Guðjón Valur þurfti að biðja Snorra Stein afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2020 09:00 Guðjón Valur Sigurdsson og Snorri Steinn Guðjónsson á HM í Katar árið 2015. epa/VALDRIN XHEMA Snorri Steinn Guðjónsson var einn af þeim sem sendu Guðjóni Val Sigurðssyni kveðju í síðustu Seinni bylgju en þar fóru Henry Birgir Gunnarsson og Guðjón Valur sjálfur yfir frábæran feril Guðjóns með félagsliðunum. Snorri Steinn og Guðjón Valur léku lengi saman í landsliðinu en náðu því líka að vera liðsfélagar hjá danska liðinu AG Kaupmannahöfn og þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Það var því vel við hæfi að Guðjón fengi kveðju frá þessum félaga sínum úr boltanum. „Elsku besti vinur minn. Ótrúlegt en satt þá er komið að þessu, þú ert hættur. Til hamingju með að vera hættur. Til hamingju með geggjaðan og stórkostlegan feril sem verður ekkert toppaður. Takk kærlega fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í kveðju sinni. Snorri Steinn Guðjónsson í landsleik.Getty/Sascha Steinbach Takk fyrir að knúsa mig og faðma mig „Það var heiður og forréttindi að spila svona lengi með þér, alla landsleikir og hafa fengið að spila með þér með tveimur erlendum liðum. Takk fyrir að knúsa mig og faðma mig og tékka á mér þegar á þurfti að halda og maður var kannski búinn að kúka aðeins á sig. Það kom fyrir. Takk fyrir allar góðu stundirnar þær voru held ég fleiri en hinar. Þú finnur þetta núna, manni þykir vænt um báða hlutina,“ sagði Snorri Steinn. „Takk fyrir að leyfa mér að búa heima hjá þér og takk fyrir að leyfa mér að keyra mótorhjólið þitt. Það var yndislegur tími á fáknum. Ég vona að þú sért ekki að æfa ennþá eins og brjálæðingur. Njóttu þess að vera hættur áður en þú ferð í hinn bransann og verður gráhærður. Ekki að það sé eitthvað slæmt,“ sagði Snorri Steinn en það má sjá alla kveðjuna hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kveðja til Guðjón Vals frá Snorra Stein Guðjón Valur sagði líka aðeins frá Snorra Steini eftir kveðjuna sem hann mat greinilega mikils. „Fyrir utan það hvað hann var frábær handboltamaður þá held ég að þetta sé uppáhalds leikmaðurinn minn í fótbolta í upphitun. Það var svo auðvelt að finna hann. Ég sparkaði boltanum eitthvað og hann skoraði mark. Mér þykir svakalega vænt um þennan,“ sagði Guðjón Valur og sagði það vera ótrúlegt hvernig Snorri Steinn gat spilað sína stöðu og þá sérstaklega inn á línunni þar sem Snorri Steinn var ekki stærri eða sterkari en hann er. Búinn að vera gráhærður síðan að hann var 26 ára „Hann segir að hann sé orðinn gráhærður en hann er búinn að vera gráhærður síðan að hann var 26 ára,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur þurfti líka að útskýra aðeins mótorhjólasöguna sem Snorri Steinn kom með í kveðjunni sinni. „Það er ágætt að hann sagði frá mótorhjólinu. Ég held að hann hafi fært það einn og hálfan metra inn í bílskúr hjá mér. Þá segist hann hafa keyrt mótorhjóla,“ sagði Guðjón Valur í léttum tón. Guðjón Valur rifjaði líka upp það þegar hann missti sig við Snorra Stein á undirbúningstímabili með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Guðjón taldi sig nú þurfa að biðja Snorra aftur afsökunar á því. Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir íslenska landsliðið.Getty/Jeff Gross Eitt af þessum skiptum þar sem ég hljóp á mig „Ég þurfti einu sinni að biðja hann svakalega afsökunar. Við vorum í útihlaupi hjá Rhein-Neckar Löwen. Þetta var eitt af þessum skiptum sem ég hljóp á mig,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram: „Það lá eitthvað illa á mér og mér fannst menn ekki vera að leggja sig nógu mikið fram. Kannski átti ég góðan dag en mér fannst eins og einhverjir væru á skokkinu. Þá var hann nýkominn og það var svo ógeðslega heitt. Hann kom bara til mín og sagði: Fyrirgefðu en ég gat ekki meir,“ sagði Guðjón Valur og var þá fljótur að átta sig. Fyrirgefðu Snorri minn „Hann var eitthvað að reyna að biðja mig afsökunar og þá áttaði ég mig á því: Djöfulsins fífl get ég verið. Ég sagði: Fyrirgefðu Snorri minn. Hann hefur aldrei slakað á eða ekki gert sitt besta. Ég skulda honum afsökunarbeiðni,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson og Henry Birgir Gunnarsson verða aftur á ferðinni í Seinni bylgjunni í kvöld en þá ætla þeir að fara yfir landsliðsferilinn hjá Guðjóni Val en þar erum við að tala um sannkallaðan heimsmetaferil. Seinni bylgjan hefst klukakn 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson var einn af þeim sem sendu Guðjóni Val Sigurðssyni kveðju í síðustu Seinni bylgju en þar fóru Henry Birgir Gunnarsson og Guðjón Valur sjálfur yfir frábæran feril Guðjóns með félagsliðunum. Snorri Steinn og Guðjón Valur léku lengi saman í landsliðinu en náðu því líka að vera liðsfélagar hjá danska liðinu AG Kaupmannahöfn og þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Það var því vel við hæfi að Guðjón fengi kveðju frá þessum félaga sínum úr boltanum. „Elsku besti vinur minn. Ótrúlegt en satt þá er komið að þessu, þú ert hættur. Til hamingju með að vera hættur. Til hamingju með geggjaðan og stórkostlegan feril sem verður ekkert toppaður. Takk kærlega fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í kveðju sinni. Snorri Steinn Guðjónsson í landsleik.Getty/Sascha Steinbach Takk fyrir að knúsa mig og faðma mig „Það var heiður og forréttindi að spila svona lengi með þér, alla landsleikir og hafa fengið að spila með þér með tveimur erlendum liðum. Takk fyrir að knúsa mig og faðma mig og tékka á mér þegar á þurfti að halda og maður var kannski búinn að kúka aðeins á sig. Það kom fyrir. Takk fyrir allar góðu stundirnar þær voru held ég fleiri en hinar. Þú finnur þetta núna, manni þykir vænt um báða hlutina,“ sagði Snorri Steinn. „Takk fyrir að leyfa mér að búa heima hjá þér og takk fyrir að leyfa mér að keyra mótorhjólið þitt. Það var yndislegur tími á fáknum. Ég vona að þú sért ekki að æfa ennþá eins og brjálæðingur. Njóttu þess að vera hættur áður en þú ferð í hinn bransann og verður gráhærður. Ekki að það sé eitthvað slæmt,“ sagði Snorri Steinn en það má sjá alla kveðjuna hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kveðja til Guðjón Vals frá Snorra Stein Guðjón Valur sagði líka aðeins frá Snorra Steini eftir kveðjuna sem hann mat greinilega mikils. „Fyrir utan það hvað hann var frábær handboltamaður þá held ég að þetta sé uppáhalds leikmaðurinn minn í fótbolta í upphitun. Það var svo auðvelt að finna hann. Ég sparkaði boltanum eitthvað og hann skoraði mark. Mér þykir svakalega vænt um þennan,“ sagði Guðjón Valur og sagði það vera ótrúlegt hvernig Snorri Steinn gat spilað sína stöðu og þá sérstaklega inn á línunni þar sem Snorri Steinn var ekki stærri eða sterkari en hann er. Búinn að vera gráhærður síðan að hann var 26 ára „Hann segir að hann sé orðinn gráhærður en hann er búinn að vera gráhærður síðan að hann var 26 ára,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur þurfti líka að útskýra aðeins mótorhjólasöguna sem Snorri Steinn kom með í kveðjunni sinni. „Það er ágætt að hann sagði frá mótorhjólinu. Ég held að hann hafi fært það einn og hálfan metra inn í bílskúr hjá mér. Þá segist hann hafa keyrt mótorhjóla,“ sagði Guðjón Valur í léttum tón. Guðjón Valur rifjaði líka upp það þegar hann missti sig við Snorra Stein á undirbúningstímabili með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Guðjón taldi sig nú þurfa að biðja Snorra aftur afsökunar á því. Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir íslenska landsliðið.Getty/Jeff Gross Eitt af þessum skiptum þar sem ég hljóp á mig „Ég þurfti einu sinni að biðja hann svakalega afsökunar. Við vorum í útihlaupi hjá Rhein-Neckar Löwen. Þetta var eitt af þessum skiptum sem ég hljóp á mig,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram: „Það lá eitthvað illa á mér og mér fannst menn ekki vera að leggja sig nógu mikið fram. Kannski átti ég góðan dag en mér fannst eins og einhverjir væru á skokkinu. Þá var hann nýkominn og það var svo ógeðslega heitt. Hann kom bara til mín og sagði: Fyrirgefðu en ég gat ekki meir,“ sagði Guðjón Valur og var þá fljótur að átta sig. Fyrirgefðu Snorri minn „Hann var eitthvað að reyna að biðja mig afsökunar og þá áttaði ég mig á því: Djöfulsins fífl get ég verið. Ég sagði: Fyrirgefðu Snorri minn. Hann hefur aldrei slakað á eða ekki gert sitt besta. Ég skulda honum afsökunarbeiðni,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson og Henry Birgir Gunnarsson verða aftur á ferðinni í Seinni bylgjunni í kvöld en þá ætla þeir að fara yfir landsliðsferilinn hjá Guðjóni Val en þar erum við að tala um sannkallaðan heimsmetaferil. Seinni bylgjan hefst klukakn 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira