Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. október 2025 23:48 Talið er að Trump og Marco Rubio utanríkisráðherra hans hafi einsett sér að koma stjórn Maduro frá völdum. Rubio síðarnefndi er barn Kúbverja sem flúðu byltinguna þar í landi. AP Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. Ljóst er að hernaðaraðgerðir í Venesúela eru til umræðu í Washington enda hafa Bandaríkjamenn hækkað rána stanslaust undanfarið þegar kemur að eldfimum yfirlýsingum og ögrunum í garð einræðisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að hér eigist ekki við tvær ríkisstjórnir sjálfstæðra þjóða heldur Bandaríkin og glæpagengi. Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er barn kúbanskra flóttamanna og hefur einsett sér að koma einræðisstjórnum í Ameríku frá völdum, með góðu eða illu.AP/Alex Brandon Fyrir helgi flugu Bandaríkjamenn til að mynda hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela og fáeinum dögum þar á undan æfðu þeir loftárásir með B-52 sprengjuvélum á svipuðum slóðum. Trump-stjórnin hefur að einnig byggt upp hernaðargetu sína í Karíbahafinu að undanförnu. Útnefna ríkisstjórn Venesúela eiturlyfjahring og varpa sprengjum Orðræða Trump í garð stjórnvalda í Venesúela er ný af nálinni. Undir yfirskyni þess að Bandaríkjaher sé að bregðast við fíkniefnasmygli hefur ríkisstjórninni tekist að taka um fjörutíu borgara Venesúela og Kólumbíu af lífi án þess að færa fyrir því haldbær rök um að þeir hafi verið eiturlyfjasmyglarar með umfangsmikil tengsl við ríkisstjórn Maduro. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur forseti landsins ekki heimild til að lýsa öðru landi stríð á hendur en það þarf ekki að fá samþykki þingsins ef um löggæsluaðgerð er að ræða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham sagði í dag að raunhæfur möguleiki væri á því að Bandaríkin myndu gera loftárásir á Venesúela á næstunni. „Ég held að Trump forseti hafi tekið ákvörðun um að Maduro, sem er dæmdur eiturlyfjasmyglari, þurfi að fara, að Venesúela og Kólumbía hafi verið öruggt skjól fíkniefnasala og hryðjuverkamenn of lengi,“ sagði hann í viðtali við CBS í dag. „Trump forseti sagði mér í gær að hann hefði í hyggju að greina þingmönnum frá mögulegum hernaðaraðgerðum í Venesúela og Kólumbíu þegar hann kemur aftur frá Asíu,“ sagði hann svo. Vafasöm túlkun á stjórnarskránni Kólumbísk stjórnvöld hafa hvatt Trump til að virða alþjóðalög og láta af árásunum en ljóst er að hann telji sig hafa valdið til að fara í stríð, að minnsta kosti af ummælum öldungadeildarþingmannsins að dæma. „Bush eldri réðst inn í Panama til að steypa stjórnvöldum þar af stóli, vegna þess að leiðtogar Panama voru að vinna með eiturlyfjahringjunum við að ógna landinu okkar,“ sagði Graham. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lýst þessum aðgerðum sem aftökum án dóms og laga en því hafnar Graham. „Þetta er ekki morð. Þetta kallast að vernda Bandaríkin fyrir eitri narkóhryðjuverkamanna frá Venesúela og Kólumbíu,“ sagði hann. Bandaríkin Kólumbía Venesúela Donald Trump Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Ljóst er að hernaðaraðgerðir í Venesúela eru til umræðu í Washington enda hafa Bandaríkjamenn hækkað rána stanslaust undanfarið þegar kemur að eldfimum yfirlýsingum og ögrunum í garð einræðisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að hér eigist ekki við tvær ríkisstjórnir sjálfstæðra þjóða heldur Bandaríkin og glæpagengi. Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er barn kúbanskra flóttamanna og hefur einsett sér að koma einræðisstjórnum í Ameríku frá völdum, með góðu eða illu.AP/Alex Brandon Fyrir helgi flugu Bandaríkjamenn til að mynda hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela og fáeinum dögum þar á undan æfðu þeir loftárásir með B-52 sprengjuvélum á svipuðum slóðum. Trump-stjórnin hefur að einnig byggt upp hernaðargetu sína í Karíbahafinu að undanförnu. Útnefna ríkisstjórn Venesúela eiturlyfjahring og varpa sprengjum Orðræða Trump í garð stjórnvalda í Venesúela er ný af nálinni. Undir yfirskyni þess að Bandaríkjaher sé að bregðast við fíkniefnasmygli hefur ríkisstjórninni tekist að taka um fjörutíu borgara Venesúela og Kólumbíu af lífi án þess að færa fyrir því haldbær rök um að þeir hafi verið eiturlyfjasmyglarar með umfangsmikil tengsl við ríkisstjórn Maduro. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur forseti landsins ekki heimild til að lýsa öðru landi stríð á hendur en það þarf ekki að fá samþykki þingsins ef um löggæsluaðgerð er að ræða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham sagði í dag að raunhæfur möguleiki væri á því að Bandaríkin myndu gera loftárásir á Venesúela á næstunni. „Ég held að Trump forseti hafi tekið ákvörðun um að Maduro, sem er dæmdur eiturlyfjasmyglari, þurfi að fara, að Venesúela og Kólumbía hafi verið öruggt skjól fíkniefnasala og hryðjuverkamenn of lengi,“ sagði hann í viðtali við CBS í dag. „Trump forseti sagði mér í gær að hann hefði í hyggju að greina þingmönnum frá mögulegum hernaðaraðgerðum í Venesúela og Kólumbíu þegar hann kemur aftur frá Asíu,“ sagði hann svo. Vafasöm túlkun á stjórnarskránni Kólumbísk stjórnvöld hafa hvatt Trump til að virða alþjóðalög og láta af árásunum en ljóst er að hann telji sig hafa valdið til að fara í stríð, að minnsta kosti af ummælum öldungadeildarþingmannsins að dæma. „Bush eldri réðst inn í Panama til að steypa stjórnvöldum þar af stóli, vegna þess að leiðtogar Panama voru að vinna með eiturlyfjahringjunum við að ógna landinu okkar,“ sagði Graham. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lýst þessum aðgerðum sem aftökum án dóms og laga en því hafnar Graham. „Þetta er ekki morð. Þetta kallast að vernda Bandaríkin fyrir eitri narkóhryðjuverkamanna frá Venesúela og Kólumbíu,“ sagði hann.
Bandaríkin Kólumbía Venesúela Donald Trump Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira