Bubbi, sagan og fyrrverandi Rannveig Borg skrifar 12. maí 2020 17:00 Þetta með Bubba og sígarettuna er einstaklega táknrænt í ljósi sögunnar. Stundum þarf talsverða fjarlægð frá aðstæðum til að sjá þær í réttu ljósi. Við erum búin að setja sígarettuna á sinn stað. Þó var ekki bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi fyrr en 2007. Það er því ekki ýkja langt síðan það þótti sjálfsagt og jafnvel töff að reykja með tilheyrandi reykingalykt í partýjum, á skemmtistöðum, á skrifstofum, í bílum og inni á heimilum. Ég var líka Bubbi um tíma en er löngu hætt og sé eftir að hafa verið hann. Þróun reykinga sést best þegar bornar eru saman kvikmyndir síðustu áratuga. Hvað breyttist? Vöknuðum við allt í einu og áttuðum okkur á að það væri ekki lengur svalt að reykja? Að það væri vond lykt af sígarettum, þær væru ávanabindandi, krabbameinsvaldandi og almennt heilsuspillandi? Til að við almenningur tæki við sér þurfti raunar að setja lög til að minnka framboð, eftirspurn og aðgengi að svæðum til að reykja á. Banna sígarettuauglýsingar, reykingar á vinnustöðum og skemmtistöðum og hækka skatta á tóbaki. Einnig setja áberandi merkingar um skaðsemi reykinga á pakkningar. Þurfti virkilega að þvinga okkur til að hætta að reykja? Ég ákvað fyrir nokkru að taka fjarlægð frá fyrrverandi þótt flestir segðu að hann væri æði - nema kannski þeir sem höfðu játað sig sigraða fyrir Guði og mönnum - . Ég áttaði mig á að hann gerði mér ekkert gott. Þegar ég var komin með ákveðna fjarlægð og sá hann í betra ljósi ákvað ég að lesa mér til og gekk svo langt að setjast á (há)skólabekk til að fræðast til um hann og hans líka. Ekki gat ég lesið um innihaldið á umbúðunum – þar stendur bara einhver prósentutala. Staðreyndirnar tala sínu máli. Hann er ávanabindandi, heilsuspillandi, krabbameinsvaldandi og dregur að meðaltali 3 milljónir manna á ári til dauða – þar af 12.6% af völdum krabbameina árið 2016. Samkvæmt fjölda rannsókna er hann eitt hættulegasta eiturlyfið. Nýjustu rannsóknir hrekja það sem við höfðum áður talið – hann er líka hættulegur í hófi. Á-i. En hann er svalur. Hrikalega svalur. Ég fylgi háttvirtum dómsmálaráðherra á Instagram sem sýnir sig stolt með honum í sparifötunum. Landlæknir talar um hann spariklæddan og freyðandi sem uppáhald. Lækna-Tómas fagnaði með honum nýlega á Facebook. Það getur vel verið að ég verði í einhverjum samskiptum við hann aftur seinna – sérstaklega við hátíðleg tilefni. Ég verð jú að falla í hópinn og halda kúlinu. Aftur á móti spyr ég mig. Sá sem á mynd af sér árið 2050 með drykk í hendi verður hann kannski Bubbi? Heimildir: 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/274603/9789241565639-eng.pdf?ua=1 2. https://www.globalcommissionondrugs.org/reports/classification-psychoactive-substances 3. http://www.euro.who.int/en/health-topics/disease-prevention/alcohol-use/news/news/2018/09/there-is-no-safe-level-of-alcohol,-new-study-confirms Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Rannveig Borg Sigurðardóttir Tengdar fréttir Hæpin auglýsing Sígarettumyndin af Bubba í auglýsingu Borgarleikhússins á söngleiknum Níu líf hefur fengið vægast sagt mikla athygli - en fyrirmyndin er gömul ljósmynd úr tímaritinu Samúel. 11. maí 2020 13:00 Stóra Bubbamálið krufið Bítið er á sínum stað á þessum bjarta föstudagsmorgni. 8. maí 2020 06:51 Bannað að birta mynd af Bubba með sígó á gafli Borgó Bubbi Morthens segir að lögin meini Borgarleikhúsinu að birta mynd af sér með sígarettu í munnvikinu. 7. maí 2020 15:14 Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Þetta með Bubba og sígarettuna er einstaklega táknrænt í ljósi sögunnar. Stundum þarf talsverða fjarlægð frá aðstæðum til að sjá þær í réttu ljósi. Við erum búin að setja sígarettuna á sinn stað. Þó var ekki bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi fyrr en 2007. Það er því ekki ýkja langt síðan það þótti sjálfsagt og jafnvel töff að reykja með tilheyrandi reykingalykt í partýjum, á skemmtistöðum, á skrifstofum, í bílum og inni á heimilum. Ég var líka Bubbi um tíma en er löngu hætt og sé eftir að hafa verið hann. Þróun reykinga sést best þegar bornar eru saman kvikmyndir síðustu áratuga. Hvað breyttist? Vöknuðum við allt í einu og áttuðum okkur á að það væri ekki lengur svalt að reykja? Að það væri vond lykt af sígarettum, þær væru ávanabindandi, krabbameinsvaldandi og almennt heilsuspillandi? Til að við almenningur tæki við sér þurfti raunar að setja lög til að minnka framboð, eftirspurn og aðgengi að svæðum til að reykja á. Banna sígarettuauglýsingar, reykingar á vinnustöðum og skemmtistöðum og hækka skatta á tóbaki. Einnig setja áberandi merkingar um skaðsemi reykinga á pakkningar. Þurfti virkilega að þvinga okkur til að hætta að reykja? Ég ákvað fyrir nokkru að taka fjarlægð frá fyrrverandi þótt flestir segðu að hann væri æði - nema kannski þeir sem höfðu játað sig sigraða fyrir Guði og mönnum - . Ég áttaði mig á að hann gerði mér ekkert gott. Þegar ég var komin með ákveðna fjarlægð og sá hann í betra ljósi ákvað ég að lesa mér til og gekk svo langt að setjast á (há)skólabekk til að fræðast til um hann og hans líka. Ekki gat ég lesið um innihaldið á umbúðunum – þar stendur bara einhver prósentutala. Staðreyndirnar tala sínu máli. Hann er ávanabindandi, heilsuspillandi, krabbameinsvaldandi og dregur að meðaltali 3 milljónir manna á ári til dauða – þar af 12.6% af völdum krabbameina árið 2016. Samkvæmt fjölda rannsókna er hann eitt hættulegasta eiturlyfið. Nýjustu rannsóknir hrekja það sem við höfðum áður talið – hann er líka hættulegur í hófi. Á-i. En hann er svalur. Hrikalega svalur. Ég fylgi háttvirtum dómsmálaráðherra á Instagram sem sýnir sig stolt með honum í sparifötunum. Landlæknir talar um hann spariklæddan og freyðandi sem uppáhald. Lækna-Tómas fagnaði með honum nýlega á Facebook. Það getur vel verið að ég verði í einhverjum samskiptum við hann aftur seinna – sérstaklega við hátíðleg tilefni. Ég verð jú að falla í hópinn og halda kúlinu. Aftur á móti spyr ég mig. Sá sem á mynd af sér árið 2050 með drykk í hendi verður hann kannski Bubbi? Heimildir: 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/274603/9789241565639-eng.pdf?ua=1 2. https://www.globalcommissionondrugs.org/reports/classification-psychoactive-substances 3. http://www.euro.who.int/en/health-topics/disease-prevention/alcohol-use/news/news/2018/09/there-is-no-safe-level-of-alcohol,-new-study-confirms
Hæpin auglýsing Sígarettumyndin af Bubba í auglýsingu Borgarleikhússins á söngleiknum Níu líf hefur fengið vægast sagt mikla athygli - en fyrirmyndin er gömul ljósmynd úr tímaritinu Samúel. 11. maí 2020 13:00
Bannað að birta mynd af Bubba með sígó á gafli Borgó Bubbi Morthens segir að lögin meini Borgarleikhúsinu að birta mynd af sér með sígarettu í munnvikinu. 7. maí 2020 15:14
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun