Lokamót Equsana deildar í hestaíþróttum í beinni á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 12:30 Frá keppni í Equsana deild áhugamanna í hestaíþróttum. Mikil spenna er fyrir lokamóti Equsana deildar áhugamanna í hestaíþróttum sem fer fram í kvöld á félagssvæði Spretts í Kópavogi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Keppt verður í tölti T3 og eru alls 58 knapar og hestar skráðir til leiks. Equsana deildin er mótaröð í hestaíþróttum og er bæði einstaklings- og liðakeppni. Lokamótið í kvöld mun skera úr um hvaða keppandi stendur uppi sem sigurvegari deildarinnar, sem og hvaða lið verður stigahæst, en fyrirfram er búist við æsispennandi keppni. Mjótt er á munum eins og staðan er fyrir lokamótið. Í einstaklingskeppninni tróna þrír knapar á toppnum, þær Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg með 20 stig, Vilborg Smáradóttir með 19 stig og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir með 18 stig. Og svo eru aðrir knapar sem koma fast á hæla þeim. Þrjú efstu liðin fyrir lokamótið eru Heimahagi með 383.5, Stjörnublikk með 339.5 stig og Vagnar og Þjónusta með 321 stig. Forkeppni í tölti hefst klukkan 18:00 og gert ráð fyrir að úrslitin verði riðin um klukkan 20:30. Lokamótið í Equsana deildinni átti að fara fram innanhúss, en vegna aðstæðna var ákveðið að færa það á útivöll. Sýnt verður beint frá viðburðinum á Stöð 2 sport. Einvala lið mun stjórna útsendingunni og lýsa keppninni, þau Telma L. Tómasson, þáttastjórnandi, Hulda Gústafsdóttir, afreksknapi, og Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa. Unnt er að gerast áskrifandi eða kaupa stakan viðburð í myndlyklum Vodafone og Símans. Á forsíðu kemur upp dálkur merktur ,,Viðburður” og þar er smellt á Equsana deildin til að fylgjast með lokamótinu í deildinni. Góða skemmtun. Hestar Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Sjá meira
Mikil spenna er fyrir lokamóti Equsana deildar áhugamanna í hestaíþróttum sem fer fram í kvöld á félagssvæði Spretts í Kópavogi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Keppt verður í tölti T3 og eru alls 58 knapar og hestar skráðir til leiks. Equsana deildin er mótaröð í hestaíþróttum og er bæði einstaklings- og liðakeppni. Lokamótið í kvöld mun skera úr um hvaða keppandi stendur uppi sem sigurvegari deildarinnar, sem og hvaða lið verður stigahæst, en fyrirfram er búist við æsispennandi keppni. Mjótt er á munum eins og staðan er fyrir lokamótið. Í einstaklingskeppninni tróna þrír knapar á toppnum, þær Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg með 20 stig, Vilborg Smáradóttir með 19 stig og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir með 18 stig. Og svo eru aðrir knapar sem koma fast á hæla þeim. Þrjú efstu liðin fyrir lokamótið eru Heimahagi með 383.5, Stjörnublikk með 339.5 stig og Vagnar og Þjónusta með 321 stig. Forkeppni í tölti hefst klukkan 18:00 og gert ráð fyrir að úrslitin verði riðin um klukkan 20:30. Lokamótið í Equsana deildinni átti að fara fram innanhúss, en vegna aðstæðna var ákveðið að færa það á útivöll. Sýnt verður beint frá viðburðinum á Stöð 2 sport. Einvala lið mun stjórna útsendingunni og lýsa keppninni, þau Telma L. Tómasson, þáttastjórnandi, Hulda Gústafsdóttir, afreksknapi, og Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa. Unnt er að gerast áskrifandi eða kaupa stakan viðburð í myndlyklum Vodafone og Símans. Á forsíðu kemur upp dálkur merktur ,,Viðburður” og þar er smellt á Equsana deildin til að fylgjast með lokamótinu í deildinni. Góða skemmtun.
Hestar Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Sjá meira