Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í ár en þeir verða allt öðruvísi en þeir voru á síðasta ári. Nú er ljóst hverjir fá að keppa á leikunum í ár.
Dave Castro, yfirmaður CrossFit samtakanna, gaf það út um helgina hvernig heimsleikarnir muni líta út í ágúst hvað varðar fjölda keppenda.
CrossFit-samtökin höfðu áður hætt við að keppni í aldursflokkum og það verður heldur engin liðakeppni á heimsleikunum í ár.
Heimsleikarnir fara heldur ekki fram í Madison í Wisconsin fylki eins og síðustu ár heldur fara þeir að þessu sinni fram á CrossFit búgarðinum í Aromas í Kaliforníu fylki. Þar verða heldur engir áhorfendur heldur aðeins keppendur, starfsmenn og dómarar.
Á leikunum munu keppa þau tuttugu efstu í The Open og þau sem unnu sér keppnisrétt í gegnum Sanctionals mótin.
Sara Sigmundsdóttir hefur í raun tryggt sér þrjá farseðla á leikana samkvæmt þessu en þarf náttúrulega bara á einum að halda. Björgvin Karl Guðmundsson kemst líka inn í gegnum frammistöðu sína í The Open.
Anníe Mist Þórisdóttir er líka með þátttökurétt en afsalar sér honum þar sem hún á að eiga dóttur í ágúst.
Katrín Tanja Davíðsdóttir var komin með þátttökurétt samkvæmt fyrri reglu en er nú dottin aftur út.
Það þurfa því einhverjar af þeim sem eru fyrir ofan hana að hætta við þátttöku svo að Katrín Tanja fái að vera með.
Alls áttu 332 að fá að keppa í einstaklingskeppninni en nú verða þeir aðeins sextíu, 30 karlar og 30 konur. Þetta eru 82 prósent færri keppendur en upphaflega var áætlað.
Allir landsmeistarar frá The Open áttu að fá þátttökurétt en svo er ekki lengur.
Það mun koma fljótlega í ljós hvort að Katrín Tanja Davíðsdóttir detti inn því keppendur hafa þangað til á morgun, 12. maí, til að tilkynna hvort þeir ætli að vera með eða ekki.
Andrea Nisler og Brooke Haas gætu báðar valið það að keppa frekar í liðakeppni sem fer fram á vegum CrossFit Mayhem sem gæti mögulega hjálpað Katrínu Tönju að fá sæti á heimsleikunum í ár.
Morning Chalk Up tók saman stöðuna á þeim keppendum sem eru inn á heimsleikunum eftir þessar breytingar og má sjá þá hér fyrir neðan.
Topp tuttugu hjá konunum í gegnum The Open
- Sara Sigmundsdóttir
- Anníe Mist Þórisdóttir – ófrísk Kristin Holte
- Tia-Clair Toomey
- Jamie Simmonds (Greene)
- Kari Pearce Emma McQuaid
- Carol-Ann Reason-Thibault
- Karin Freyova
- Laura Horvath
- Brooke Wells
- Kara Saunders
- Camilla Salomonsson Hellman
- Kristi Eramo O’Connell
- Kendall Vincelette
- Andrea Nisler
- Gabriela Migala
- Dani Speegle
- Kristine Best
- Katelin Van Zyl
- Alanna Fisk Colon — í banni vegna ólöglegrar lyfjanotkunnar
- Brooke Haas
Þáttökuréttur hjá konunum í gegnum Sanctionals mótin
- Filthy 150 – Andrea Solberg
- SouthFit – Bethany Shadburne
- Pandaland – Harriet Roberts
- Dubaí – Sam Briggs
- Mayhem – Danielle Brandon (Feeroozah Saghafi)
- Strength in Depth – Haley Adams (Kelsey Kiel)
- Noregur – Sanna Venalainen
- Wodapalooza – Amanda Barnhart (Emily Rolfe)
- Ástralía – Mia Hesketh
- Brasilía – Melina Rodriguez (Cecilia Ramirez)
Topp tuttugu hjá körlunum í gegnum The Open
- Patrick Vellner
- Mathew Fraser
- Lefteris Theofanidis – í banni vegna ólöglegrar lyfjnotkunar
- Björgvin Karl Guðmundsson
- Jeffrey Adler
- Noah Ohlsen Bayden Brown
- Jean-Simon Roy-Lemaire
- Tyler Christophel
- Roman Khrennikov
- Jonne Koski
- Samuel Cournoyer
- Brandon Luckett
- Travis Mayer
- Tim Paulson
- Samuel Kwant
- Scott Tetlow
- Jacob Heppner
- Cole Sager
- Rich Froning – hafnaði
- Rogelio “Roy” Gamboa
- Chandler Smith
Þáttökuréttur hjá körlunum í gegnum Sanctionals mótin
- Filthy 150 – Justin Medeiros
- SouthFit – Pete Shaw
- Pandaland – Khan Porter
- Dubaí – Brent Fikowski (Tola Morakinyo)
- Mayhem – Luke Schafer
- Strength in Depth – David Shorunke
- Noregur – Griffin Roelle
- Wodapalooza – Saxon Panchik
- Ástralía – Jay Crouch
- Brasilía – Adam Davidson