Slakað á samkomubanni víða í Evrópu en önnur bylgja faraldursins mögulega að byrja í Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2020 07:08 Það hafa verið fáir á ferli í París undanfarnar vikur líkt og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Getty/Stephane Cardinale Slakað verður á samkomubanni vegna kórónuveirunnar víða í Evrópu í dag en kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt að önnur bylgja faraldursins gæti verið hafin þar í landi. Þannig greindust fimm með veiruna í kínversku borginni Wuhan í Hubei-héraði um helgina en veiran á uppruna sinn í umræddri borg. Eru þetta fyrstu staðfestu tilfellin í borginni í meira en mánuð. Þá hafa yfirvöld í Kína skilgreint borgina Shulan í Jilin-héraði sem hááhættusvæði eftir að fleiri en tíu manns greindust þar með veiruna. Í síðustu viku voru öll svæði landsins skilgreind sem svæði með lága smithættu. Alls greindust sautján með veiruna í Kína um helgina, þar af voru sjö tilfelli þar sem ferðamenn komu smitaðir inn til landsins. Á meðan yfirvöld í Kína fylgjast með hvort önnur bylgja faraldursins sé að hefjast þar í landi slaka yfirvöld í mörgum ríkjum Evrópu á samkomubanni sem verið hefur í gildi í um tvo mánuði. Í fyrsta sinn í nærri átta vikur mega Frakkar til dæmis fara út að ganga án þess að hafa til þess tilskilið leyfi frá yfirvöldum. Þá munu grunnskólar opna sem og fataverslanir, hárgreiðslustofur og blómabúðir. Veitingastaðir, barir og kvikmyndahús verða hins vegar áfram lokuð. Í Belgíu munu flest fyrirtæki opna á ný en með reglum um fjarlægðarmörk. Áfram verður lokað á börum, veitingastöðum og kaffihúsum. Grunnskólar munu opna að hluta í Hollandi. Þar munu bókasöfn, ökuskólar, stofur sjúkraþjálfara og hárgreiðslustofur einnig opna. Þá munu skólar opna í Sviss en með fjöldatakmörkunum í nemendahópum. Veitingastaðir, bókabúðir og söfn mega opna að nýju en með ákveðnum takmörkunum þó. Í Englandi verður svo byrjað að slaka á þeim hömlum sem þar hafa verið vegna faraldursins í vikunni. Fólki verður leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utan dyra og það lystir en Boris Johnson, forsætisráðherra, sætir þó nokkurri gagnrýni fyrir að vera frekar óljós og ruglandi í tali í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Sjá meira
Slakað verður á samkomubanni vegna kórónuveirunnar víða í Evrópu í dag en kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt að önnur bylgja faraldursins gæti verið hafin þar í landi. Þannig greindust fimm með veiruna í kínversku borginni Wuhan í Hubei-héraði um helgina en veiran á uppruna sinn í umræddri borg. Eru þetta fyrstu staðfestu tilfellin í borginni í meira en mánuð. Þá hafa yfirvöld í Kína skilgreint borgina Shulan í Jilin-héraði sem hááhættusvæði eftir að fleiri en tíu manns greindust þar með veiruna. Í síðustu viku voru öll svæði landsins skilgreind sem svæði með lága smithættu. Alls greindust sautján með veiruna í Kína um helgina, þar af voru sjö tilfelli þar sem ferðamenn komu smitaðir inn til landsins. Á meðan yfirvöld í Kína fylgjast með hvort önnur bylgja faraldursins sé að hefjast þar í landi slaka yfirvöld í mörgum ríkjum Evrópu á samkomubanni sem verið hefur í gildi í um tvo mánuði. Í fyrsta sinn í nærri átta vikur mega Frakkar til dæmis fara út að ganga án þess að hafa til þess tilskilið leyfi frá yfirvöldum. Þá munu grunnskólar opna sem og fataverslanir, hárgreiðslustofur og blómabúðir. Veitingastaðir, barir og kvikmyndahús verða hins vegar áfram lokuð. Í Belgíu munu flest fyrirtæki opna á ný en með reglum um fjarlægðarmörk. Áfram verður lokað á börum, veitingastöðum og kaffihúsum. Grunnskólar munu opna að hluta í Hollandi. Þar munu bókasöfn, ökuskólar, stofur sjúkraþjálfara og hárgreiðslustofur einnig opna. Þá munu skólar opna í Sviss en með fjöldatakmörkunum í nemendahópum. Veitingastaðir, bókabúðir og söfn mega opna að nýju en með ákveðnum takmörkunum þó. Í Englandi verður svo byrjað að slaka á þeim hömlum sem þar hafa verið vegna faraldursins í vikunni. Fólki verður leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utan dyra og það lystir en Boris Johnson, forsætisráðherra, sætir þó nokkurri gagnrýni fyrir að vera frekar óljós og ruglandi í tali í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent