Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2020 11:30 Guðjón Valur fékk nóg af hrokanum í Ulrik Wilbek. vísir/getty Ulrik Wilbek, þáverandi þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, vildi ekki taka í höndina á Guðjóni Val Sigurðssyni eftir jafntefli Íslands og Danmerkur, 32-32, í riðlakeppni Ólympíuleikanna í Peking 2008. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Wilbek var langt frá því að vera sáttur með vítadóminn og það sauð enn á honum þegar liðin gengu af vellinum. Guðjón Valur rifjaði upp viðskipti sín og Wilbæks eftir þennan fræga leik í Peking með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var bara að þakka honum fyrir leikinn. Hann virti mig ekki viðlits og hreytti einhverju í mig. Þá var ég yngri og vitlausari og það var nóg til að mér hitnaði aðeins. Þá lét ég hann heyra það að hann væri kannski ekki jafn merkilegur pappír og honum fannst hann vera,“ sagði Guðjón Valur. Fjallað var um orðaskipti Guðjóns Vals og Wilbek á forsíðu Fréttablaðsins.mynd/úrklippa úr fréttablaðinu Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi segist sjá eftir orðaskiptunum við Wilbek. „Þótt maðurinn vilji ekki taka í hendina á mér eftir leikinn á það ekki að hafa nokkur áhrif á mig. En það gerði það á þessum tíma. Svo þarf maður stundum að velja sér sína baráttu og stað og stund,“ sagði Guðjón Valur. „TV 2 var við hliðina á og einhver Dani spurði mig af hverju ég hefði sagt honum að fokka sér. Ég var með míkrafón í andlitinu. Þetta var vitlaust og rangt hjá mér, alveg sama hvernig hann kom fram. Ég sá eftir því. Hann baðst svo afsökunar og ég gerði það líka. Það var bara fyrir blaðamennina og ljósmyndarana sem voru þarna. En ég á mjög erfitt með þá sem láta rigna upp í nefið á sér en þetta var rangt hjá mér.“ Íslendingar fóru alla leið í úrslit á Ólympíuleikunum 2008 og komu heim með silfurpening um hálsinn. Danir féllu hins vegar úr leik fyrir Króötum í átta liða úrslitum. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um rifrildið við Wilbæk Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira
Ulrik Wilbek, þáverandi þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, vildi ekki taka í höndina á Guðjóni Val Sigurðssyni eftir jafntefli Íslands og Danmerkur, 32-32, í riðlakeppni Ólympíuleikanna í Peking 2008. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Wilbek var langt frá því að vera sáttur með vítadóminn og það sauð enn á honum þegar liðin gengu af vellinum. Guðjón Valur rifjaði upp viðskipti sín og Wilbæks eftir þennan fræga leik í Peking með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var bara að þakka honum fyrir leikinn. Hann virti mig ekki viðlits og hreytti einhverju í mig. Þá var ég yngri og vitlausari og það var nóg til að mér hitnaði aðeins. Þá lét ég hann heyra það að hann væri kannski ekki jafn merkilegur pappír og honum fannst hann vera,“ sagði Guðjón Valur. Fjallað var um orðaskipti Guðjóns Vals og Wilbek á forsíðu Fréttablaðsins.mynd/úrklippa úr fréttablaðinu Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi segist sjá eftir orðaskiptunum við Wilbek. „Þótt maðurinn vilji ekki taka í hendina á mér eftir leikinn á það ekki að hafa nokkur áhrif á mig. En það gerði það á þessum tíma. Svo þarf maður stundum að velja sér sína baráttu og stað og stund,“ sagði Guðjón Valur. „TV 2 var við hliðina á og einhver Dani spurði mig af hverju ég hefði sagt honum að fokka sér. Ég var með míkrafón í andlitinu. Þetta var vitlaust og rangt hjá mér, alveg sama hvernig hann kom fram. Ég sá eftir því. Hann baðst svo afsökunar og ég gerði það líka. Það var bara fyrir blaðamennina og ljósmyndarana sem voru þarna. En ég á mjög erfitt með þá sem láta rigna upp í nefið á sér en þetta var rangt hjá mér.“ Íslendingar fóru alla leið í úrslit á Ólympíuleikunum 2008 og komu heim með silfurpening um hálsinn. Danir féllu hins vegar úr leik fyrir Króötum í átta liða úrslitum. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um rifrildið við Wilbæk Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira