Fótbolti

Táningur gaf sig fram til lögreglunnar eftir að hafa beitt Ian Wright kynþáttaníði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ian Wright á vellinum fyrr í vetur.
Ian Wright á vellinum fyrr í vetur. vísir/getty

Írskur táningur hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hafa beitt Ian Wright, fyrrum knattspyrnumann og nú spekingi, kynþáttaníði á Instagram.

Hinn 56 ára Wright, sem starfar nú sem sérfræðingur í þættinum Match of the Day, birti á Twitter-síðu sinni á dögunum skjáskot af skilaboðunum sem hann hefði fengið frá drengnum.

Þau voru ansi gróf en til að mynda var Wright kallaður api. Ekki er víst hvers vegna þessi skilaboð dundu yfir Wright frá drengnum sem hefur nú gefið sig fram við lögregluna í Írlandi.

Wright hafði ekki lagt inn ákæru en írska lögreglan mun nú vinna rannsókn málsins. Strákurinn hefur nú þegar verið yfirheyrður en óvíst er hver framvinda málsins verður.

Wright spilaði yfir 200 leiki með Arsenal á árunum 1991 til 1998 en hann hafði þá komið frá Crystal Palace þar sem hann lék einnig rúmlega 200 leiki. Hann á að baki 33 landsleiki fyrir England.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×