Samkeppnishæfni! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 11. maí 2020 13:50 Ég velti fyrir mér málflutningi stjórnenda Icelandair um mikilvægi þess að endursemja við starfsfólk til að bjarga fyrirtækinu. Ég hef fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð frá starfsfólki vegna skrifa minna um stjórnendur fyrirtækisins og ætla ég að halda því áfram. Ég minntist á í fyrri pistli að leitun væri að stjórnendum sem stigið hafa fleiri feilspor í fyrirtækjarekstri og stjórnendur Icelandair. Þeir náðu þó að toppa sig, ótrúlegt en satt, með árásum á sitt eigið starfsfólk sem er hið raunverulega verðmæti fyrirtækisins. Stjórnendur tala ótt og títt um samkeppnishæfni í þeim efnum. En hvaða samkeppni er verið að tala um? Eigum við að sætta okkur við það að vinnumarkaðurinn verði endurreistur eftir Covid hrunið á forsendum fjármagns og stjórnenda þess? Hvað ef samkeppnishæfnin þýðir að launakjörin fari á par við það sem gerist hjá svívirðilegustu lággjaldaflugfélögunum sem stunda gerfiverktöku, skattaundanskot, stórfelld brot á kjarasamningum og mannréttindum og beinlínis þrælkun á starfsfólki sem er svo algjörlega ótryggt í vinnu. Öllu er svo úthýst til landa sem gera litlar sem engar kröfur um skatta á stórfyrirtæki eða velferð starfsfólks. Er þetta leiðin sem við viljum fara? Eigum við bara að sætta okkur við það að endurreisnin verði með þeim hætti að hér geti fyrirtækin almennt krafist þess að við afsölum okkur réttindum sem hafa tekið áratugi að ná fram? Og eigum við bara að sætta okkur við að hér geti fyrirtækin farið fram á að starfsfólk fari almennt á strípaða taxta og afsali sér réttindum í nafni samkeppnishæfni? Samkeppni um hvað? Verstu lífsgæðin fyrir mestu vinnuna? Við ættum miklu frekar að koma í veg fyrir að slík fyrirtæki fái að fljúga til landsins eða stunda hér viðskipti, neita þeim um afgreiðslu á flugvöllunum okkar eða fyrirtækjum að selja vörur sínar á íslenskum markaði nema að kjarasamningar og grundvallar mannréttindi séu virt. Við starfsfólk Icelandair vil ég segja. Ekki láta kúga ykkur út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda. Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins. Spyrjið stjórnendur Icelandair út í samkeppnishæfni út frá vaxtaberandi skuldum félagsins eða ávinning félagsins á launalækkunum samanborið við tugmilljarða tap á afleiðusamningum með olíu. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa í lappirnar og verja réttindin. Við erum í raunverulegu stríði um lífskjör okkar og framtíð. Starfsfólk Icelandair stendur nú í fremstu víglínu í þessu stríði. Ekki til að bjarga sínu eigin skinni heldur fyrir okkur öll. Fyrir alla muni látum ekki kúga okkur eða beygja til hlýðni með hræðsluáróðri því það verður ekkert flugfélag án ykkar og ekki gæfuleg framtíð ef stjórnendur Icelandair ráða för. Án vinnandi handa, okkar, geta fyrirtækin ekki starfað. Ég er svo sannarlega til í að taka þennan slag með ykkur ef þarf. Baráttukveðjur! Ragnar Þór Ingólfsson Formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég velti fyrir mér málflutningi stjórnenda Icelandair um mikilvægi þess að endursemja við starfsfólk til að bjarga fyrirtækinu. Ég hef fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð frá starfsfólki vegna skrifa minna um stjórnendur fyrirtækisins og ætla ég að halda því áfram. Ég minntist á í fyrri pistli að leitun væri að stjórnendum sem stigið hafa fleiri feilspor í fyrirtækjarekstri og stjórnendur Icelandair. Þeir náðu þó að toppa sig, ótrúlegt en satt, með árásum á sitt eigið starfsfólk sem er hið raunverulega verðmæti fyrirtækisins. Stjórnendur tala ótt og títt um samkeppnishæfni í þeim efnum. En hvaða samkeppni er verið að tala um? Eigum við að sætta okkur við það að vinnumarkaðurinn verði endurreistur eftir Covid hrunið á forsendum fjármagns og stjórnenda þess? Hvað ef samkeppnishæfnin þýðir að launakjörin fari á par við það sem gerist hjá svívirðilegustu lággjaldaflugfélögunum sem stunda gerfiverktöku, skattaundanskot, stórfelld brot á kjarasamningum og mannréttindum og beinlínis þrælkun á starfsfólki sem er svo algjörlega ótryggt í vinnu. Öllu er svo úthýst til landa sem gera litlar sem engar kröfur um skatta á stórfyrirtæki eða velferð starfsfólks. Er þetta leiðin sem við viljum fara? Eigum við bara að sætta okkur við það að endurreisnin verði með þeim hætti að hér geti fyrirtækin almennt krafist þess að við afsölum okkur réttindum sem hafa tekið áratugi að ná fram? Og eigum við bara að sætta okkur við að hér geti fyrirtækin farið fram á að starfsfólk fari almennt á strípaða taxta og afsali sér réttindum í nafni samkeppnishæfni? Samkeppni um hvað? Verstu lífsgæðin fyrir mestu vinnuna? Við ættum miklu frekar að koma í veg fyrir að slík fyrirtæki fái að fljúga til landsins eða stunda hér viðskipti, neita þeim um afgreiðslu á flugvöllunum okkar eða fyrirtækjum að selja vörur sínar á íslenskum markaði nema að kjarasamningar og grundvallar mannréttindi séu virt. Við starfsfólk Icelandair vil ég segja. Ekki láta kúga ykkur út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda. Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins. Spyrjið stjórnendur Icelandair út í samkeppnishæfni út frá vaxtaberandi skuldum félagsins eða ávinning félagsins á launalækkunum samanborið við tugmilljarða tap á afleiðusamningum með olíu. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa í lappirnar og verja réttindin. Við erum í raunverulegu stríði um lífskjör okkar og framtíð. Starfsfólk Icelandair stendur nú í fremstu víglínu í þessu stríði. Ekki til að bjarga sínu eigin skinni heldur fyrir okkur öll. Fyrir alla muni látum ekki kúga okkur eða beygja til hlýðni með hræðsluáróðri því það verður ekkert flugfélag án ykkar og ekki gæfuleg framtíð ef stjórnendur Icelandair ráða för. Án vinnandi handa, okkar, geta fyrirtækin ekki starfað. Ég er svo sannarlega til í að taka þennan slag með ykkur ef þarf. Baráttukveðjur! Ragnar Þór Ingólfsson Formaður VR
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun