Mygluskáli Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands Kristmann Magnússon og Björn Hjartarson skrifa 12. maí 2020 15:00 Tilkynningum og fréttum vegna myglu í íslensku húsnæði hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda samfélagið orðið mun meðvitaðra um vandamálið. Á málþingum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur staðið fyrir hefur m.a. komið fram að samfélagslegur kostnaður vegna myglunnar sé farinn að hlaupa á milljörðum og gæti verið af stærðargráðunni tíu milljarðar á ári. Hér er því á ferðinni vandamál sem farið er að valda samfélagslegum skaða og mætti jafnvel flokka sem samfélagslegan bagga. Nýsköpunarmiðstöð hefur staðið fyrir málþingum um áhrif rakaskemmda þar sem læknar, fræðimenn og verkfræðingar voru með erindi um myglu og afleiðingar hennar. Ef minnka má fjárhagslegt tjón af áhrifum rakaskemmda og myglu um t.d. fimmtíu prósent þ.e. frá tíu milljörðum niður í fimm milljarða á ári, með vissu átaki og rannsóknum í málaflokknum þá myndu niðurstöður verkefnisins skila vel mælanlegum fjárhagslegum árangri með miklum þjóðhagslegum sparnaði samfélaginu í hag. Mygluskálinn.Nýsköpunarmiðstöð Rannsóknir í Mygluskála Fjölmargar rannsóknir hafa nú verið framkvæmdar í Mygluskála Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands en um 300 sýni voru rannsökuð og greind á árinu. Þetta er fyrsti opinberi mygluskáli landsins en til stendur að nota hann í a.m.k. nokkur ár til þess að rannsaka áhrif myglu á byggingarefni sem notað er á Íslandi. Húsnæði Mygluskála Rb var upprunalega reist sem tilraunahús árið 1991 með það að markmiði að álagsprófa mismunandi gerðir af gluggum við raunaðstæður til lengri tíma undir stjórn Jóns Sigurjónssonar, þáverandi yfirverkfræðings Rb. Eftir að því verkefni lauk og rannsóknir á endingu glugga á Íslandi færðust alfarið yfir í nýjan slagregnsprófunarskáp Rb var skálinn ónotaður en hefur nú tekið við nýju hlutverki. Úr Mygluskálanum Sýni úr sýktum byggingum og áhrif raka á endingu byggingarefna Mygluskálinn er málmklæddur að innan og er svæðisskiptur niður í tvö aðskilin vinnusvæði. Á fremra svæðinu eru ný sýni tekin inn og þau undirbúin undir frekar rannsóknir á innra svæði Mygluskálans. Á innra svæðinu eru sýnin geymd í lokuðum glerbúrum við mismunandi rakastig og þróun mygluvaxtar í sýnunum svo skoðuð sem fall af tíma til að meta næmi byggingarefna við íslenskar aðstæður. Innst í Mygluskálanum er aðstaða fyrir sveppasérfræðing til að greina myglutegundir og áætla umfang mygluvaxtar í sýnunum með smásjá og víðsjá og eru allar greiningar myndaðar jafnóðum. Rannsóknir á áhrifum myglu Fyrsti hluti rannsóknarinnar fól í sér að taka fjölmörg sýni af nýjum krossvið, spónaplötum, gipsplötum og ýmsum öðrum byggingarefnum. Sýnin eru síðan sett í mismunandi rakastig og geymd þar í nokkra mánuði og mygluvöxtur á yfirborði þeirra rannsakaður og skráður niður af sveppasérfræðingi með reglubundnu millibili. Flest sýnin mygla fyrr eða síðar, en rakastigið hefur mikil áhrif á hvenær mygluvöxtur hefst og þá dafnar í framhaldinu. Rannsóknirnar hafa hingað til leitt í ljós að við verstu aðstæður geta fjölmargar ólíkar tegundir myglu þrifist í hverju sýni. Þessi hluti verkefnisins er sá fyrsti af mörgum en ljóst er að hér er um að ræða margra ára tilraun þar sem taka þarf fleiri sýnir til að fá nákvæmari niðurstöður. Höfundar eru starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Tilkynningum og fréttum vegna myglu í íslensku húsnæði hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda samfélagið orðið mun meðvitaðra um vandamálið. Á málþingum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur staðið fyrir hefur m.a. komið fram að samfélagslegur kostnaður vegna myglunnar sé farinn að hlaupa á milljörðum og gæti verið af stærðargráðunni tíu milljarðar á ári. Hér er því á ferðinni vandamál sem farið er að valda samfélagslegum skaða og mætti jafnvel flokka sem samfélagslegan bagga. Nýsköpunarmiðstöð hefur staðið fyrir málþingum um áhrif rakaskemmda þar sem læknar, fræðimenn og verkfræðingar voru með erindi um myglu og afleiðingar hennar. Ef minnka má fjárhagslegt tjón af áhrifum rakaskemmda og myglu um t.d. fimmtíu prósent þ.e. frá tíu milljörðum niður í fimm milljarða á ári, með vissu átaki og rannsóknum í málaflokknum þá myndu niðurstöður verkefnisins skila vel mælanlegum fjárhagslegum árangri með miklum þjóðhagslegum sparnaði samfélaginu í hag. Mygluskálinn.Nýsköpunarmiðstöð Rannsóknir í Mygluskála Fjölmargar rannsóknir hafa nú verið framkvæmdar í Mygluskála Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands en um 300 sýni voru rannsökuð og greind á árinu. Þetta er fyrsti opinberi mygluskáli landsins en til stendur að nota hann í a.m.k. nokkur ár til þess að rannsaka áhrif myglu á byggingarefni sem notað er á Íslandi. Húsnæði Mygluskála Rb var upprunalega reist sem tilraunahús árið 1991 með það að markmiði að álagsprófa mismunandi gerðir af gluggum við raunaðstæður til lengri tíma undir stjórn Jóns Sigurjónssonar, þáverandi yfirverkfræðings Rb. Eftir að því verkefni lauk og rannsóknir á endingu glugga á Íslandi færðust alfarið yfir í nýjan slagregnsprófunarskáp Rb var skálinn ónotaður en hefur nú tekið við nýju hlutverki. Úr Mygluskálanum Sýni úr sýktum byggingum og áhrif raka á endingu byggingarefna Mygluskálinn er málmklæddur að innan og er svæðisskiptur niður í tvö aðskilin vinnusvæði. Á fremra svæðinu eru ný sýni tekin inn og þau undirbúin undir frekar rannsóknir á innra svæði Mygluskálans. Á innra svæðinu eru sýnin geymd í lokuðum glerbúrum við mismunandi rakastig og þróun mygluvaxtar í sýnunum svo skoðuð sem fall af tíma til að meta næmi byggingarefna við íslenskar aðstæður. Innst í Mygluskálanum er aðstaða fyrir sveppasérfræðing til að greina myglutegundir og áætla umfang mygluvaxtar í sýnunum með smásjá og víðsjá og eru allar greiningar myndaðar jafnóðum. Rannsóknir á áhrifum myglu Fyrsti hluti rannsóknarinnar fól í sér að taka fjölmörg sýni af nýjum krossvið, spónaplötum, gipsplötum og ýmsum öðrum byggingarefnum. Sýnin eru síðan sett í mismunandi rakastig og geymd þar í nokkra mánuði og mygluvöxtur á yfirborði þeirra rannsakaður og skráður niður af sveppasérfræðingi með reglubundnu millibili. Flest sýnin mygla fyrr eða síðar, en rakastigið hefur mikil áhrif á hvenær mygluvöxtur hefst og þá dafnar í framhaldinu. Rannsóknirnar hafa hingað til leitt í ljós að við verstu aðstæður geta fjölmargar ólíkar tegundir myglu þrifist í hverju sýni. Þessi hluti verkefnisins er sá fyrsti af mörgum en ljóst er að hér er um að ræða margra ára tilraun þar sem taka þarf fleiri sýnir til að fá nákvæmari niðurstöður. Höfundar eru starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun