Samtök sprotafyrirtækja fagna skrefum stjórnvalda í þágu nýsköpunar Íris Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 08:30 Á Íslandi eru framúrskarandi tæknifyrirtæki sem mörg eru búin að vera í örum vexti undanfarin ár, svo sem Nox Medical, Vaki, Valka, Orf Líftækni og CCP svo einhver séu nefnd. Öll þessi fyrirtæki byrjuðu sem hugmynd. Stofnendur þeirra unnu myrkranna á milli, hlutu mörg hver styrki úr Tækniþróunarsjóði, sannfærðu fjárfesta um ágæti hugmyndarinnar og tókst að lokum að vaxa í stórfyrirtæki sem nú eru með þúsundir manna í vinnu með tilheyrandi tekjum og verðmætasköpun. Í dag eru fjölmörg efnileg sprotafyrirtæki á Íslandi sem hafa alla burði til þess að ná sambærilegum árangri. Sömuleiðis spretta upp hugmyndir að nýjum fyrirtækjum. Því er algjört lykilatriði að tryggja að stuðnings- og fjármögnunarumhverfið geri sprotafyrirtækjum kleift að vaxa og dafna. Samtök sprotafyrirtækja (SSP) þakka stjórnvöldum fyrir að taka stórt skref í þágu nýsköpunar með fjölbreyttum aðgerðum sem samþykktar hafa verið á Alþingi og þann stuðning sem þingið sýndi, þvert á flokka. Endurgreiðsla vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hækkaði úr 20% í 35% sem er mikilvægur hvati fyrir nýsköpunarfyrirtæki af öllum stærðum til að leggja stund á rannsóknir og þróun. Þessi hækkun á endurgreiðslu skiptir miklu máli fyrir sprotafyrirtæki, það er þó algjör forsenda að þau geti fjármagnað sig núna til að fá endurgreiðsluna í október 2021. Eitt helsta vandamál sprotafyrirtækja er fjárstreymisvandi. Þau geta ekki farið út í banka og tekið lán fyrir framleiðslunni, vita ekki nákvæmlega hvenær næsta styrkgreiðsla berst eða síðasti fjárfestirinn tekur ákvörðun um hvort hann verði með í fjármögnuninni. Sprotafyrirtækin sem voru að fjármagna sig þegar COVID-19 skall á, eða ætluðu að gera það síðar á árinu, standa nú frammi fyrir mikilli óvissu varðandi áframhaldandi rekstur þar sem fjárfestar halda að sér höndum. Þau hafa ekki getað nýtt sér þau neyðarúrræði sem býðst hefðbundnari fyrirtækjum og standa frammi fyrir miklum lausafjárvanda. Fari þessi fyrirtæki í þrot er það stórslys, milljarða verðmæti í formi styrkja, fjárfestinga og fórnarkostnaði frumkvöðla yrðu að engu. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld leggi áherslu á skjótvirkar aðgerðir, fjármunir þurfa að komast í umferð sem allra fyrst til þess að koma í veg fyrir að frumkvöðlar, sem hefðu getað unnið að því að skapa fleiri störf, endi í sívaxandi hópi atvinnulausra. SSP hefur lagt áherslu á að sprotafyrirtæki geti á þessu ári fengið endurgreiðslu vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrr en venja er og að sjóðir sem eru nú þegar til, verði efldir. Þetta snýst nefnilega um hraða. Sjóðasjóðurinn Kría lofar góðu, svo og stuðnings-Kría, en mikilvægt er að vanda til verka. Því mælir SSP með að brugðist verði strax við með því að nýta þá innviði sem eru til staðar og hafa sannað sig. Við hvetjum stjórnvöld til að leggja áherslu á eftirfarandi aðgerðir í þágu sprotafyrirtækja: Efna loforð um að flýta endurgreiðslu skatts vegna rannsóknar- og þróunarverkefna sem allra fyrst, það getur verið dýrkeypt að bíða fram á haust. Efla sjóði Rannís enn frekar. Tækniþróunarsjóður er líflind svo margra þróunarverkefna og hefur skilað mögnuðum árangri, þarna verða nýju störfin til. Hvað með að styrkja öll verkefni sem fá A einkunn? Auka fjárfestingar ríkisins í nýsköpun gegnum Nýsköpunarsjóð Atvinnulífsins og síðar gegnum Kríu. Tryggja rétt sprotafyrirtækja til stuðningsúrræða ríkisstjórnarinnar en sprotafyrirtæki eru um margt eðlisólík þeim fyrirtækjum sem sótt geta stuðning. Nýir vindar blása í íslensku samfélagi með boðaðri sókn ríkisstjórnarinnar í nýsköpun og áherslu á sprota- og frumkvöðlastarfsemi. SSP fagnar þessum áherslum stjórnvalda því við trúum að þær séu forsendan fyrir öflugri viðspyrnu í efnahagslífinu eftir þá niðursveiflu sem COVID-19 veldur. Fyrir hönd stjórnar SSP, Íris Ólafsdóttir Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Kúlu 3D. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru framúrskarandi tæknifyrirtæki sem mörg eru búin að vera í örum vexti undanfarin ár, svo sem Nox Medical, Vaki, Valka, Orf Líftækni og CCP svo einhver séu nefnd. Öll þessi fyrirtæki byrjuðu sem hugmynd. Stofnendur þeirra unnu myrkranna á milli, hlutu mörg hver styrki úr Tækniþróunarsjóði, sannfærðu fjárfesta um ágæti hugmyndarinnar og tókst að lokum að vaxa í stórfyrirtæki sem nú eru með þúsundir manna í vinnu með tilheyrandi tekjum og verðmætasköpun. Í dag eru fjölmörg efnileg sprotafyrirtæki á Íslandi sem hafa alla burði til þess að ná sambærilegum árangri. Sömuleiðis spretta upp hugmyndir að nýjum fyrirtækjum. Því er algjört lykilatriði að tryggja að stuðnings- og fjármögnunarumhverfið geri sprotafyrirtækjum kleift að vaxa og dafna. Samtök sprotafyrirtækja (SSP) þakka stjórnvöldum fyrir að taka stórt skref í þágu nýsköpunar með fjölbreyttum aðgerðum sem samþykktar hafa verið á Alþingi og þann stuðning sem þingið sýndi, þvert á flokka. Endurgreiðsla vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hækkaði úr 20% í 35% sem er mikilvægur hvati fyrir nýsköpunarfyrirtæki af öllum stærðum til að leggja stund á rannsóknir og þróun. Þessi hækkun á endurgreiðslu skiptir miklu máli fyrir sprotafyrirtæki, það er þó algjör forsenda að þau geti fjármagnað sig núna til að fá endurgreiðsluna í október 2021. Eitt helsta vandamál sprotafyrirtækja er fjárstreymisvandi. Þau geta ekki farið út í banka og tekið lán fyrir framleiðslunni, vita ekki nákvæmlega hvenær næsta styrkgreiðsla berst eða síðasti fjárfestirinn tekur ákvörðun um hvort hann verði með í fjármögnuninni. Sprotafyrirtækin sem voru að fjármagna sig þegar COVID-19 skall á, eða ætluðu að gera það síðar á árinu, standa nú frammi fyrir mikilli óvissu varðandi áframhaldandi rekstur þar sem fjárfestar halda að sér höndum. Þau hafa ekki getað nýtt sér þau neyðarúrræði sem býðst hefðbundnari fyrirtækjum og standa frammi fyrir miklum lausafjárvanda. Fari þessi fyrirtæki í þrot er það stórslys, milljarða verðmæti í formi styrkja, fjárfestinga og fórnarkostnaði frumkvöðla yrðu að engu. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld leggi áherslu á skjótvirkar aðgerðir, fjármunir þurfa að komast í umferð sem allra fyrst til þess að koma í veg fyrir að frumkvöðlar, sem hefðu getað unnið að því að skapa fleiri störf, endi í sívaxandi hópi atvinnulausra. SSP hefur lagt áherslu á að sprotafyrirtæki geti á þessu ári fengið endurgreiðslu vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrr en venja er og að sjóðir sem eru nú þegar til, verði efldir. Þetta snýst nefnilega um hraða. Sjóðasjóðurinn Kría lofar góðu, svo og stuðnings-Kría, en mikilvægt er að vanda til verka. Því mælir SSP með að brugðist verði strax við með því að nýta þá innviði sem eru til staðar og hafa sannað sig. Við hvetjum stjórnvöld til að leggja áherslu á eftirfarandi aðgerðir í þágu sprotafyrirtækja: Efna loforð um að flýta endurgreiðslu skatts vegna rannsóknar- og þróunarverkefna sem allra fyrst, það getur verið dýrkeypt að bíða fram á haust. Efla sjóði Rannís enn frekar. Tækniþróunarsjóður er líflind svo margra þróunarverkefna og hefur skilað mögnuðum árangri, þarna verða nýju störfin til. Hvað með að styrkja öll verkefni sem fá A einkunn? Auka fjárfestingar ríkisins í nýsköpun gegnum Nýsköpunarsjóð Atvinnulífsins og síðar gegnum Kríu. Tryggja rétt sprotafyrirtækja til stuðningsúrræða ríkisstjórnarinnar en sprotafyrirtæki eru um margt eðlisólík þeim fyrirtækjum sem sótt geta stuðning. Nýir vindar blása í íslensku samfélagi með boðaðri sókn ríkisstjórnarinnar í nýsköpun og áherslu á sprota- og frumkvöðlastarfsemi. SSP fagnar þessum áherslum stjórnvalda því við trúum að þær séu forsendan fyrir öflugri viðspyrnu í efnahagslífinu eftir þá niðursveiflu sem COVID-19 veldur. Fyrir hönd stjórnar SSP, Íris Ólafsdóttir Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Kúlu 3D.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar