Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. maí 2020 21:00 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis. Vísir/Skjáskot Bergsveinn Ólafsson, fyrrum fyrirliði Fjölnis, ákvað að leggja takkaskóna á hilluna í gær, rétt rúmum mánuði áður en keppni í Pepsi-Max deildinni hefst. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir ákvörðun Bergsveins hafa komið öllum í opna skjöldu en hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í dag. „Þetta var mjög óvænt. Hann talaði við okkur á fimmtudaginn og tilkynnti okkur þetta. Hann kallaði okkur þjálfarana saman og vildi spjalla. Ég hef oft tekið fín spjöll við Begga um skemmtilegri málefni en þetta. Þessar fregnir voru högg í magann fyrir okkur þjálfarana og við þurftum smá tíma til að vega og meta okkar viðbrögð,“ segir Ásmundur. Ef ekki væri fyrir faraldur kórónuveirunnar væri keppni í Pepsi-Max deildinni nú þegar hafin en eins og staðan er í dag hefja Fjölnismenn leik í deildinni þann 14.júní næstkomandi þegar þeir heimsækja bikarmeistara Víkings. „Á þessum tímapunkti áttu ekki von á því að þessar tilfinningar séu að blunda í fyrirliðanum þínum. Þetta er áskorun fyrir okkur og menn þurfa bara að stíga upp.“ „Tímasetningin er slæm fyrir okkur. Þetta er væntanlega eitthvað sem hann þurfti að koma frá sér og við virðum það. Beggi er flottur strákur og það er enginn sem ber kala til hans en hann setur okkur í erfið mál. Auðvitað hefði verið betra að vita af þessu áður en undirbúningstímabilið hófst,“ segir Ásmundur. Viðtalið við Ásmund í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ásmundur Arnarsson um ákvörðun Bergsveins Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Fjölnir Tengdar fréttir Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Bergsveinn Ólafsson, fyrrum fyrirliði Fjölnis, ákvað að leggja takkaskóna á hilluna í gær, rétt rúmum mánuði áður en keppni í Pepsi-Max deildinni hefst. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir ákvörðun Bergsveins hafa komið öllum í opna skjöldu en hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í dag. „Þetta var mjög óvænt. Hann talaði við okkur á fimmtudaginn og tilkynnti okkur þetta. Hann kallaði okkur þjálfarana saman og vildi spjalla. Ég hef oft tekið fín spjöll við Begga um skemmtilegri málefni en þetta. Þessar fregnir voru högg í magann fyrir okkur þjálfarana og við þurftum smá tíma til að vega og meta okkar viðbrögð,“ segir Ásmundur. Ef ekki væri fyrir faraldur kórónuveirunnar væri keppni í Pepsi-Max deildinni nú þegar hafin en eins og staðan er í dag hefja Fjölnismenn leik í deildinni þann 14.júní næstkomandi þegar þeir heimsækja bikarmeistara Víkings. „Á þessum tímapunkti áttu ekki von á því að þessar tilfinningar séu að blunda í fyrirliðanum þínum. Þetta er áskorun fyrir okkur og menn þurfa bara að stíga upp.“ „Tímasetningin er slæm fyrir okkur. Þetta er væntanlega eitthvað sem hann þurfti að koma frá sér og við virðum það. Beggi er flottur strákur og það er enginn sem ber kala til hans en hann setur okkur í erfið mál. Auðvitað hefði verið betra að vita af þessu áður en undirbúningstímabilið hófst,“ segir Ásmundur. Viðtalið við Ásmund í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ásmundur Arnarsson um ákvörðun Bergsveins
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Fjölnir Tengdar fréttir Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30
Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39
Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37