Vernd barna - þú skiptir sköpum Heiða Björg Pálmadóttir og Páll Ólafsson skrifa 3. apríl 2020 12:30 Börn á tímum kórónaveiru Börn virðast ekki vera sérstaklega næm fyrir kórónaveirunni en þau eru samt sem áður viðkvæmur hópur sem huga þarf að vegna faraldursins. Félagsleg einangrun er einn af fylgifiskum veirunnar. Nauðsynleg í sóttvarnarskyni en getur verið börnum skaðleg og jafnvel hættuleg. Erfiðara er fyrir skóla, heilbrigðisstarfsfólk, ættingja, vini og nágranna að fylgjast með líðan og stöðu barna á sama tíma og kvíði, álag og streita eykst hjá foreldrum. Þetta ástand eykur líkur á ofbeldi og vanrækslu og börn eiga erfiðara með að láta vita ef eitthvað er að. Hvað er til ráða? Nú skiptir mjög miklu máli að samfélagið allt taki sig saman með það að markmiði að vernda börnin okkar. Við getum tilkynnt um slæmar aðstæður barns með símtali við Neyðarlínuna 112 sem hefur beina tengingu við allar barnaverndarnefndir landsins. Barnaverndin er opin allan sólarhringinn. Íslendingar búa við þá gæfu að hafa lög um almenna tilkynningarskyldu í landinu. Þetta þýðir að okkur öllum er skylt að láta barnaverndarnefnd vita ef við höfum áhyggjur af því að barn búi við óviðunandi aðstæður. Á sama tíma tryggja lögin einstaklingum nafnleynd þegar þeir tilkynna. Þið vinir og ættingjar, sem hafið áhyggjur af barni á heimili sínu, hikið ekki við að hafa samband og koma áhyggjum ykkar á framfæri. Sama gildir um kunningja, samstarfsfólk, nágranna og aðra sem kunna að hafa upplýsingar um aðstæður barna. Þið þurfið ekki að rannsaka málið eða vera alveg viss í ykkar sök áður en þið hafið samband við 112, það er hlutverk barnaverndar að komast að því hvort áhyggjurnar eru á rökum reistar. Stundum höldum við að einhver annar hafi tilkynnt. Tilkynnum samt og gerum það aftur ef þörf er á. Fleiri tilkynningar geta gefið skýrari mynd af aðstæðum barns. Foreldrar, sem upplifa erfiðleika, eru að missa tökin, geta ekki komið rétt fram við börnin sín. Þið eigið bakland í barnaverndinni. Þið getið haft samband og leitað aðstoðar. Barnavernd er stuðningur fyrir foreldra. Síðast en ekki síst, börn sem eru hrædd eða eru í aðstæðum þar sem þið eru ekki örugg – þið getið haft samband við 112. Barnaverndin er ykkar stuðningsaðili. Við stöndum vaktina Neyðarlínan 112 tekur við símtölum allan sólarhringinn og um allt land standa barnaverndarnefndir vaktina og eru tilbúnar að bregðast við þegar tilkynningar koma. Þær geta brugðist við hvenær sem er sólarhringsins ef barn er í hættu eða þörf er á tafarlausum viðbrögðum. Hér skiptir engu þó að einstaklingar á heimili séu í sóttkví eða einangrun, öllum málum er sinnt. Meðferðarkerfi Barnaverndarstofu stendur líka vaktina og er undir það búið að sinna börnum í sóttkví eða einangrun. Vert er að þakka þessari framvarðarsveit barnaverndar hjá ríki og sveitarfélögum sem hefur staðið vörð um þau börn sem standa höllustum fæti í dag og mun standa hann áfram þar til lífið færist í eðlilegt horf – og áfram eftir það. Saman getum við sem samfélag haldið verndarhendi yfir börnunum okkar. Börnin treysta á okkur. Við treystum á ykkur. Við erum öll barnavernd. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Börn á tímum kórónaveiru Börn virðast ekki vera sérstaklega næm fyrir kórónaveirunni en þau eru samt sem áður viðkvæmur hópur sem huga þarf að vegna faraldursins. Félagsleg einangrun er einn af fylgifiskum veirunnar. Nauðsynleg í sóttvarnarskyni en getur verið börnum skaðleg og jafnvel hættuleg. Erfiðara er fyrir skóla, heilbrigðisstarfsfólk, ættingja, vini og nágranna að fylgjast með líðan og stöðu barna á sama tíma og kvíði, álag og streita eykst hjá foreldrum. Þetta ástand eykur líkur á ofbeldi og vanrækslu og börn eiga erfiðara með að láta vita ef eitthvað er að. Hvað er til ráða? Nú skiptir mjög miklu máli að samfélagið allt taki sig saman með það að markmiði að vernda börnin okkar. Við getum tilkynnt um slæmar aðstæður barns með símtali við Neyðarlínuna 112 sem hefur beina tengingu við allar barnaverndarnefndir landsins. Barnaverndin er opin allan sólarhringinn. Íslendingar búa við þá gæfu að hafa lög um almenna tilkynningarskyldu í landinu. Þetta þýðir að okkur öllum er skylt að láta barnaverndarnefnd vita ef við höfum áhyggjur af því að barn búi við óviðunandi aðstæður. Á sama tíma tryggja lögin einstaklingum nafnleynd þegar þeir tilkynna. Þið vinir og ættingjar, sem hafið áhyggjur af barni á heimili sínu, hikið ekki við að hafa samband og koma áhyggjum ykkar á framfæri. Sama gildir um kunningja, samstarfsfólk, nágranna og aðra sem kunna að hafa upplýsingar um aðstæður barna. Þið þurfið ekki að rannsaka málið eða vera alveg viss í ykkar sök áður en þið hafið samband við 112, það er hlutverk barnaverndar að komast að því hvort áhyggjurnar eru á rökum reistar. Stundum höldum við að einhver annar hafi tilkynnt. Tilkynnum samt og gerum það aftur ef þörf er á. Fleiri tilkynningar geta gefið skýrari mynd af aðstæðum barns. Foreldrar, sem upplifa erfiðleika, eru að missa tökin, geta ekki komið rétt fram við börnin sín. Þið eigið bakland í barnaverndinni. Þið getið haft samband og leitað aðstoðar. Barnavernd er stuðningur fyrir foreldra. Síðast en ekki síst, börn sem eru hrædd eða eru í aðstæðum þar sem þið eru ekki örugg – þið getið haft samband við 112. Barnaverndin er ykkar stuðningsaðili. Við stöndum vaktina Neyðarlínan 112 tekur við símtölum allan sólarhringinn og um allt land standa barnaverndarnefndir vaktina og eru tilbúnar að bregðast við þegar tilkynningar koma. Þær geta brugðist við hvenær sem er sólarhringsins ef barn er í hættu eða þörf er á tafarlausum viðbrögðum. Hér skiptir engu þó að einstaklingar á heimili séu í sóttkví eða einangrun, öllum málum er sinnt. Meðferðarkerfi Barnaverndarstofu stendur líka vaktina og er undir það búið að sinna börnum í sóttkví eða einangrun. Vert er að þakka þessari framvarðarsveit barnaverndar hjá ríki og sveitarfélögum sem hefur staðið vörð um þau börn sem standa höllustum fæti í dag og mun standa hann áfram þar til lífið færist í eðlilegt horf – og áfram eftir það. Saman getum við sem samfélag haldið verndarhendi yfir börnunum okkar. Börnin treysta á okkur. Við treystum á ykkur. Við erum öll barnavernd. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun