóðar. Ætlum við að hunsa ráðin hans? Höfum við ekkert lært? Hefurðu velt því fyrir þér hvers vegna veiran kom? Ekkert er tilviljun segja sumir. Getur það verið að náttúran sjálf hafi verið búin að fá nóg af börnum sínum og viljað kúvenda samfélögum, breyta áherslum og leyfa því sem öllu máli skiptir að rísa á ný? Hvað skiptir máli fyrir framtíð okkar? Hvað uppgötvaðir þú nýtt á meðan þú varst beðin um að lifa hægar og vera meira heima? Fékkstu kannski nýja hugmynd sem gæti orðið að einhverju spennandi verkefni fyrir þig og þína, hugmynd sem er í samhljóma við náttúru lands og þjóðar. Er æðri tilgangur á bakvið það sem gerðist? Nú verður hver að svara fyrir sig. Góðar stundir. Höfundur er rithöfundur. Uppfært 19:48 Upphaflegri fyrirsögn greinarinnar var breytt að ósk höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Einu sinni var veröld sem splundraðist á nokkrum vikum, veröld þar sem græðgi og gróði, arður og siðleysi réði oft ríkjum. Veröld þar sem markmiðið var að græða og græða sama hvað það kostaði. Náttúran varð undir. Samskipti urðu undir. Fjölskyldur urðu undir. Bilið á milli efnameiri og fátækra óx jafnt og þétt. Peningaöflin höfðu að leiðarljósi að græða og græða. Samskipti fólks urðu rýr, engin hafði tíma, margir voru á hlaupabrettinu og héldu áfram dag eftir dag af gömlum vana. Best að hugsa ekki neitt. Allir voru orðnir úttaugaðir. Einmanaleiki óx. Börnin þyrstu í gæðastundir. Ruslið frá okkur kæfði náttúruna, mengaði höfin og loftið, við vorum á endalausu fyllerí. Ferðalög út um allan heim. Ekkert var kyrrt. Allir voru á ferð og flugi en hættu raunverulega að njóta. Engin ró. Órói magnaðist. Innst inni vissum við að þetta gengi ekki svona til lengdar en við gátum ekki stoppað. Allt varð að vera á fullri keyrslu, við höfðum engan tíma til að hlusta á innri röddina. Þá gerðist nokkuð mjög óvænt. Eitthvað sem engum hefði dottið í hug að setja í gang til að stoppa okkur af, nema náttúrunni sjálfri. Menn höfðu haldið ráðstefnur í mörg ár um að minnka mengun í heiminum og settu sér endalaus langtímamarkmið, peningaöflin vildu stjórna og halda völdum aðeins lengur. Lítið breyttist. Á meðan valdhafar gáfu fögur loforð inn í framtíð, horfðum við upp á hnignun náttúrunnar og einnig hnignun í samskiptum fólksins. Andleg fátækt óx, kvíði, kulnun og þunglyndi varð almennara. Þá kom lítil veira þegar náttúran hafði fengið nóg af mannanna börnum. Kórónaveira hét hún sem lamaði allt efnahagslíf á methraða. Henni tókst að koma í verk því sem mennirnir höfðu talað allt of lengi um en gerðu lítið í. Nú tók nefnilega náttúran til sinna ráða með lítilli veiru sem engan hefði órað fyrir, að óreyndu að gæti velt öllu um koll. Allt efnahagslíf lamaðist á örfáum vikum. Hvernig var það hægt, hvað gerði veiran sem var svona einstakt? Jú, hún leiddi inn ótta hjá almenningi en það var eina vopnið sem hún átti og jafnframt eina leiðin til að fá fólkið til að hlusta. Veiran var svo bráðsmitandi að fólk varð að staldra við og fara í felur. Efnahagskerfi út um allan heim fóru í stopp. Fram á sjónarsviðið kom nýtt fólk, hópur sem ekki hafði neinna peningahagsmuna að gæta, heldur hafði heilbrigði og heilsu almennings að leiðarljósi, þríeykið kölluðum við þau á Íslandi. Þeim þremur tókst með klókindum og góðum ráðum að sveigja þjóðina af gömlum vana sínum. Þau báðu fólk að vera heima til þess að forðast smit og best var að hlýða fyrirmælum þeirra. Nú voru þau allt í einu orðnir valdhafar landsins, ásamt heilbrigðisstéttinni sem stormaði fram á sjónvarsviðið eins og löngu gleymdar hetjur. Loksins fékk heilbrigðisstarfsfólk að ljóma, varpa ljósi á mikilvægi sitt og koma þjóðinni til bjargar á ögurstundu. Ísland farsælda frón, það vitum við nú. Hvernig væri að varðveita landið okkar núna? Afleiðingar kóvid 19 veirufaraldursins urðu eins og við vitum öll, innilokun og hjól atvinnulífsins nánast stöðvuðust. Fólk fór heim til sín og horfði á hvert annað; Hver ert þú? Sá betur hvernig heimilið leit út og uppgötvaði allt draslið í kompunni sinni eða bílskúrnum, sá veggina sem voru orðnir skítugir og þurfti að fríska upp á með nýjum lit. Heimilið fékk loksins athygli þegar fólk fór að róa sig niður. Ríkið reis upp og bauð fram hjálparhönd í innkomu tekna, svo engin þyrfti að óttast um afkomu sína. Þetta var að vísu misnotað af peningaöflunum og er efni í aðra grein um taumlausa græðgi þeirra. Allt í einu fór fólk að hlusta inn á við og á þríeykið sem ráðlagði skynsamlega svo við kæmumst öll fljótt og vel í gegnum þessa stærstu áskorun sem heimurinn hefur þurft að horfast í augu við á okkar tímum. Margir hafa sjálfsagt uppgötvað margt gott í þessu innilokaða ástandi, jafnvel uppgötvað að starfið gamla var þeim ekki kært lengur, ákveðið að sigla í nýja átt þegar dyrnar opnuðust aftur. Lífið var búið var vera eitt stórt span fyrir marga í svo mörg ár. Aldrei tími til neins eða að sinna fólkinu í lífi sínu. Það tók ekki nema nokkrar vikur að umbreyta hugarfari fólks. Núna er gamli heimurinn í dauðatygjunum, af því hann þarf að deyja. Nú þurfum við að leyfa okkur að endurmeta stöðuna, lífið okkar, lífið í landinu og skoða hvert við viljum stefna. Vorum við ánægð? Viljum við halda áfram eins og við vorum? Nú er lag að gera eitthvað nýtt, hafa jafnvægi og náttúru að leiðarljósi. Peningaöflin í landinu hafa haldið að sér höndum of lengi og vilja útrás, vilja galopna landið fyrir fólki utan úr heimi. Vilja auglýsa Ísland aftur upp en nú á nýjan hátt; Landið sem kórónaveiran náði ekki að leggja flatt. Nú eygja þessi peningaöfl von um að græða með þeirri hugmynd. Sama hvað það kostar þjóðina, fólkið í landinu. Mammon er vaknaður í öllu sínu veldi, nú þarf hann sitt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, bendir yfirvöldum á að fara sér hægt í opnun landsins næstu vikur og jafnvel mánuði. Við vitum öll að þar er á ferð ráðagóður maður sem ásamt teymi sínu bjargaði þjóðinni, maður sem hefur engra hagsmuna að gæta í fjármálaheiminum. Maður sem ber hag heilsu almennings, samferðamanna sinna á Íslandi fyrir brjósti, fyrst og fremst. Maður sem við treystum fyrir heilsu lands og þjóðar. Ætlum við að hunsa ráðin hans? Höfum við ekkert lært? Hefurðu velt því fyrir þér hvers vegna veiran kom? Ekkert er tilviljun segja sumir. Getur það verið að náttúran sjálf hafi verið búin að fá nóg af börnum sínum og viljað kúvenda samfélögum, breyta áherslum og leyfa því sem öllu máli skiptir að rísa á ný? Hvað skiptir máli fyrir framtíð okkar? Hvað uppgötvaðir þú nýtt á meðan þú varst beðin um að lifa hægar og vera meira heima? Fékkstu kannski nýja hugmynd sem gæti orðið að einhverju spennandi verkefni fyrir þig og þína, hugmynd sem er í samhljóma við náttúru lands og þjóðar. Er æðri tilgangur á bakvið það sem gerðist? Nú verður hver að svara fyrir sig. Góðar stundir. Höfundur er rithöfundur. Uppfært 19:48 Upphaflegri fyrirsögn greinarinnar var breytt að ósk höfundar.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun