Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. október 2025 12:53 Fjöldi bíla biðu eftir að komast í dekkjaskipti á Gúmmívinnustofunni í skipholti. vísir/Anton Brink Eigandi dekkjaverkstæðis segist ekki muna eftir öðru eins ástandi og því sem skapaðist í morgun þegar langar biðraðir í dekkjaskipti mynduðust víða. Fréttastofa tók púlsinn á röð við eitt verkstæðið þar sem sumir höfðu beðið í þrjár klukkustundir. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan sex annað kvöld. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur spáði því í kvöldfréttum Sýnar í gær að mögulega þurfi íbúar höfuðborgarsvæðisins að moka sig úr innkeyrslum sínum á morgun vegna væntanlegrar snjókomu og kuldakasts sem reiknað er með næstu daga. Mögulega sé um að ræða eina mestu októbersnjókomu sem sögur fara af. Svo virðist sem fjölmargir hafi tekið mark á orðum Haralds en langar biðraðir voru við dekkjaverkstæði víða. Til að mynda við Gúmmívinnustofuna í Skipholti þar sem um tugir bíla mynduðu röð. Bíða í allt að þrjá tíma eftir dekkjaskiptum Enn bættist í röðina þegar fréttastofu bar að garði en þeir sem gáfu sig á tal virtust spakir þrátt fyrir allt að þriggja tíma bið. „Þetta er allt í lagi. Ég er líka að gera þetta fyrir dótturina. Já afi gamli. Sá gamli er í reddingunum!“ Sagði til að mynda Ólafur Eggert Pétursson, sem hafði þá beðið í um tvo klukkutíma. Hann ítrekaði mikilvægi þess að setja öryggið á oddinn í ljósi spárinnar. Jóna Fanney Kristjánsdóttir, sem beið einnig, tók undir það. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að drífa þig núna? „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin. Það er bara þannig.“ Þér leist ekkert á blikuna? „Maður þarf að komast í vinnu.“ 35 ár í bransanum og aldrei séð annað eins Hvernig er að bíða svona lengi eftir skiptunum? „Maður er bara með piparköku og kaffi, þá er þetta lítið mál.“ Sturla Pétursson, eigandi Gúmmívinnustofunnar, segist ekki muna eftir öðru eins. „Þetta er óvenjumikill hvellur núna. Ég man ekki eftir svona svakalega miklum látum. Röðin nær eitthvað, ég veit ekki hvert. Ég er búinn að vera í þessu í 35 ár. Ég hef aldrei séð svona rosalega sprengju. Aldrei nokkurn tímann.“ Er fólk alveg að nenna að bíða svona lengi? „Það virðist vera. Það er eitthvað óðagát í gangi út af veðurspánni. Menn ætla bara að komast á dekk.“ Gul veðurviðvörun og töluverð snjókoma í kortunum Gul veðurviðvörun tekur gildi á Höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi klukkan sex annað kvöld og er í gildi fram að miðnætti. Enn er reiknað með snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í nótt en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir í samtali við fréttastofu að spáin taki sífellt breytingum. Hann tekur fram að nokkur óvissa ríki varðandi hvernig muni rætast úr veðrinu. Allar líkur séu á því að það snjói talsvert staðbundið en aðalspurningin sé hvar og hvenær. Höfuðborgarbúar skuli reikna með erfiðum akstursskilyrðum í fyrramálið. „Fyrir höfuðborgarsvæðið allavega þá er að fara snjóa í nótt og það verður föl yfir öllu hér í fyrramálið. Svo bleytir í þessu um miðjan daginn og gerir slyddu. Svo er það seinni partinn og annað kvöld sem það horfir á að það snjói nokkuð þétt og þá sérstaklega í austurhverfunum. Í uppsveitum Suðurlands og Borgarfjarðar verður svolítið hríðarveður. Þar er hitinn lægri og snjóir meira og minna í allan dag á morgun.“ Beðið eftir dekkjaskiptum.vísir/anton brink Fólk má gera ráð fyrir eða undirbúa sig fyrir slæm akstursskilyrði á morgun? „Já, það ætti að gera það en veðrið gæti líka orðið eitthvað skárra. Það er mjög líklegt að það verði einhver vandræði.“ Dekkjaskipti þá allavega skynsamleg upp úr þessu? „Já, eins og hefur verið í fréttum hafa verið biðraðir víða. Ég var svo heppinn í morgun að vera með bókaðan tíma og mér leið nú eins og hálfgerðum forréttindapésa að keyra fram hjá allri röðinni og beint inn.“ Veður Umferð Umferðaröryggi Nagladekk Reykjavík Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Sjá meira
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur spáði því í kvöldfréttum Sýnar í gær að mögulega þurfi íbúar höfuðborgarsvæðisins að moka sig úr innkeyrslum sínum á morgun vegna væntanlegrar snjókomu og kuldakasts sem reiknað er með næstu daga. Mögulega sé um að ræða eina mestu októbersnjókomu sem sögur fara af. Svo virðist sem fjölmargir hafi tekið mark á orðum Haralds en langar biðraðir voru við dekkjaverkstæði víða. Til að mynda við Gúmmívinnustofuna í Skipholti þar sem um tugir bíla mynduðu röð. Bíða í allt að þrjá tíma eftir dekkjaskiptum Enn bættist í röðina þegar fréttastofu bar að garði en þeir sem gáfu sig á tal virtust spakir þrátt fyrir allt að þriggja tíma bið. „Þetta er allt í lagi. Ég er líka að gera þetta fyrir dótturina. Já afi gamli. Sá gamli er í reddingunum!“ Sagði til að mynda Ólafur Eggert Pétursson, sem hafði þá beðið í um tvo klukkutíma. Hann ítrekaði mikilvægi þess að setja öryggið á oddinn í ljósi spárinnar. Jóna Fanney Kristjánsdóttir, sem beið einnig, tók undir það. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að drífa þig núna? „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin. Það er bara þannig.“ Þér leist ekkert á blikuna? „Maður þarf að komast í vinnu.“ 35 ár í bransanum og aldrei séð annað eins Hvernig er að bíða svona lengi eftir skiptunum? „Maður er bara með piparköku og kaffi, þá er þetta lítið mál.“ Sturla Pétursson, eigandi Gúmmívinnustofunnar, segist ekki muna eftir öðru eins. „Þetta er óvenjumikill hvellur núna. Ég man ekki eftir svona svakalega miklum látum. Röðin nær eitthvað, ég veit ekki hvert. Ég er búinn að vera í þessu í 35 ár. Ég hef aldrei séð svona rosalega sprengju. Aldrei nokkurn tímann.“ Er fólk alveg að nenna að bíða svona lengi? „Það virðist vera. Það er eitthvað óðagát í gangi út af veðurspánni. Menn ætla bara að komast á dekk.“ Gul veðurviðvörun og töluverð snjókoma í kortunum Gul veðurviðvörun tekur gildi á Höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi klukkan sex annað kvöld og er í gildi fram að miðnætti. Enn er reiknað með snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í nótt en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir í samtali við fréttastofu að spáin taki sífellt breytingum. Hann tekur fram að nokkur óvissa ríki varðandi hvernig muni rætast úr veðrinu. Allar líkur séu á því að það snjói talsvert staðbundið en aðalspurningin sé hvar og hvenær. Höfuðborgarbúar skuli reikna með erfiðum akstursskilyrðum í fyrramálið. „Fyrir höfuðborgarsvæðið allavega þá er að fara snjóa í nótt og það verður föl yfir öllu hér í fyrramálið. Svo bleytir í þessu um miðjan daginn og gerir slyddu. Svo er það seinni partinn og annað kvöld sem það horfir á að það snjói nokkuð þétt og þá sérstaklega í austurhverfunum. Í uppsveitum Suðurlands og Borgarfjarðar verður svolítið hríðarveður. Þar er hitinn lægri og snjóir meira og minna í allan dag á morgun.“ Beðið eftir dekkjaskiptum.vísir/anton brink Fólk má gera ráð fyrir eða undirbúa sig fyrir slæm akstursskilyrði á morgun? „Já, það ætti að gera það en veðrið gæti líka orðið eitthvað skárra. Það er mjög líklegt að það verði einhver vandræði.“ Dekkjaskipti þá allavega skynsamleg upp úr þessu? „Já, eins og hefur verið í fréttum hafa verið biðraðir víða. Ég var svo heppinn í morgun að vera með bókaðan tíma og mér leið nú eins og hálfgerðum forréttindapésa að keyra fram hjá allri röðinni og beint inn.“
Veður Umferð Umferðaröryggi Nagladekk Reykjavík Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Sjá meira