Höfnuðu því að bera tilboð Icelandair undir flugmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2020 07:14 Jón Þór Þorvaldsson er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Núgildandi kjarasamningur rennur út í haust en líkt og komið hefur fram hafa forsvarsmenn Icelandair hafa sagt að gera þurfi breytingar á þeim samningi til lengri tíma svo tryggja megi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Fyrirtækið rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti og stefnir á að ná allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð fyrir 22. maí. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsmanna um helgina að lækka þyrfti laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Að því er segir í Fréttablaðinu í dag og haft er eftir heimildum hljóðar nýi kjarasamningurinn sem Icelandair vildi bera undir flugmenn upp á engar launahækkanir fyrstu tvö árin. Síðan hækki laun um 2,5 til 3,5% á árunum 2023 til 2025. Innleitt verði nýtt kaupaukakerfi þannig að flugmenn myndu fá tiltekna hlutdeild í rekstrarhagnaði félagsins. Þá átti einnig að breyta vakta- og hvíldartímareglu svo fjölga mætti vinnutíma flugmanna og auka hámarksflugtíma á vakt. Að auki fengju flugmenn færri orlofsdaga. Að mati Icelandair yrðu kjör flugmanna með hinum nýja kjarasamningi sambærileg við þau kjör sem eru hjá samkeppnisaðilum. Tilboð félagsins feli í sér 25% hagræðingu og því í takt við það sem forysta FÍA hefur opinberlega boðist til að taka á sig til að bjarga rekstri Icelandair. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, sendi félagsmönnum bréf í gærkvöldi þar sem hann sagði viðbúið að Icelandair myndi senda öllum flugmönnum félagsins gögn sem væru „einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja.“ Hann sagði FÍA ekki upplifa mikinn samningsvilja hjá Icelandair og hvatti flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu. Icelandair og FÍA hafa átt í óformlegum viðræðum um nýjan kjarasamning undanfarið en að því er segir í bréfi Jóns Þórs sleit fyrirtækið viðræðunum í gær. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Sjá meira
Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Núgildandi kjarasamningur rennur út í haust en líkt og komið hefur fram hafa forsvarsmenn Icelandair hafa sagt að gera þurfi breytingar á þeim samningi til lengri tíma svo tryggja megi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Fyrirtækið rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti og stefnir á að ná allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð fyrir 22. maí. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsmanna um helgina að lækka þyrfti laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Að því er segir í Fréttablaðinu í dag og haft er eftir heimildum hljóðar nýi kjarasamningurinn sem Icelandair vildi bera undir flugmenn upp á engar launahækkanir fyrstu tvö árin. Síðan hækki laun um 2,5 til 3,5% á árunum 2023 til 2025. Innleitt verði nýtt kaupaukakerfi þannig að flugmenn myndu fá tiltekna hlutdeild í rekstrarhagnaði félagsins. Þá átti einnig að breyta vakta- og hvíldartímareglu svo fjölga mætti vinnutíma flugmanna og auka hámarksflugtíma á vakt. Að auki fengju flugmenn færri orlofsdaga. Að mati Icelandair yrðu kjör flugmanna með hinum nýja kjarasamningi sambærileg við þau kjör sem eru hjá samkeppnisaðilum. Tilboð félagsins feli í sér 25% hagræðingu og því í takt við það sem forysta FÍA hefur opinberlega boðist til að taka á sig til að bjarga rekstri Icelandair. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, sendi félagsmönnum bréf í gærkvöldi þar sem hann sagði viðbúið að Icelandair myndi senda öllum flugmönnum félagsins gögn sem væru „einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja.“ Hann sagði FÍA ekki upplifa mikinn samningsvilja hjá Icelandair og hvatti flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu. Icelandair og FÍA hafa átt í óformlegum viðræðum um nýjan kjarasamning undanfarið en að því er segir í bréfi Jóns Þórs sleit fyrirtækið viðræðunum í gær.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent