Áfram veginn Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 12. maí 2020 18:09 Ríkisstjórnin kynnti í dag áætlun sína um opnun landsins frá fimmtánda júní. Það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Það er ekki síst merki um mikinn árangur sem íslenskt heilbrigðis- og vísindafólk hefur náð í baráttunni við kórónuveiruna á síðustu mánuðum. Ákvörðunin um opnun landsins byggist á því að vísindin telja okkur í það góðri stöðu að við getum tekið á móti gestum að nýju. Við höfum á síðustu vikum og mánuðum notið leiðsagnar þríeykisins og munum gera það áfram. Það var gifturík ákvörðun að gefa vísindafólkinu eftir stýrið í þessum leiðangri. Kraftur þekkingarinnar í heilbrigðisvísindum hér á landi, öguð vinnubrögð lögreglumanna og annarra í smitrakningarteyminu og samstaða og samhugur þjóðarinnar eru grunnurinn að þeim árangri sem náðst hefur. Við verðum áfram árvökul, það mun ekki breytast þótt landið verði opnað, reynsla okkar er okkur dýrmæt í þeim skrefum sem stigin verða. Þrátt fyrir þessa mikilvægu ákvörðun er ljóst að við verðum áfram að huga vel að smitvörnum. Þar er handþvotturinn mikilvægastur. Það er líka brýnt að við virðum rými hvert annars og minnkum þannig hættuna á smitum. Það á reyndar ekki aðeins við um kórónuveiruna heldur aðra smitsjúkdóma. Ég hef áður ritað um mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Ferðaþjónustan er líka gríðarlega mikilvæg fyrir byggðir landsins. Segja má að hún sé lífæð byggðanna með allri sinni starfsemi vítt og breitt um landið og styðji þannig við aðrar mikilvægar atvinnugreinar eins og landbúnað og sjávarútveg. Opnun landsins veitir von um að þessi lífæð fái að nýju aukinn þrótt til að vinna að viðspyrnu landsins alls. Einnig er vert að minnast á það að sóttkví B var útvíkkuð og nær nú einnig til ferða vísindamanna, blaðamanna, æfinga íþróttaliða og síðast en ekki síst til kvikmyndagerðarfólks sem hyggur á tökur hér á landi. Áhugi kvikmyndagerðarfólks á landinu hefur lengi verið mikil og nú undanfarið hefur áhuginn aukist þar sem flest lönd hafa lokað landamærum sínum vegna veirunnar. Rétt er að taka fram að ákvörðun um opnun landsins er tekin eftir að hafa fengið ráð frá því fólki sem leitt hefur baráttuna gegn kórónuveirunni. Þótt skrefin séu stór þá eru þau varfærin og verða metin á reglubundinn hátt. Við förum áfram varlega en bjóðum gesti velkomna. Þannig höldum við áfram veginn. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag áætlun sína um opnun landsins frá fimmtánda júní. Það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Það er ekki síst merki um mikinn árangur sem íslenskt heilbrigðis- og vísindafólk hefur náð í baráttunni við kórónuveiruna á síðustu mánuðum. Ákvörðunin um opnun landsins byggist á því að vísindin telja okkur í það góðri stöðu að við getum tekið á móti gestum að nýju. Við höfum á síðustu vikum og mánuðum notið leiðsagnar þríeykisins og munum gera það áfram. Það var gifturík ákvörðun að gefa vísindafólkinu eftir stýrið í þessum leiðangri. Kraftur þekkingarinnar í heilbrigðisvísindum hér á landi, öguð vinnubrögð lögreglumanna og annarra í smitrakningarteyminu og samstaða og samhugur þjóðarinnar eru grunnurinn að þeim árangri sem náðst hefur. Við verðum áfram árvökul, það mun ekki breytast þótt landið verði opnað, reynsla okkar er okkur dýrmæt í þeim skrefum sem stigin verða. Þrátt fyrir þessa mikilvægu ákvörðun er ljóst að við verðum áfram að huga vel að smitvörnum. Þar er handþvotturinn mikilvægastur. Það er líka brýnt að við virðum rými hvert annars og minnkum þannig hættuna á smitum. Það á reyndar ekki aðeins við um kórónuveiruna heldur aðra smitsjúkdóma. Ég hef áður ritað um mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Ferðaþjónustan er líka gríðarlega mikilvæg fyrir byggðir landsins. Segja má að hún sé lífæð byggðanna með allri sinni starfsemi vítt og breitt um landið og styðji þannig við aðrar mikilvægar atvinnugreinar eins og landbúnað og sjávarútveg. Opnun landsins veitir von um að þessi lífæð fái að nýju aukinn þrótt til að vinna að viðspyrnu landsins alls. Einnig er vert að minnast á það að sóttkví B var útvíkkuð og nær nú einnig til ferða vísindamanna, blaðamanna, æfinga íþróttaliða og síðast en ekki síst til kvikmyndagerðarfólks sem hyggur á tökur hér á landi. Áhugi kvikmyndagerðarfólks á landinu hefur lengi verið mikil og nú undanfarið hefur áhuginn aukist þar sem flest lönd hafa lokað landamærum sínum vegna veirunnar. Rétt er að taka fram að ákvörðun um opnun landsins er tekin eftir að hafa fengið ráð frá því fólki sem leitt hefur baráttuna gegn kórónuveirunni. Þótt skrefin séu stór þá eru þau varfærin og verða metin á reglubundinn hátt. Við förum áfram varlega en bjóðum gesti velkomna. Þannig höldum við áfram veginn. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun